Eftirsjá að trjálundi sem víkur fyrir nýjum blokkum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2017 15:45 Það eina sem eftir er af trjálundinum er röndin meðfram Miklubraut. Vísir/Stefán Íbúar í Smáíbúðahverfinu, sem og áhugamenn um garðyrkju og skógrækt, sjá nú mjög eftir trjálundi við Sogaveg 72-75 sem högginn var niður til þess að rýma fyrir fyrirhugðum blokkum sem reisa á á svæðinu. Trjálundurinn stóð við Vonarland, íbúðarhúsnæði Ingvars Helgasonar og konu hans Sigríðar Guðmundsdóttur, sem áttu og ráku bílasöluna Ingvar Helgason. Keyptu þau hjón lóðina árið 1960 og hófu skógrækt. Þótti lundurinn mikil hverfisprýði. „Mér sárnaði að sjá þennan stóra og fallega skógarreit sem lögð hefur verið mikil alúð við að rækta í hálfa öld bara felldan með öllu,“ segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og íbúi í hverfinu.Hér má sjá loftmynd af lundinum.Vakti hann athygli á því að lundurinn væri horfinn í Facebook-hópnum Ræktaðu garðinn - Garðyrkjuráðgjöf þar sem fram hafa farið heitar umræður um málið. Ljóst er að mikilllar eftirsjár gætir eftir lundinum. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi liggur fyrir að rífa á tvö hús á lóðunum sem um ræðir og byggja tvö fjölbýlishús með allt að 49 íbúðum á þremur hæðum. Deiliskipulagstillagan var samþykkt í borgarráði 19. janúar, að undangenginni auglýsingu.„Lundurinn þjónaði mjög góðum tilgangi til þess að vera búsvæði fugla, að gleypa í sig svifrykið frá umferðinni og dempa allan hávaðann frá umferðinni. Það er það sem fyrst og fremst skaðinn,“ segir Aðalsteinn. Lundurinn lá á milli Sogavegar og Miklubrautar en skilin hefur verið eftir ein trjárönd, næst Miklubrautinni. Óttast Aðalsteinn að trjálundurinn hafi verið grisjaður of skarpt og að þau tré sem skilin voru eftir muni ekki verða langlíf.Í deiliskipulagstillögunni sem samþykkt var segir að „[R]eynt verður að varðveita núverandi gróður á lóð, sem framast er unnt, svo ásýnd breytist sem minnst og notagildi gróðursins sem vern gögn gegn svifryki og hávaða skerðist ekki.“ Aðalsteinn gefur lítið fyrir þetta enda sé ljóst að lundurinn sé meira og minna horfinn.Svona eiga fyrirhugaðar blokkir að líta út.Mynd/THG arkitektar„Þessu var öllu rutt niður. Ég veit ekki hvort að það hafi verið hugmyndin frá upphafi. Það er fóðrað þannig í deiliskipulagstilögunni að það eigi að passa vel upp á þetta en það er ekki gert,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn gagnrýnir að verið sé að fórna grænum svæðum í höfuðborginni í nafni þéttingar byggðar, jafn góðrar gjalda verð og hún sé.„Það eru svo fáir svona trjálundir inn í höfuðborginni. Það þarf að halda í þessa fáu sem eru eftir í stað þess að böðlast áfram og reisa á þessum lóðum blokkir í nafni þéttingu byggðar, þó ég hafi ekkert á móti þéttingu byggðar. Manni finnst eins og þetta sé alltaf niðurstaðan, að ráðast á grænu svæðin fyrst.“ Garðyrkja Skipulag Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Íbúar í Smáíbúðahverfinu, sem og áhugamenn um garðyrkju og skógrækt, sjá nú mjög eftir trjálundi við Sogaveg 72-75 sem högginn var niður til þess að rýma fyrir fyrirhugðum blokkum sem reisa á á svæðinu. Trjálundurinn stóð við Vonarland, íbúðarhúsnæði Ingvars Helgasonar og konu hans Sigríðar Guðmundsdóttur, sem áttu og ráku bílasöluna Ingvar Helgason. Keyptu þau hjón lóðina árið 1960 og hófu skógrækt. Þótti lundurinn mikil hverfisprýði. „Mér sárnaði að sjá þennan stóra og fallega skógarreit sem lögð hefur verið mikil alúð við að rækta í hálfa öld bara felldan með öllu,“ segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og íbúi í hverfinu.Hér má sjá loftmynd af lundinum.Vakti hann athygli á því að lundurinn væri horfinn í Facebook-hópnum Ræktaðu garðinn - Garðyrkjuráðgjöf þar sem fram hafa farið heitar umræður um málið. Ljóst er að mikilllar eftirsjár gætir eftir lundinum. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi liggur fyrir að rífa á tvö hús á lóðunum sem um ræðir og byggja tvö fjölbýlishús með allt að 49 íbúðum á þremur hæðum. Deiliskipulagstillagan var samþykkt í borgarráði 19. janúar, að undangenginni auglýsingu.„Lundurinn þjónaði mjög góðum tilgangi til þess að vera búsvæði fugla, að gleypa í sig svifrykið frá umferðinni og dempa allan hávaðann frá umferðinni. Það er það sem fyrst og fremst skaðinn,“ segir Aðalsteinn. Lundurinn lá á milli Sogavegar og Miklubrautar en skilin hefur verið eftir ein trjárönd, næst Miklubrautinni. Óttast Aðalsteinn að trjálundurinn hafi verið grisjaður of skarpt og að þau tré sem skilin voru eftir muni ekki verða langlíf.Í deiliskipulagstillögunni sem samþykkt var segir að „[R]eynt verður að varðveita núverandi gróður á lóð, sem framast er unnt, svo ásýnd breytist sem minnst og notagildi gróðursins sem vern gögn gegn svifryki og hávaða skerðist ekki.“ Aðalsteinn gefur lítið fyrir þetta enda sé ljóst að lundurinn sé meira og minna horfinn.Svona eiga fyrirhugaðar blokkir að líta út.Mynd/THG arkitektar„Þessu var öllu rutt niður. Ég veit ekki hvort að það hafi verið hugmyndin frá upphafi. Það er fóðrað þannig í deiliskipulagstilögunni að það eigi að passa vel upp á þetta en það er ekki gert,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn gagnrýnir að verið sé að fórna grænum svæðum í höfuðborginni í nafni þéttingar byggðar, jafn góðrar gjalda verð og hún sé.„Það eru svo fáir svona trjálundir inn í höfuðborginni. Það þarf að halda í þessa fáu sem eru eftir í stað þess að böðlast áfram og reisa á þessum lóðum blokkir í nafni þéttingu byggðar, þó ég hafi ekkert á móti þéttingu byggðar. Manni finnst eins og þetta sé alltaf niðurstaðan, að ráðast á grænu svæðin fyrst.“
Garðyrkja Skipulag Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira