Fékk fyrsta launaseðilinn sem NFL-leikmaður og fagnaði svona | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2017 13:00 Takk McKinley. Vísir/Samsett/Getty Einn af áhugaverðari nýliðum ameríska fótboltans á næstu leiktíð verður örugglega varnarmaðurinn Takkarist McKinley sem vanalega gengur undir nafninu Takk. Takkarist McKinley náði strax athygli bandarískra fjölmiðla þegar hann mætti upp á svið með mynd af látinni ömmu sinni þegar Atlanta Falcons valdi hann númer 26 í nýliðavalinu á dögunum. Takk McKinley hélt síðan hjartræma ræðu um það hvernig hann væri nú að uppfylla loforð sitt við gömlu konuna á dánarbeði hennar. McKinley átti erfitt með sig og það var ljóst að hann var lifa drauminn og ná að bjarga fjölskyldu sinni úr mikill fátækt. McKinley var líka orðinn ríkur maður. Atlanta Falcons samdi við strákinn og hann fær 10,2 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða einn milljarð íslenskra króna. Takk McKinley fékk strax meira en helminginn, alls 548 milljónir íslenskra króna, um leið og hann skrifaði undir. Viðbrögð hans þegar peningurinn kom inn á reikninginn slógu í gegn á samfélagsmiðlum. Þar sagðist hann vera þakklátur fyrir að fara úr því að vera bláfátækur í að verða milljónamæringur á einni nóttu. Þá bauð hann líka upp á óborganlegan dans sem má sjá hér.To see my family struggle everyday growing up and now I can help change that..YES I'M HAPPY! Don't worry I'll be this happy getting sacks pic.twitter.com/LckhYSEkQ8 — Takkarist McKinley (@Takk) June 1, 2017 Takk McKinley mun hafa það starf að reyna að fella leikstjórnendur mótherja Atlanta Falcons á komandi tíma og miðað við þennan dans þá er örugglega mörgum stuðningsmönnum Fálkanna örugglega farið að hlakka til að sjá hann fagna leikstjórnendafellunum sínum. NFL Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Einn af áhugaverðari nýliðum ameríska fótboltans á næstu leiktíð verður örugglega varnarmaðurinn Takkarist McKinley sem vanalega gengur undir nafninu Takk. Takkarist McKinley náði strax athygli bandarískra fjölmiðla þegar hann mætti upp á svið með mynd af látinni ömmu sinni þegar Atlanta Falcons valdi hann númer 26 í nýliðavalinu á dögunum. Takk McKinley hélt síðan hjartræma ræðu um það hvernig hann væri nú að uppfylla loforð sitt við gömlu konuna á dánarbeði hennar. McKinley átti erfitt með sig og það var ljóst að hann var lifa drauminn og ná að bjarga fjölskyldu sinni úr mikill fátækt. McKinley var líka orðinn ríkur maður. Atlanta Falcons samdi við strákinn og hann fær 10,2 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða einn milljarð íslenskra króna. Takk McKinley fékk strax meira en helminginn, alls 548 milljónir íslenskra króna, um leið og hann skrifaði undir. Viðbrögð hans þegar peningurinn kom inn á reikninginn slógu í gegn á samfélagsmiðlum. Þar sagðist hann vera þakklátur fyrir að fara úr því að vera bláfátækur í að verða milljónamæringur á einni nóttu. Þá bauð hann líka upp á óborganlegan dans sem má sjá hér.To see my family struggle everyday growing up and now I can help change that..YES I'M HAPPY! Don't worry I'll be this happy getting sacks pic.twitter.com/LckhYSEkQ8 — Takkarist McKinley (@Takk) June 1, 2017 Takk McKinley mun hafa það starf að reyna að fella leikstjórnendur mótherja Atlanta Falcons á komandi tíma og miðað við þennan dans þá er örugglega mörgum stuðningsmönnum Fálkanna örugglega farið að hlakka til að sjá hann fagna leikstjórnendafellunum sínum.
NFL Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira