Sagði Viðreisn berjast gegn sérhagsmunum allra, líka vina sinna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2017 20:48 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, í pontu í kvöld. Vísir/stefán Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, lagði áherslu á mikilvægi alþjóðasamstarfs í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði meðal annars að þjóðin hefði á árum áður verið heppin að hafa framsækna leiðtoga í stjórnmálum sem hefðu þorað að leiða Íslendinga til þátttöku í alþjóðasamstarfi. Nú væri hins vegar sagt að freki karlinn réði en hann vildi engu breyta og þóttist vita allt. Þá sagði hann að reynt hefði á slagorð Viðreisnar, „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum,“ í stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. „Undanfarna daga höfum við Íslendingar verið minntir rækilega á gildi frjálsrar samkeppni og alþjóðavæðingar til þess að bæta lífskjör okkar. Samt sjáum við á hverjum degi fjölmarga berjast gegn tímans þunga nið, þeir ríghalda í allt sem gamalt er og formæla breytingum, þó að þær horfi til heilla,“ sagði Benedikt í upphafi ræðu sinnar og minnti svo aðild Íslendinga að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, NATO og Evrópska efnahagssvæðinu og hvaða þýðingu þessar alþjóðastofnanir hefðu haft fyrir land og þjóð. Þá ræddi hann myntsamstarf og hvað það gæti leitt af sér. „Ég tel lítinn vafa á því að myntsamstarf þar sem gengi krónunnar væri bundið við evru myndi leiða til þess að útflutningsatvinnugreinar okkar, til dæmis hugbúnaðargerð, tæknifyrirtæki, sjávarútvegur og ferðaþjónusta, stæðu miklu betur en raun ber vitni.“„Núna segjum við: Freki karlinn ræður“Fjármálaráðherra sagði síðan að svo virtist sem það væri stundum náttúrulögmál að engu mætti breyta í samfélaginu. Í þessu samhengi minntist hann á þingmanninn Vilmund Gylfason sem talaði á sínum tíma um varðhunda valdsins og sagði svo: „Þorgeir heitinn Kjartansson, vinur minn, skrifaði örsöguna Menn: „Menn skiptast í tvennt: harmavalda og gæfusmiði. Harmavaldarnir eru ágengir metnaðarfullir og stjórnsamir. Gæfusmiðirnir eru fjölbreytilegir og hógværir. Nánar þarf ekki að lýsa þeim. Ljósti af einhverri ástæðu saman harmavaldi og gæfusmiði þá hugsar gæfusmiðurinn sem svo: Eins og Platón lít ég svo á að illskárra sé að vera kúgaður en að kúga. Íslendingar orðuðu þetta fyrrum svofelldlega: Sá vægir sem vitið hefur meira.“ Núna segjum við: Freki karlinn ræður. Freki karlinn sem engu vill breyta og allt þykist vita. Hann segir: „Þó að allt stefni í óefni skulum við aldrei, aldrei víkja frá þeirri stefnu sem ég hef ákveðið að sé rétt.“ En nú eru nýir tímar og ég segi: Köstum af okkur fjötrum fortíðarinnar, verum óhrædd við að hugsa málin upp á nýtt.“ Benedikt sagði síðan að oftar en einu sinni í stjórnarsamstarfinu hefði reynt á slagorð Viðreisnar, „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“ Það hefði til að mynda reynt á það í kjaradeilu sjómanna og hvað varðaði hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna. Hann sagði það ekki aðeins sanngjarnt að stærsta atvinnugreinin væri í sama rekstrarumhverfi og aðrar greinar heldur gæfi breytingin líka svigrúm til að lækka almennt þrep virðisaukaskatts. „Sanngirni er ekki einu rökin, því að breyting á virðisaukaskatti mun bæði gefa færi á að lækka almennt þrep skattsins, almenningi til hagsbóta, og hægja á vextinum á fjölda ferðamanna til landsins. Þessi hraði vöxtur veldur því að krónan hefur styrkst svo mjög að hún ógnar hag allra útflutningsgreina í landinu. Samkeppnishæfni greina verður aldrei tryggð með mismunandi skattareglum heldur með því að skapa heilbrigt rekstrarumhverfi fyrir allar greinar. Allir gleðjast yfir því þegar vel gengur í ferðaþjónustu. En ef Viðreisn vill vera sjálfri sér samkvæm berst hún gegn sérhagsmunum allra, líka vina sinna,“ sagði fjármálaráðherra á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Sagði andúð vinstri manna á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu „furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. 29. maí 2017 20:13 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, lagði áherslu á mikilvægi alþjóðasamstarfs í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði meðal annars að þjóðin hefði á árum áður verið heppin að hafa framsækna leiðtoga í stjórnmálum sem hefðu þorað að leiða Íslendinga til þátttöku í alþjóðasamstarfi. Nú væri hins vegar sagt að freki karlinn réði en hann vildi engu breyta og þóttist vita allt. Þá sagði hann að reynt hefði á slagorð Viðreisnar, „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum,“ í stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. „Undanfarna daga höfum við Íslendingar verið minntir rækilega á gildi frjálsrar samkeppni og alþjóðavæðingar til þess að bæta lífskjör okkar. Samt sjáum við á hverjum degi fjölmarga berjast gegn tímans þunga nið, þeir ríghalda í allt sem gamalt er og formæla breytingum, þó að þær horfi til heilla,“ sagði Benedikt í upphafi ræðu sinnar og minnti svo aðild Íslendinga að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, NATO og Evrópska efnahagssvæðinu og hvaða þýðingu þessar alþjóðastofnanir hefðu haft fyrir land og þjóð. Þá ræddi hann myntsamstarf og hvað það gæti leitt af sér. „Ég tel lítinn vafa á því að myntsamstarf þar sem gengi krónunnar væri bundið við evru myndi leiða til þess að útflutningsatvinnugreinar okkar, til dæmis hugbúnaðargerð, tæknifyrirtæki, sjávarútvegur og ferðaþjónusta, stæðu miklu betur en raun ber vitni.“„Núna segjum við: Freki karlinn ræður“Fjármálaráðherra sagði síðan að svo virtist sem það væri stundum náttúrulögmál að engu mætti breyta í samfélaginu. Í þessu samhengi minntist hann á þingmanninn Vilmund Gylfason sem talaði á sínum tíma um varðhunda valdsins og sagði svo: „Þorgeir heitinn Kjartansson, vinur minn, skrifaði örsöguna Menn: „Menn skiptast í tvennt: harmavalda og gæfusmiði. Harmavaldarnir eru ágengir metnaðarfullir og stjórnsamir. Gæfusmiðirnir eru fjölbreytilegir og hógværir. Nánar þarf ekki að lýsa þeim. Ljósti af einhverri ástæðu saman harmavaldi og gæfusmiði þá hugsar gæfusmiðurinn sem svo: Eins og Platón lít ég svo á að illskárra sé að vera kúgaður en að kúga. Íslendingar orðuðu þetta fyrrum svofelldlega: Sá vægir sem vitið hefur meira.“ Núna segjum við: Freki karlinn ræður. Freki karlinn sem engu vill breyta og allt þykist vita. Hann segir: „Þó að allt stefni í óefni skulum við aldrei, aldrei víkja frá þeirri stefnu sem ég hef ákveðið að sé rétt.“ En nú eru nýir tímar og ég segi: Köstum af okkur fjötrum fortíðarinnar, verum óhrædd við að hugsa málin upp á nýtt.“ Benedikt sagði síðan að oftar en einu sinni í stjórnarsamstarfinu hefði reynt á slagorð Viðreisnar, „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“ Það hefði til að mynda reynt á það í kjaradeilu sjómanna og hvað varðaði hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna. Hann sagði það ekki aðeins sanngjarnt að stærsta atvinnugreinin væri í sama rekstrarumhverfi og aðrar greinar heldur gæfi breytingin líka svigrúm til að lækka almennt þrep virðisaukaskatts. „Sanngirni er ekki einu rökin, því að breyting á virðisaukaskatti mun bæði gefa færi á að lækka almennt þrep skattsins, almenningi til hagsbóta, og hægja á vextinum á fjölda ferðamanna til landsins. Þessi hraði vöxtur veldur því að krónan hefur styrkst svo mjög að hún ógnar hag allra útflutningsgreina í landinu. Samkeppnishæfni greina verður aldrei tryggð með mismunandi skattareglum heldur með því að skapa heilbrigt rekstrarumhverfi fyrir allar greinar. Allir gleðjast yfir því þegar vel gengur í ferðaþjónustu. En ef Viðreisn vill vera sjálfri sér samkvæm berst hún gegn sérhagsmunum allra, líka vina sinna,“ sagði fjármálaráðherra á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld.
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Sagði andúð vinstri manna á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu „furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. 29. maí 2017 20:13 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45
Sagði andúð vinstri manna á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu „furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. 29. maí 2017 20:13
Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent