Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2017 15:01 James Comey í sæti sínu í dag. James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, segir ástæðu þess að hann hafi ákveðið að glósa fundi sína með Donald Trump Bandaríkjaforseta vera þá að hann óttaðist að forsetinn myndi ljúga um hvað færi þeirra á milli. Þetta kom fram í máli Comey sem situr fyrir svörum frammi fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar þar sem hann lýsir samskiptum sínum við Trump. Allt frá því að Bandaríkjaforseti leysti Comey frá störfum í maí síðastliðnum hefur mikið verið rætt og ritað um minnisblöð fyrrverandi forstjórans. Blöðin þykja ekki síst merkileg í ljósi þess að Comey glósaði ekki fundi sína með forvera Trump en Comey var ráðinn forstjóri FBI í stjórnartíð Baracks Obama. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner spurði Comey í dag hvers vegna hann hafi tekið upp á því að glósa fundi hans með Trump.Sjá einnig: Bein útsending: Domey situr fyrir svörum þingnefndar„Það eru nokkrar ástæður fyrir því,“ sagði Comey. „Kringumstæðurnar, umræðuefnið og manneskjan sem ég átti samskipum við,“ bætti hann við. „Ég var í sannleika sagt áhyggjufullur um að hann [Trump] myndi ljúga um efni fundanna, svo ég hugsaði að það væri mikilvægt að skrásetja þá,“ sagði Comey í dag. „Mig grunaði að sá dagur myndi koma þar sem ég þyrfti heimildir fyrir því sem gerðist, ekki einungis til að verja mig heldur einnig FBI. Ég átti í samskiptum við Obama. Ég talaði þó einungis tvisvar við hann á þremur árum og skrásetti það ekki. Ég átti einkafund með [forsetanum George] Bush en mér leið ekki eins og ég þyrfti að skrifa það hjá mér,“ sagði hann ennfremur. „Mér finnst þetta mjög mikilvægt,“ sagði Warner að því loknu. Fylgjast má með vitnisburði Comey í beinni útsendingu hér. Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, segir ástæðu þess að hann hafi ákveðið að glósa fundi sína með Donald Trump Bandaríkjaforseta vera þá að hann óttaðist að forsetinn myndi ljúga um hvað færi þeirra á milli. Þetta kom fram í máli Comey sem situr fyrir svörum frammi fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar þar sem hann lýsir samskiptum sínum við Trump. Allt frá því að Bandaríkjaforseti leysti Comey frá störfum í maí síðastliðnum hefur mikið verið rætt og ritað um minnisblöð fyrrverandi forstjórans. Blöðin þykja ekki síst merkileg í ljósi þess að Comey glósaði ekki fundi sína með forvera Trump en Comey var ráðinn forstjóri FBI í stjórnartíð Baracks Obama. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner spurði Comey í dag hvers vegna hann hafi tekið upp á því að glósa fundi hans með Trump.Sjá einnig: Bein útsending: Domey situr fyrir svörum þingnefndar„Það eru nokkrar ástæður fyrir því,“ sagði Comey. „Kringumstæðurnar, umræðuefnið og manneskjan sem ég átti samskipum við,“ bætti hann við. „Ég var í sannleika sagt áhyggjufullur um að hann [Trump] myndi ljúga um efni fundanna, svo ég hugsaði að það væri mikilvægt að skrásetja þá,“ sagði Comey í dag. „Mig grunaði að sá dagur myndi koma þar sem ég þyrfti heimildir fyrir því sem gerðist, ekki einungis til að verja mig heldur einnig FBI. Ég átti í samskiptum við Obama. Ég talaði þó einungis tvisvar við hann á þremur árum og skrásetti það ekki. Ég átti einkafund með [forsetanum George] Bush en mér leið ekki eins og ég þyrfti að skrifa það hjá mér,“ sagði hann ennfremur. „Mér finnst þetta mjög mikilvægt,“ sagði Warner að því loknu. Fylgjast má með vitnisburði Comey í beinni útsendingu hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30