Lögreglan skynjar ekki aukna hörku í undirheimunum Snærós Sindradóttir skrifar 13. júní 2017 07:00 Lögregla telur sig hafa kveðið uppgang mótorhjólasamtaka hér á landi í kútinn en fylgist vel með þróun þeirra áfram. VÍSIR/GVA Ekki eru uppi merki um aukna hörku í undirheimum Reykjavíkur og nágrennis. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að árás í Mosfellsdal hafi nýlega leitt til dauða manns, sé ekki að merkja aukna hörku heilt yfir. „Það er ákveðin harka í undirheimum þegar kemur að innheimtuaðgerðum. Þá er um að ræða innheimtur á einhverjum skuldum sem geta verið tilkomnar vegna ólögmæts athæfis og lögreglu er þar af leiðandi ekki blandað í málið,“ segir Grímur.Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brinkHann segir að vissulega megi merkja aukna hörku yfir langt tímabil. „Það má sjá þetta ef horft er yfir lengra tímabil, einhverja tugi ára, en ekkert alveg núna upp á síðkastið.“ Grímur segir að það vilji loða við grófar og glæpsamlegar innheimtuaðgerðir, alltaf kallaðar handrukkanir, að lögreglu sé ekki gert viðvart. „En ég hvet til þess að lögregla sé látin vita þegar ofbeldi er beitt í svona málum, og alltaf þegar ofbeldi er beitt.“ Einn hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal, Jón Trausti Lúthersson, er stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis sem síðar gekk inn í alþjóðasamtök Hells Angels á Íslandi. Síðar varð hann meðlimur í mótorhjólasamtökunum Outlaws. Bæði samtökin hafa áratugalanga sögu um skipulagða glæpastarfsemi þar sem þau hafa náð að skjóta rótum. Grímur segir að ekkert bendi til þess að slíkum félögum sé að vaxa ásmegin eins og ráða má af fréttaflutningi þar sem bent er á tengsl Jóns Trausta og Sveins Gests Tryggvasonar, sem einnig er grunaður í málinu, við slík samtök. „Við erum alltaf að fylgjast með þessu og höfum aðeins þær upplýsingar sem á annað borð liggja fyrir okkur á lausu. En það er ekki þannig að þeim hafi verið að vaxa mikill fiskur um hrygg. Við reynum að fylgjast vel með því hvernig þessi samtök þróast og eflast eftir atvikum.“ Hingað til hefur erlendum félagsmönnum þessara mótorhjólaklúbba verið vísað frá við komuna til landsins. Grímur segir að það hafi dregið verulega úr því að menn á vegum mótorhjólasamtaka sem stunda skipulagða glæpastarfsemi venji komur sínar hingað til lands. Lögregla hafi náð vel utan um vandamálið þegar það kom upp fyrir um áratug og upprætt, þó auðvitað verði fylgst vel með áfram. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ekki eru uppi merki um aukna hörku í undirheimum Reykjavíkur og nágrennis. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að árás í Mosfellsdal hafi nýlega leitt til dauða manns, sé ekki að merkja aukna hörku heilt yfir. „Það er ákveðin harka í undirheimum þegar kemur að innheimtuaðgerðum. Þá er um að ræða innheimtur á einhverjum skuldum sem geta verið tilkomnar vegna ólögmæts athæfis og lögreglu er þar af leiðandi ekki blandað í málið,“ segir Grímur.Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brinkHann segir að vissulega megi merkja aukna hörku yfir langt tímabil. „Það má sjá þetta ef horft er yfir lengra tímabil, einhverja tugi ára, en ekkert alveg núna upp á síðkastið.“ Grímur segir að það vilji loða við grófar og glæpsamlegar innheimtuaðgerðir, alltaf kallaðar handrukkanir, að lögreglu sé ekki gert viðvart. „En ég hvet til þess að lögregla sé látin vita þegar ofbeldi er beitt í svona málum, og alltaf þegar ofbeldi er beitt.“ Einn hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal, Jón Trausti Lúthersson, er stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis sem síðar gekk inn í alþjóðasamtök Hells Angels á Íslandi. Síðar varð hann meðlimur í mótorhjólasamtökunum Outlaws. Bæði samtökin hafa áratugalanga sögu um skipulagða glæpastarfsemi þar sem þau hafa náð að skjóta rótum. Grímur segir að ekkert bendi til þess að slíkum félögum sé að vaxa ásmegin eins og ráða má af fréttaflutningi þar sem bent er á tengsl Jóns Trausta og Sveins Gests Tryggvasonar, sem einnig er grunaður í málinu, við slík samtök. „Við erum alltaf að fylgjast með þessu og höfum aðeins þær upplýsingar sem á annað borð liggja fyrir okkur á lausu. En það er ekki þannig að þeim hafi verið að vaxa mikill fiskur um hrygg. Við reynum að fylgjast vel með því hvernig þessi samtök þróast og eflast eftir atvikum.“ Hingað til hefur erlendum félagsmönnum þessara mótorhjólaklúbba verið vísað frá við komuna til landsins. Grímur segir að það hafi dregið verulega úr því að menn á vegum mótorhjólasamtaka sem stunda skipulagða glæpastarfsemi venji komur sínar hingað til lands. Lögregla hafi náð vel utan um vandamálið þegar það kom upp fyrir um áratug og upprætt, þó auðvitað verði fylgst vel með áfram.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira