Er skjárinn að skelfa þig? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 9. júní 2017 00:00 Nýrri tækni fylgja tækifæri en líka áskoranir. Foreldrar standa frammi fyrir gjörbreyttu umhverfi og þurfa að huga að uppeldi á fleiri sviðum en áður. Skiljanlega vilja foreldrar leiðsögn, núna strax, en vandinn er sá að enn sem komið er er ekki til umfangsmikill rannsóknargrunnur að byggja á. Þó er unnið að því hörðum höndum í kapp við hraða tækniþróun og sífellt koma fram nýjar upplýsingar og aukin innsýn í heim bernskunnar á tækniöld. En þetta er snúin staða þar sem hraðinn er þess valdandi að um leið og nýjar upplýsingar birtast breytist landslagið.Mismunandi skjátími Bandarísku barnalæknasamtökin hafa nýlega endurskoðað viðmið um skjátíma og rýmkað tímann með þeim rökum að það skipti máli hvað er verið að gera með tækjunum, ekki bara hve lengi. Börn geta notað tækin í uppbyggilegum tilgangi og það tekur vissulega tíma, t.d. að sinna heimaverkefnum eða leita sér þekkingar, þróa færni o.s.frv. Nám fer líka fram í gegnum leik. Það sem þarf að horfa á í þessu samhengi er hvernig barninu vegnar og þá er gagnlegt fyrir foreldra að spyrja sig spurninga eins og: Er barnið mitt líkamlega heilbrigt og fær það nægan svefn? Á barnið mitt í góðum félagslegum tengslum við fjölskyldu og vini? Hvernig er námsáhugi og námsárangur? Hefur barnið áhuga á að ná árangri í námi? Stundar barnið mitt áhugamál eða sinnir tómstundum? Nýtur barnið sín með sinni miðlanotkun? Finnst því t.d. gaman og er það að læra eitthvað þegar það notar tækin? Ef svörin við þessum spurningum eru á jákvæðum nótum þá er barnið í góðum málum og rétt er að nefna að flest börn eru í góðum málum þó svo aukning hafi orðið í vandamálum tengdum skjánotkun samfara aukinni tækninotkun. En er þá engin ástæða til að hafa áhyggjur?Allur er varinn góður Vissulega ber að taka alvarlega vísbendingar um aukinn vanda barna og ungmenna í tengslum við tækninotkun. Aukinn fjöldi skjólstæðinga sálfræðinga og geðlækna með alvarlegan vanda í tengslum við net- og tækjanotkun er staðreynd sem ber að gefa gaum. Mikilvægt er fyrir foreldra að kynna sér vel þá pytti sem börn geta stigið í þegar þau fóta sig eftir tækniveginum svo hægt sé að varast þá. Eitt það mikilvægasta er að kenna börnum gagnrýna hugsun svo þau geti sjálf sett sér reglur og slegið varnagla. Einnig er mikilvægt að byggja upp traust í samskiptum svo líklegra sé að börn leiti til foreldra þegar þau lenda í vanda. En líkt og finna má fjölbreytni í skjátíma þá eru börn margbreytilegur hópur. Skjánotkun ungra barna fellur t.a.m. ekki undir sömu viðmið og þeirra sem eldri eru.Skjánotkun ungra barna Um þessar mundir vinnur SAFT í samstarfi menntavísindasvið HÍ og HA að rannsókn á miðlanotkun ungra barna. Barnakönnun fyrir 0 til 8 ára er farin af stað og er hún unnin að norrænni fyrirmynd. Gagnasöfnun er langt komin og ættu fyrstu niðurstöður að verða klárar næsta haust. Markmiðið er að framkvæma slíka könnun reglulega, helst með tveggja ára millibili, því það er mikilvægt að kortleggja þessa hluti. Sífellt yngri börn hafa greiðan aðgang að tækni. Einnig er unnið að könnun fyrir aldurshópinn 9 til 17 ára og þar er tekið mið af eldri SAFT könnunum og EU Kids Online og Global Kids Online könnunum. Sú könnun verður framkvæmd víða um Evrópu og í framhaldinu á heimsvísu næsta vetur.Foreldrar eru fyrirmyndir Ef foreldrar vilja að börn séu minna á netinu og í snjalltækjum þurfa þeir líka að spá í sína notkun og hvort þeir séu of mikið með nefið í tækjunum. Ný rannsókn bendir til að foreldrar sem sífellt tékka á farsímum gætu alið upp börn með styttri athyglisspönn. Þetta á eftir að skoða betur en vísbendingar eru fyrir hendi. Setja þarf einfaldar umgengnisreglur sem öll fjölskyldan fer eftir. Til dæmis um að hafa ekki síma eða tölvur við matarborðið, ekki í svefnherbergjum á háttatíma o.s.frv. Þetta er einfalt og gagnlegt og því fyrr sem viðmið eru sett því betra. Þá er ramminn skýr og uppalendur eru með áætlun. Rætt er um tækja- og netnotkun í Foreldrasáttmála Heimilis og skóla sem hvetur bekkjarforeldra til að sammælast um viðmið og hefur sáttmálinn reynst foreldrum og kennurum vel. Heilbrigð skynsemi er sjaldan ofmetin og einnig er mikilvægt að taka mið af aldri barna og forsendum til að höndla tæknina sem er iðulega hönnuð til að krækja í athygli. Verum óhrædd við að ala börnin okkar upp. Líka á netinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, sem stýrir SAFT netöryggisverkefninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýrri tækni fylgja tækifæri en líka áskoranir. Foreldrar standa frammi fyrir gjörbreyttu umhverfi og þurfa að huga að uppeldi á fleiri sviðum en áður. Skiljanlega vilja foreldrar leiðsögn, núna strax, en vandinn er sá að enn sem komið er er ekki til umfangsmikill rannsóknargrunnur að byggja á. Þó er unnið að því hörðum höndum í kapp við hraða tækniþróun og sífellt koma fram nýjar upplýsingar og aukin innsýn í heim bernskunnar á tækniöld. En þetta er snúin staða þar sem hraðinn er þess valdandi að um leið og nýjar upplýsingar birtast breytist landslagið.Mismunandi skjátími Bandarísku barnalæknasamtökin hafa nýlega endurskoðað viðmið um skjátíma og rýmkað tímann með þeim rökum að það skipti máli hvað er verið að gera með tækjunum, ekki bara hve lengi. Börn geta notað tækin í uppbyggilegum tilgangi og það tekur vissulega tíma, t.d. að sinna heimaverkefnum eða leita sér þekkingar, þróa færni o.s.frv. Nám fer líka fram í gegnum leik. Það sem þarf að horfa á í þessu samhengi er hvernig barninu vegnar og þá er gagnlegt fyrir foreldra að spyrja sig spurninga eins og: Er barnið mitt líkamlega heilbrigt og fær það nægan svefn? Á barnið mitt í góðum félagslegum tengslum við fjölskyldu og vini? Hvernig er námsáhugi og námsárangur? Hefur barnið áhuga á að ná árangri í námi? Stundar barnið mitt áhugamál eða sinnir tómstundum? Nýtur barnið sín með sinni miðlanotkun? Finnst því t.d. gaman og er það að læra eitthvað þegar það notar tækin? Ef svörin við þessum spurningum eru á jákvæðum nótum þá er barnið í góðum málum og rétt er að nefna að flest börn eru í góðum málum þó svo aukning hafi orðið í vandamálum tengdum skjánotkun samfara aukinni tækninotkun. En er þá engin ástæða til að hafa áhyggjur?Allur er varinn góður Vissulega ber að taka alvarlega vísbendingar um aukinn vanda barna og ungmenna í tengslum við tækninotkun. Aukinn fjöldi skjólstæðinga sálfræðinga og geðlækna með alvarlegan vanda í tengslum við net- og tækjanotkun er staðreynd sem ber að gefa gaum. Mikilvægt er fyrir foreldra að kynna sér vel þá pytti sem börn geta stigið í þegar þau fóta sig eftir tækniveginum svo hægt sé að varast þá. Eitt það mikilvægasta er að kenna börnum gagnrýna hugsun svo þau geti sjálf sett sér reglur og slegið varnagla. Einnig er mikilvægt að byggja upp traust í samskiptum svo líklegra sé að börn leiti til foreldra þegar þau lenda í vanda. En líkt og finna má fjölbreytni í skjátíma þá eru börn margbreytilegur hópur. Skjánotkun ungra barna fellur t.a.m. ekki undir sömu viðmið og þeirra sem eldri eru.Skjánotkun ungra barna Um þessar mundir vinnur SAFT í samstarfi menntavísindasvið HÍ og HA að rannsókn á miðlanotkun ungra barna. Barnakönnun fyrir 0 til 8 ára er farin af stað og er hún unnin að norrænni fyrirmynd. Gagnasöfnun er langt komin og ættu fyrstu niðurstöður að verða klárar næsta haust. Markmiðið er að framkvæma slíka könnun reglulega, helst með tveggja ára millibili, því það er mikilvægt að kortleggja þessa hluti. Sífellt yngri börn hafa greiðan aðgang að tækni. Einnig er unnið að könnun fyrir aldurshópinn 9 til 17 ára og þar er tekið mið af eldri SAFT könnunum og EU Kids Online og Global Kids Online könnunum. Sú könnun verður framkvæmd víða um Evrópu og í framhaldinu á heimsvísu næsta vetur.Foreldrar eru fyrirmyndir Ef foreldrar vilja að börn séu minna á netinu og í snjalltækjum þurfa þeir líka að spá í sína notkun og hvort þeir séu of mikið með nefið í tækjunum. Ný rannsókn bendir til að foreldrar sem sífellt tékka á farsímum gætu alið upp börn með styttri athyglisspönn. Þetta á eftir að skoða betur en vísbendingar eru fyrir hendi. Setja þarf einfaldar umgengnisreglur sem öll fjölskyldan fer eftir. Til dæmis um að hafa ekki síma eða tölvur við matarborðið, ekki í svefnherbergjum á háttatíma o.s.frv. Þetta er einfalt og gagnlegt og því fyrr sem viðmið eru sett því betra. Þá er ramminn skýr og uppalendur eru með áætlun. Rætt er um tækja- og netnotkun í Foreldrasáttmála Heimilis og skóla sem hvetur bekkjarforeldra til að sammælast um viðmið og hefur sáttmálinn reynst foreldrum og kennurum vel. Heilbrigð skynsemi er sjaldan ofmetin og einnig er mikilvægt að taka mið af aldri barna og forsendum til að höndla tæknina sem er iðulega hönnuð til að krækja í athygli. Verum óhrædd við að ala börnin okkar upp. Líka á netinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, sem stýrir SAFT netöryggisverkefninu.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun