„Ég skil vel að einhverjir hafi orðið sárir“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2017 12:11 Sigurður Ingi í pontu. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sumar hafa verið í loft þegar hann fór á fætur í morgun og að hann vonaðist að dagurinn yrði svipaður fyrir Framsóknarflokkinn. Þetta sagði hann í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú í dag. Hann sagði miðstjórnarfund vera góðan vettvang til að líta til baka, taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins yrði best náð. „Til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Segja hug okkar um það sem okkur finnst að betur megi fara.“ „Ég fyrir mitt leyti vill segja eftirfarandi. Þingflokkur Framsóknarflokksins er afar vel skipaður. Í honum eru tveir fyrrverandi forsætisráðherrar og þrír aðrir ráðherrar. Hinir þrír, sem ekki hafa gengt ráðherraembætti, ekki enn þá allavega, hafa mikla og góða reynslu af þingstörfum og innan okkar góða þingflokks eru einstaklingar sem hafa haft mikil og góð áhrif á samtímann á Íslandi. Sennilega meiri og betri en flestir aðrir stjórnmálamenn á síðari tímum.“ Sigurður sagði að ýmsum þætti „vanta upp á samstöðuna“ og það vera augljóst að menn séu ekki samstíga. Hann sagði það vera rétt. „Okkur vantar meiri og sterkari samstöðu í þingflokknum og það er sú krafa sem almennir félagsmenn eiga með réttu á okkur sem valin hafa verið til forystu í flokknum. Ég er tilbúinn til að vinna með öllum Framsóknarmönnum að því að auka veg og vanda flokksins og framfylgja stefnu hans.“ Þá sagði Sigurður að á síðasta kjörtímabili hefði verið lagður grunnur að „þeim lífskjarabata sem orðið hefur á Íslandi á undanförnum árum“. Það hefði gerst undir forystu Framsóknarflokksins og það mætti ekki gleymast.Sigmundur Davíð hlustar á ræðuna.Vísir/Einar„Ímyndið ykkur hvað við gætum gert núna ef auðnaðist að ganga í takt.“ Sigurður virtist senda Sigmundi Davíð og stuðningsmönnum hans tóninn þegar hann sagði að svo virtist sem að ekki væri öllum gefið að geta sætt sig við ákvarðanir flokksmanna sem teknar væru með lýðræðislegum hætti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð segir formannsskipti hvorki hafa verið lýðræðisleg né heiðarleg „Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa með hvaða augum sumir líta flokkinn okkar og ákvarðanir okkar flokksmanna. Þar segir einhver að rán hafi átt sér stað í haust og þeir sem á að hafa verið rænt frá fyrirgefi ekki slíkan gjörning. Ekki núna. Ekki seinna. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hefur verið viðhaft að minna tilefni.“ „Það sem ég spyr mig að, er þetta samvinnumaður sem talar svona. Þetta er ekki sérlega framsóknarleg nálgun og hvaða fyrirgefningu er verið að tala um? Við hvern á að segja sorry? Hinn almenna framsóknarmann, meirihluta fulltrúa á flokksþingi?“ Sigurður sagði að tekist hefði verið á á flokksþingi í haust og að svo virtist sem að sumir litu á niðurstöður þess þings sem einhvers konar svik við hluta flokksins. Að meirihlutinn hafi svikið minnihlutann. „Ég skil vel að einhverjir hafi orðið sárir og það taki tíma að heila þau sár og ég skil að það geti ekki allir verið ánægðir öllum stundum. Ég geri ekki kröfu um slíkt. En ég á erfitt með að skilja þá sem að gera óánægjuna að sínum helsta vin og félaga. Að mínu viti er það hvorki í eðli né anda Framsóknarflokksins að standa þannig að málum.“ Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sumar hafa verið í loft þegar hann fór á fætur í morgun og að hann vonaðist að dagurinn yrði svipaður fyrir Framsóknarflokkinn. Þetta sagði hann í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú í dag. Hann sagði miðstjórnarfund vera góðan vettvang til að líta til baka, taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins yrði best náð. „Til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Segja hug okkar um það sem okkur finnst að betur megi fara.“ „Ég fyrir mitt leyti vill segja eftirfarandi. Þingflokkur Framsóknarflokksins er afar vel skipaður. Í honum eru tveir fyrrverandi forsætisráðherrar og þrír aðrir ráðherrar. Hinir þrír, sem ekki hafa gengt ráðherraembætti, ekki enn þá allavega, hafa mikla og góða reynslu af þingstörfum og innan okkar góða þingflokks eru einstaklingar sem hafa haft mikil og góð áhrif á samtímann á Íslandi. Sennilega meiri og betri en flestir aðrir stjórnmálamenn á síðari tímum.“ Sigurður sagði að ýmsum þætti „vanta upp á samstöðuna“ og það vera augljóst að menn séu ekki samstíga. Hann sagði það vera rétt. „Okkur vantar meiri og sterkari samstöðu í þingflokknum og það er sú krafa sem almennir félagsmenn eiga með réttu á okkur sem valin hafa verið til forystu í flokknum. Ég er tilbúinn til að vinna með öllum Framsóknarmönnum að því að auka veg og vanda flokksins og framfylgja stefnu hans.“ Þá sagði Sigurður að á síðasta kjörtímabili hefði verið lagður grunnur að „þeim lífskjarabata sem orðið hefur á Íslandi á undanförnum árum“. Það hefði gerst undir forystu Framsóknarflokksins og það mætti ekki gleymast.Sigmundur Davíð hlustar á ræðuna.Vísir/Einar„Ímyndið ykkur hvað við gætum gert núna ef auðnaðist að ganga í takt.“ Sigurður virtist senda Sigmundi Davíð og stuðningsmönnum hans tóninn þegar hann sagði að svo virtist sem að ekki væri öllum gefið að geta sætt sig við ákvarðanir flokksmanna sem teknar væru með lýðræðislegum hætti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð segir formannsskipti hvorki hafa verið lýðræðisleg né heiðarleg „Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa með hvaða augum sumir líta flokkinn okkar og ákvarðanir okkar flokksmanna. Þar segir einhver að rán hafi átt sér stað í haust og þeir sem á að hafa verið rænt frá fyrirgefi ekki slíkan gjörning. Ekki núna. Ekki seinna. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hefur verið viðhaft að minna tilefni.“ „Það sem ég spyr mig að, er þetta samvinnumaður sem talar svona. Þetta er ekki sérlega framsóknarleg nálgun og hvaða fyrirgefningu er verið að tala um? Við hvern á að segja sorry? Hinn almenna framsóknarmann, meirihluta fulltrúa á flokksþingi?“ Sigurður sagði að tekist hefði verið á á flokksþingi í haust og að svo virtist sem að sumir litu á niðurstöður þess þings sem einhvers konar svik við hluta flokksins. Að meirihlutinn hafi svikið minnihlutann. „Ég skil vel að einhverjir hafi orðið sárir og það taki tíma að heila þau sár og ég skil að það geti ekki allir verið ánægðir öllum stundum. Ég geri ekki kröfu um slíkt. En ég á erfitt með að skilja þá sem að gera óánægjuna að sínum helsta vin og félaga. Að mínu viti er það hvorki í eðli né anda Framsóknarflokksins að standa þannig að málum.“
Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira