Farage undir rannsókn FBI vegna tengsla Trump við Rússland Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júní 2017 14:18 Nigel Farage. vísir/EPA Tengsl Nigel Farage, evrópuþingmanns og fyrrverandi leiðtoga UKIP í Bretlandi, við Donald Trump og möguleg samskipti starfsmanna hans við Rússland í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum eru til rannsóknar bandarísku alríkislögreglunnar FBI.The Guardian greinir frá en FBI rannsakar nú meint afskipti Rússlands af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Heimildarmenn Guardian segja að Farage hafi vakið athygli FBI vegna tengsla hans við einstaklinga verið er að rannsaka, starfsmönnum forsetaframboðs Trump sem og Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Farage heimsótti Assange í mars síðastliðnum en Wikileaks birti sem frægt er fjölda tölvupósta sem sköðuðu forsetaframboð Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Assange er grunaður um að hafa átt í samstarfi við Rússa í gegnum þriðju aðila. Evrópuþingmaðurinn umdeildi, sem spilaði stórt hlutverk í kosningabaráttunni í aðdraganda Brexit-kosninganna í Bretlandi síðastliðið sumar, er ekki grunaður um neitt misjafnt, né er hann miðpunktur rannsóknarinnar. Bandarískir rannsakendur telja þó líklegt að hann kunni að búa yfir upplýsingum sem hjálpað geti við rannsóknina. Donald Trump Tengdar fréttir Comey mun bera vitni hjá öldungadeildinni um samskipti sín við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku og staðfesta þar ásakanir þess efnis að Donald Tump, Bandaríkjaforseti, hafi þrýst á hann um að hætta rannsókn á meintum tengslum ráðgjafa forsetans við Rússa. 31. maí 2017 17:59 Lögfræðingur Donalds Trump neitar að veita upplýsingar í tengslum við Rússlandsrannsóknina Cohen sagðist hafa hafnað beiðninni vegna þess að hún hafi verið „of víðtæk“ og „ekki hafi verið hægt að svara henni.“ Þá mun Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, afhenda rannóknarnefnd þingsins skjöl í tengslum við rannsóknina á afskiptum Rússa af bandarískum stjórnmálum. 30. maí 2017 23:54 Hvíta húsið hætt að svara spurningum um Trump og Rússarannsóknina Hvíta húsið tilkynnti í dag að það væri hætt að svara spurningum fjölmiðla varðandi rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á meintum tengslum starfsmanna kosningabaráttu Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Rússa. 31. maí 2017 23:24 Clinton gagnrýndi Facebook og sagði falskar fréttir hafa orðið sér að falli Hillary Clinton gagnrýndi Facebook fyrir að eiga þátt í að dreifa fölksum fréttum sem að hennar sögn áttu sinn þátt í að hún tapaði forsetakosningunum fyrir Donald Trump í nóvember 2016. Þarna hafi því verið um "vopnavæðingu upplýsinga“ að ræða. 31. maí 2017 22:14 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Tengsl Nigel Farage, evrópuþingmanns og fyrrverandi leiðtoga UKIP í Bretlandi, við Donald Trump og möguleg samskipti starfsmanna hans við Rússland í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum eru til rannsóknar bandarísku alríkislögreglunnar FBI.The Guardian greinir frá en FBI rannsakar nú meint afskipti Rússlands af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Heimildarmenn Guardian segja að Farage hafi vakið athygli FBI vegna tengsla hans við einstaklinga verið er að rannsaka, starfsmönnum forsetaframboðs Trump sem og Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Farage heimsótti Assange í mars síðastliðnum en Wikileaks birti sem frægt er fjölda tölvupósta sem sköðuðu forsetaframboð Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Assange er grunaður um að hafa átt í samstarfi við Rússa í gegnum þriðju aðila. Evrópuþingmaðurinn umdeildi, sem spilaði stórt hlutverk í kosningabaráttunni í aðdraganda Brexit-kosninganna í Bretlandi síðastliðið sumar, er ekki grunaður um neitt misjafnt, né er hann miðpunktur rannsóknarinnar. Bandarískir rannsakendur telja þó líklegt að hann kunni að búa yfir upplýsingum sem hjálpað geti við rannsóknina.
Donald Trump Tengdar fréttir Comey mun bera vitni hjá öldungadeildinni um samskipti sín við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku og staðfesta þar ásakanir þess efnis að Donald Tump, Bandaríkjaforseti, hafi þrýst á hann um að hætta rannsókn á meintum tengslum ráðgjafa forsetans við Rússa. 31. maí 2017 17:59 Lögfræðingur Donalds Trump neitar að veita upplýsingar í tengslum við Rússlandsrannsóknina Cohen sagðist hafa hafnað beiðninni vegna þess að hún hafi verið „of víðtæk“ og „ekki hafi verið hægt að svara henni.“ Þá mun Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, afhenda rannóknarnefnd þingsins skjöl í tengslum við rannsóknina á afskiptum Rússa af bandarískum stjórnmálum. 30. maí 2017 23:54 Hvíta húsið hætt að svara spurningum um Trump og Rússarannsóknina Hvíta húsið tilkynnti í dag að það væri hætt að svara spurningum fjölmiðla varðandi rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á meintum tengslum starfsmanna kosningabaráttu Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Rússa. 31. maí 2017 23:24 Clinton gagnrýndi Facebook og sagði falskar fréttir hafa orðið sér að falli Hillary Clinton gagnrýndi Facebook fyrir að eiga þátt í að dreifa fölksum fréttum sem að hennar sögn áttu sinn þátt í að hún tapaði forsetakosningunum fyrir Donald Trump í nóvember 2016. Þarna hafi því verið um "vopnavæðingu upplýsinga“ að ræða. 31. maí 2017 22:14 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Comey mun bera vitni hjá öldungadeildinni um samskipti sín við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku og staðfesta þar ásakanir þess efnis að Donald Tump, Bandaríkjaforseti, hafi þrýst á hann um að hætta rannsókn á meintum tengslum ráðgjafa forsetans við Rússa. 31. maí 2017 17:59
Lögfræðingur Donalds Trump neitar að veita upplýsingar í tengslum við Rússlandsrannsóknina Cohen sagðist hafa hafnað beiðninni vegna þess að hún hafi verið „of víðtæk“ og „ekki hafi verið hægt að svara henni.“ Þá mun Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, afhenda rannóknarnefnd þingsins skjöl í tengslum við rannsóknina á afskiptum Rússa af bandarískum stjórnmálum. 30. maí 2017 23:54
Hvíta húsið hætt að svara spurningum um Trump og Rússarannsóknina Hvíta húsið tilkynnti í dag að það væri hætt að svara spurningum fjölmiðla varðandi rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á meintum tengslum starfsmanna kosningabaráttu Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Rússa. 31. maí 2017 23:24
Clinton gagnrýndi Facebook og sagði falskar fréttir hafa orðið sér að falli Hillary Clinton gagnrýndi Facebook fyrir að eiga þátt í að dreifa fölksum fréttum sem að hennar sögn áttu sinn þátt í að hún tapaði forsetakosningunum fyrir Donald Trump í nóvember 2016. Þarna hafi því verið um "vopnavæðingu upplýsinga“ að ræða. 31. maí 2017 22:14