Áhætta fylgir því að nota Facebook frítt Tinni Sveinsson skrifar 23. maí 2017 18:00 Flestir virðast átta sig á að Facebook og Google vita gríðarlega mikið um þá og að gjaldmiðillinn fyrir notkun á þeirra þjónustu eru persónulegar upplýsingar ásamt greiningu á hegðun á netinu. En ekki allir gera sér grein fyrir mögulegri áhættu sem þessu fylgir. William Iven „Persónuleg gögn eru nýi gjaldmiðilinn, við notum Facebook frítt með því að gefa aðgang að okkar gögnum en það er áhætta sem því fylgir,” segir Hanna Ragnarsdóttir forritari hjá Marel og stjórnarkona í /sys/tur, félagi kvenna í tölvunarfræði innan HR. Hanna er ein þriggja fyrirlesara sem flytur fyrirlestur á hádegisfundi hjá SVEF á morgun sem fjallar um öryggi á vefnum en þar mun Hanna meðal annars fara yfir rannsókn sem unnin var í samstarfi við Oliver Lucket, sem er sérfræðingur um notkun gagna á samfélagsmiðlum. „Flestir virðast átta sig á að Facebook og Google vita gríðarlega mikið um þá og að gjaldmiðillinn fyrir notkun á þeirra þjónustu eru persónulegar upplýsingar ásamt greiningu á hegðun á netinu. En ekki allir gera sér grein fyrir mögulegri áhættu sem þessu fylgir," segir Hanna. „Að sjá auglýsingar á netinu sérsniðnar að þér sem markhópi er orðið daglegt brauð. Flestir eru orðnir vanir því að algrím samfélagsmiðla fylgir þér. En hættan við persónustuld ásamt stuld á lykilorðum eykst gríðarlega þar sem fólk gefur svo miklar upplýsingar frá sér sem hægt er að nýta í vafasömum tilgangi. Að auki er ákveðin samfélagsleg áhætta sem getur meðal annars haft áhrif á atvinnumöguleika, tryggingar, sambönd og svo framvegis ef fólk birtir eitthvað á netinu sem talist getur óviðeigandi.“ Á morgun munu Bergsteinn Karlsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Syndis, og Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, einnig flytja fyrirlestra um öryggismál. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér. Tækni Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
„Persónuleg gögn eru nýi gjaldmiðilinn, við notum Facebook frítt með því að gefa aðgang að okkar gögnum en það er áhætta sem því fylgir,” segir Hanna Ragnarsdóttir forritari hjá Marel og stjórnarkona í /sys/tur, félagi kvenna í tölvunarfræði innan HR. Hanna er ein þriggja fyrirlesara sem flytur fyrirlestur á hádegisfundi hjá SVEF á morgun sem fjallar um öryggi á vefnum en þar mun Hanna meðal annars fara yfir rannsókn sem unnin var í samstarfi við Oliver Lucket, sem er sérfræðingur um notkun gagna á samfélagsmiðlum. „Flestir virðast átta sig á að Facebook og Google vita gríðarlega mikið um þá og að gjaldmiðillinn fyrir notkun á þeirra þjónustu eru persónulegar upplýsingar ásamt greiningu á hegðun á netinu. En ekki allir gera sér grein fyrir mögulegri áhættu sem þessu fylgir," segir Hanna. „Að sjá auglýsingar á netinu sérsniðnar að þér sem markhópi er orðið daglegt brauð. Flestir eru orðnir vanir því að algrím samfélagsmiðla fylgir þér. En hættan við persónustuld ásamt stuld á lykilorðum eykst gríðarlega þar sem fólk gefur svo miklar upplýsingar frá sér sem hægt er að nýta í vafasömum tilgangi. Að auki er ákveðin samfélagsleg áhætta sem getur meðal annars haft áhrif á atvinnumöguleika, tryggingar, sambönd og svo framvegis ef fólk birtir eitthvað á netinu sem talist getur óviðeigandi.“ Á morgun munu Bergsteinn Karlsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Syndis, og Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, einnig flytja fyrirlestra um öryggismál. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.
Tækni Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira