Leitum enn að sigurformúlunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. júní 2017 06:00 Hausverkur. Heimir klórar sér í hausnum þessa dagana og reynir að finna út hvernig eigi að vinna hið firnasterka lið Króatíu. Vonandi verður hann búinn að finna sigurformúluna á morgun. vísir/ernir „Það er alltaf gaman að sjá þessa stráka hittast. Þeir njóta þess að vera með hver öðrum og það er frábært að vera í svoleiðis hóp,“ segir jákvæður landsliðsþjálfari Heimir Hallgrímsson í aðdraganda stóra leiksins gegn Króötum á morgun. Það er mikið undir hjá strákunum því takist þeim að leggja Króatana að velli þá komast þeir upp að hlið þeirra á toppi riðilsins. Þetta er síðasti leikur leikmannanna fyrir sumarfrí og er eitthvað öðruvísi að undirbúa leik við slíkar aðstæður?Skrítinn tími „Það er alltaf svolítið skrítið að fá hóp saman á þessum tíma. Sumir eru búnir með sitt mót fyrir þrem til fjórum vikum síðan og það hlýtur að vera erfitt að vera kominn í frí en samt ekki kominn í frí. Þetta er því oft erfiður tími og í ljósi þess vildum við ekki taka vináttuleik. Það hefur oft vantað áhuga í vináttuleikjum á þessum tíma. Við vildum því frekar gefa leikmönnum meiri slaka og hafa undirbúninginn aðeins afslappaðri og gefa leikmönnum aðeins meira frelsi.“ Heimir hefur engu að síður verið með stóran hluta hópsins á æfingum í nokkurn tíma sem hann segir vera dýrmætt. „Við erum gríðarlega sáttir við strákana að hafa tekið þátt í þessu með okkur. Þeir skynja líka mikilvægi þessa leiks og eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar,“ segir Heimir en lykilmenn í hópnum eru sumir hverjir í litlu leikformi. Til að mynda hefur Birkir Bjarnason ekki spilað fótboltaleik í rúma þrjá mánuði.Engar áhyggjur af leikformi „Í upphafi hafði ég þó nokkrar áhyggjur af því en eftir að hafa verið með hann hér í þrjár vikur hef ég engar áhyggjur af honum. Svo verður auðvitað að koma í ljós hvernig hann er inn á vellinum. Við þekkjum allir hugarfar Birkis og það er alltaf til fyrirmyndar. Auðvitað vill maður að allir leikmenn séu að spila alla leiki en það er bara í fullkomnum heimi. Við verðum bara að taka á stöðunni eins og hún er í staðinn fyrir að væla yfir henni, það þýðir ekkert.“ Heimir segir að allir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leikinn og að undirbúningur hafi verið eins og best verður á kosið. Leikmenn tala af bjartsýni og trúa því að nú sé komið að þeim að vinna gegn Króatíu.Tókum skref í rétta átt „Við förum í alla leiki með það hugarfar að vinna. Leikirnir við Króata hafa verið okkur erfiðir. Sérstaklega fyrstu tveir leikirnir þar sem þeir voru klárlega bara betri. Við töldum okkur hafa tekið fínt skref í rétta átt í síðasta leik. Þeir skora úr langskotum og flest færi þeirra eru skot fyrir utan. Sóknarleikurinn var samt vissulega fátæklegri á kostnað góðs varnarleiks. Við erum að læra af reynslunni og reynum að taka eitt skref í viðbót,“ segir Heimir en hann hefur engar áhyggjur af því að leikmenn hafi ekki trúna sem þarf gegn þessu sterka liði.Mikið sjálfstraust „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við förum í leiki fullir af sjálfstrausti og vitum að árangur okkar á heimavelli er góður. Við töpuðum ekki á móti þeim hér síðast. Á meðan hugarfar strákanna er eins og það er þá er ekkert til að hafa áhyggjur af. Við vitum samt líka að við getum átt stórfínan leik en samt tapað. Það er eðlilegt því þeir eru með heimsklassalið. Við erum alltaf að leita að sigurformúlunni og vonandi finnst hún núna.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
„Það er alltaf gaman að sjá þessa stráka hittast. Þeir njóta þess að vera með hver öðrum og það er frábært að vera í svoleiðis hóp,“ segir jákvæður landsliðsþjálfari Heimir Hallgrímsson í aðdraganda stóra leiksins gegn Króötum á morgun. Það er mikið undir hjá strákunum því takist þeim að leggja Króatana að velli þá komast þeir upp að hlið þeirra á toppi riðilsins. Þetta er síðasti leikur leikmannanna fyrir sumarfrí og er eitthvað öðruvísi að undirbúa leik við slíkar aðstæður?Skrítinn tími „Það er alltaf svolítið skrítið að fá hóp saman á þessum tíma. Sumir eru búnir með sitt mót fyrir þrem til fjórum vikum síðan og það hlýtur að vera erfitt að vera kominn í frí en samt ekki kominn í frí. Þetta er því oft erfiður tími og í ljósi þess vildum við ekki taka vináttuleik. Það hefur oft vantað áhuga í vináttuleikjum á þessum tíma. Við vildum því frekar gefa leikmönnum meiri slaka og hafa undirbúninginn aðeins afslappaðri og gefa leikmönnum aðeins meira frelsi.“ Heimir hefur engu að síður verið með stóran hluta hópsins á æfingum í nokkurn tíma sem hann segir vera dýrmætt. „Við erum gríðarlega sáttir við strákana að hafa tekið þátt í þessu með okkur. Þeir skynja líka mikilvægi þessa leiks og eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar,“ segir Heimir en lykilmenn í hópnum eru sumir hverjir í litlu leikformi. Til að mynda hefur Birkir Bjarnason ekki spilað fótboltaleik í rúma þrjá mánuði.Engar áhyggjur af leikformi „Í upphafi hafði ég þó nokkrar áhyggjur af því en eftir að hafa verið með hann hér í þrjár vikur hef ég engar áhyggjur af honum. Svo verður auðvitað að koma í ljós hvernig hann er inn á vellinum. Við þekkjum allir hugarfar Birkis og það er alltaf til fyrirmyndar. Auðvitað vill maður að allir leikmenn séu að spila alla leiki en það er bara í fullkomnum heimi. Við verðum bara að taka á stöðunni eins og hún er í staðinn fyrir að væla yfir henni, það þýðir ekkert.“ Heimir segir að allir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leikinn og að undirbúningur hafi verið eins og best verður á kosið. Leikmenn tala af bjartsýni og trúa því að nú sé komið að þeim að vinna gegn Króatíu.Tókum skref í rétta átt „Við förum í alla leiki með það hugarfar að vinna. Leikirnir við Króata hafa verið okkur erfiðir. Sérstaklega fyrstu tveir leikirnir þar sem þeir voru klárlega bara betri. Við töldum okkur hafa tekið fínt skref í rétta átt í síðasta leik. Þeir skora úr langskotum og flest færi þeirra eru skot fyrir utan. Sóknarleikurinn var samt vissulega fátæklegri á kostnað góðs varnarleiks. Við erum að læra af reynslunni og reynum að taka eitt skref í viðbót,“ segir Heimir en hann hefur engar áhyggjur af því að leikmenn hafi ekki trúna sem þarf gegn þessu sterka liði.Mikið sjálfstraust „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við förum í leiki fullir af sjálfstrausti og vitum að árangur okkar á heimavelli er góður. Við töpuðum ekki á móti þeim hér síðast. Á meðan hugarfar strákanna er eins og það er þá er ekkert til að hafa áhyggjur af. Við vitum samt líka að við getum átt stórfínan leik en samt tapað. Það er eðlilegt því þeir eru með heimsklassalið. Við erum alltaf að leita að sigurformúlunni og vonandi finnst hún núna.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira