Trump segir nauðsynlegt að uppræta hugmyndafræði hryðjuverka Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2017 19:41 Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa í dag vottað bresku þjóðinni samúð sína vegna fjöldamorðanna í Manchester og heitið henni stuðningi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að uppræta með öllu þá illu hugmyndafræði sem næri hryðjuverkamenn. Breska þjóðin er harmi slegin eftir fjöldamorðin í Manchester í gær. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hélt til Manchester að loknum fundi í neyðarnefnd stjórnvalda, Cobra, í morgun og ræddi þar við yfirmenn lögreglunnar í borginni. „Þetta er algerlega villimannsleg árás sem hefur átt sér stað. Að drepa ungt fólk á þennan hátt. Þetta er algert reiðarslag og hugur okkar og bænir verða að vera hjá fjölskyldum þeirra og vinum eftir þennan hræðilega harmleik sem hefur átt sér stað. Það er alveg á hreinu að lögreglan og öryggissveitirnar fái þau úrræði sem þau þurfa til að halda rannsókninni áfram og ég vil þakka öllum þeim sem koma að þessu máli, lögreglunni og öðrum viðbragðsaðilum, fyrir hvað þau brugðust stórkostlega við þessum hræðilega atburði,“ sagði May í dag. Nú beindist rannsóknin að því hvort fleiri en tilræðismaðurinn tengist morðunum. „Ég tek það líka skýrt fram að við munum ekki láta hryðjuverkamennina sigra. Gildi okkar munu halda velli,“ sagði May. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mætti í breska sendiráðið í París í dag ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra sínum til að votta bresku þjóðinni samhug Frakka og sýna þeim stuðning. „Eftir árásina sem var gerð í Manchester í gærkvöldi er alveg ljóst að það er öll Evrópa, hin frjálsa Evrópa, sem ráðist var á. Ráðist hefur verið á hjarta evrópskra og breskra ungmenna,“ sagði forseti Frakklands. Um alla Evrópu, Rússland og víðast hvar um heim hefur fólk lagt blóm að sendiráðsbyggingum Breta. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði fréttirnar frá Manchester hræðilegar. „Þessi hryðjuverkaárás mun aðeins styrkja þann ásetning okkar að halda áfram að vinna með breskum vinum okkar gegn þeim sem skipuleggja og fremja slík grimmileg illvirki. Ég fullvissa bresku þjóðina: Þýskaland stendur við hlið ykkar,“ sagði Merkel. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjamenn standa heila við hlið Breta og kallaði tilræðismanninn eða mennina illa innrætta tapara „Það verður að hrekja hryðjuverkamennina og öfgamennina og þá sem aðstoða þá samfélagi okkar fyrir fullt og allt. Það verður að uppræta þessa illu hugmyndafræði og ég meina uppræta algerlega,“ sagði Trump. Donald Trump Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Utanríkisráðherra: „Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ Utanríkisráðherra: "Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ 23. maí 2017 10:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa í dag vottað bresku þjóðinni samúð sína vegna fjöldamorðanna í Manchester og heitið henni stuðningi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að uppræta með öllu þá illu hugmyndafræði sem næri hryðjuverkamenn. Breska þjóðin er harmi slegin eftir fjöldamorðin í Manchester í gær. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hélt til Manchester að loknum fundi í neyðarnefnd stjórnvalda, Cobra, í morgun og ræddi þar við yfirmenn lögreglunnar í borginni. „Þetta er algerlega villimannsleg árás sem hefur átt sér stað. Að drepa ungt fólk á þennan hátt. Þetta er algert reiðarslag og hugur okkar og bænir verða að vera hjá fjölskyldum þeirra og vinum eftir þennan hræðilega harmleik sem hefur átt sér stað. Það er alveg á hreinu að lögreglan og öryggissveitirnar fái þau úrræði sem þau þurfa til að halda rannsókninni áfram og ég vil þakka öllum þeim sem koma að þessu máli, lögreglunni og öðrum viðbragðsaðilum, fyrir hvað þau brugðust stórkostlega við þessum hræðilega atburði,“ sagði May í dag. Nú beindist rannsóknin að því hvort fleiri en tilræðismaðurinn tengist morðunum. „Ég tek það líka skýrt fram að við munum ekki láta hryðjuverkamennina sigra. Gildi okkar munu halda velli,“ sagði May. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mætti í breska sendiráðið í París í dag ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra sínum til að votta bresku þjóðinni samhug Frakka og sýna þeim stuðning. „Eftir árásina sem var gerð í Manchester í gærkvöldi er alveg ljóst að það er öll Evrópa, hin frjálsa Evrópa, sem ráðist var á. Ráðist hefur verið á hjarta evrópskra og breskra ungmenna,“ sagði forseti Frakklands. Um alla Evrópu, Rússland og víðast hvar um heim hefur fólk lagt blóm að sendiráðsbyggingum Breta. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði fréttirnar frá Manchester hræðilegar. „Þessi hryðjuverkaárás mun aðeins styrkja þann ásetning okkar að halda áfram að vinna með breskum vinum okkar gegn þeim sem skipuleggja og fremja slík grimmileg illvirki. Ég fullvissa bresku þjóðina: Þýskaland stendur við hlið ykkar,“ sagði Merkel. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjamenn standa heila við hlið Breta og kallaði tilræðismanninn eða mennina illa innrætta tapara „Það verður að hrekja hryðjuverkamennina og öfgamennina og þá sem aðstoða þá samfélagi okkar fyrir fullt og allt. Það verður að uppræta þessa illu hugmyndafræði og ég meina uppræta algerlega,“ sagði Trump.
Donald Trump Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Utanríkisráðherra: „Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ Utanríkisráðherra: "Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ 23. maí 2017 10:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58
Utanríkisráðherra: „Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ Utanríkisráðherra: "Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ 23. maí 2017 10:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent