Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2017 23:27 Jared Kushner og Donald Trump. Vísir/EPA Tengdasonur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem jafnframt er einn af ráðgjöfum hans, er einn þeirra sem er til skoðunar hjá alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, vegna rannsóknar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Tengdasonurinn er hinn 36 ára gami Jared Kushner en bandaríska dagblaðið The Washington Post segir FBI einblína á nokkra fundi sem Kushner hélt með sendiherra Rússlands og stjóra rússneska ríkisbankans Vnesheconombank í desember síðastliðnum. Washington Post sagði frá því í síðustu viku að náinn ráðgjafi Trump væri til rannsóknar vegna afskipta Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum, en nefndi ekki Kushner í því samhengi. FBI beinir einnig sjónum sínum á fyrrverandi öryggisráðgjafa Trump, Michael Flynn, og Paul Manafort, sem stýrði framboði Donald Trump. Washington Post tekur fram að Kushner hafi ekki verið sakaður um afbrot, en hann sé engu að síður sá aðili sem fái mesta athygli frá FBI við þessa rannsókn. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Washington Post segir Kushner hafa hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa, í New York snemma í desember síðastliðnum, og hafi seinna sent undirmann sinn á fund með Kislyak. Michael Flynn á einnig að hafa verið á þessum fundi snemma í desember. Síðar í sama mánuði á Flynn að hafa hringt í Kislyak til að ræða þvingunaraðgerðir Bandaríkjamanna gegn Rússum. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Donald Trump Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Varaði Rússa við afskiptum af kosningum Fyrrverandi yfirmaður CIA sagði það vera ljóst síðasta sumar að Rússar væru að skipta sér af. 23. maí 2017 14:55 Trump þvertekur fyrir að hafa beðið yfirmann FBI um að hætta rannsókn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar því að hafa nokkru sinni farið fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, að sá síðarnefndi myndi benda á rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 18. maí 2017 21:22 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Tengdasonur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem jafnframt er einn af ráðgjöfum hans, er einn þeirra sem er til skoðunar hjá alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, vegna rannsóknar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Tengdasonurinn er hinn 36 ára gami Jared Kushner en bandaríska dagblaðið The Washington Post segir FBI einblína á nokkra fundi sem Kushner hélt með sendiherra Rússlands og stjóra rússneska ríkisbankans Vnesheconombank í desember síðastliðnum. Washington Post sagði frá því í síðustu viku að náinn ráðgjafi Trump væri til rannsóknar vegna afskipta Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum, en nefndi ekki Kushner í því samhengi. FBI beinir einnig sjónum sínum á fyrrverandi öryggisráðgjafa Trump, Michael Flynn, og Paul Manafort, sem stýrði framboði Donald Trump. Washington Post tekur fram að Kushner hafi ekki verið sakaður um afbrot, en hann sé engu að síður sá aðili sem fái mesta athygli frá FBI við þessa rannsókn. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Washington Post segir Kushner hafa hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa, í New York snemma í desember síðastliðnum, og hafi seinna sent undirmann sinn á fund með Kislyak. Michael Flynn á einnig að hafa verið á þessum fundi snemma í desember. Síðar í sama mánuði á Flynn að hafa hringt í Kislyak til að ræða þvingunaraðgerðir Bandaríkjamanna gegn Rússum. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.
Donald Trump Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Varaði Rússa við afskiptum af kosningum Fyrrverandi yfirmaður CIA sagði það vera ljóst síðasta sumar að Rússar væru að skipta sér af. 23. maí 2017 14:55 Trump þvertekur fyrir að hafa beðið yfirmann FBI um að hætta rannsókn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar því að hafa nokkru sinni farið fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, að sá síðarnefndi myndi benda á rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 18. maí 2017 21:22 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14
Varaði Rússa við afskiptum af kosningum Fyrrverandi yfirmaður CIA sagði það vera ljóst síðasta sumar að Rússar væru að skipta sér af. 23. maí 2017 14:55
Trump þvertekur fyrir að hafa beðið yfirmann FBI um að hætta rannsókn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar því að hafa nokkru sinni farið fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, að sá síðarnefndi myndi benda á rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 18. maí 2017 21:22