Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Atli Ísleifsson skrifar 10. maí 2017 08:48 James Comey. Vísir/AFP Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að reka James B. Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, í gær. Sumir telja brottreksturinn nauðsynlegan á meðan aðrir telja að ákvörðunina megi rekja til yfirstandandi rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Comey var að ræða við starfsmenn FBI á skrifstofum þess í Los Angeles þegar tilkynnt var um brottreksturinn á sjónvarpsstöðvum. Í frétt New York Times á Comey að hafa hlegið og sagt þetta vara ansi sniðugan brandara, en skömmu síðar barst Comey uppsagnarbréfið frá Trump forseta. Trump hefur haft horn í síðu Comey sem hefur áður hafnað ásökunum Trump að Obama hafi hlerað hann í kosningabaráttunni. Ákvörðunin um að reka Comey kemur engu að síður nokkuð á óvart, en þetta er einungis í annað sinn í sögu FBI þar sem yfirmaður stofnunarinnar er látinn taka poka sinn. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í gær að það hafi verið dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sem að ráðlagði Trump í bréfi að láta Comey fara. Sagði Sessions að nauðsynlegt væri að finna mann til að stýra FBI sem myndi auka tiltrú á stofnuninni. Fyrrverandi alríkissaksókarinn í District of Columbia, Joe DiGenova, segist í viðtali við Fox News styðja ákvörðun forsetans. „James Comey átti skilið að verða rekinn. Hann var yfirmaður FBI sem hagaði sér eins og ríkissaksóknari eða meira að segja forseti Bandaríkjanna. Hann braut allar reglur sem til eru í dómsmálaráðuneytinu varðandi hvernig rannsakendur eigi að haga sér,“ segir DiGenova.Naut vinsælda Brottreksturinn hefur þó einnig verið harðlega gagnrýndur þar sem mikið er rætt um raunverulegar ástæður brottrekstursins. Eftir hefur verið tekið að Comey hafi staðið uppi í hárinu á forsetanum, en hann ku njóta vinsælda innan FBI og njóta virðingar utan hennar. FBI rannsakar nú ásakanir um möguleg samskipti rússneskra stjórnvalda og manna innan kosningaliðs Trump á meðan á kosningabaráttunni stóð. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni, segir brottreksturinn vekja miklar spurningar um með hvaða hætti Hvíta húsið skipti sér af sakamálum sem eru til rannsóknar. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segir forsetann hafa gert mikil mistök og að brottreksturinn veki spurningar. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, er sammála og segir tímasetninguna og rökstuðninginn vera áhyggjuefni. Comey var skipaður í embætti árið 2013 af þáverandi forseta, Barack Obama, til tíu ára. Donald Trump Tengdar fréttir Hillary segir að tíu síðustu dagar kosningabaráttunnar hafi skipt sköpum Hillary Clinton segist hafa gert mistök en kennir Bandarísku alríkislögreglunni FBI og afskiptum Rússa um hvernig fór. 3. maí 2017 09:00 Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að reka James B. Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, í gær. Sumir telja brottreksturinn nauðsynlegan á meðan aðrir telja að ákvörðunina megi rekja til yfirstandandi rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Comey var að ræða við starfsmenn FBI á skrifstofum þess í Los Angeles þegar tilkynnt var um brottreksturinn á sjónvarpsstöðvum. Í frétt New York Times á Comey að hafa hlegið og sagt þetta vara ansi sniðugan brandara, en skömmu síðar barst Comey uppsagnarbréfið frá Trump forseta. Trump hefur haft horn í síðu Comey sem hefur áður hafnað ásökunum Trump að Obama hafi hlerað hann í kosningabaráttunni. Ákvörðunin um að reka Comey kemur engu að síður nokkuð á óvart, en þetta er einungis í annað sinn í sögu FBI þar sem yfirmaður stofnunarinnar er látinn taka poka sinn. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í gær að það hafi verið dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sem að ráðlagði Trump í bréfi að láta Comey fara. Sagði Sessions að nauðsynlegt væri að finna mann til að stýra FBI sem myndi auka tiltrú á stofnuninni. Fyrrverandi alríkissaksókarinn í District of Columbia, Joe DiGenova, segist í viðtali við Fox News styðja ákvörðun forsetans. „James Comey átti skilið að verða rekinn. Hann var yfirmaður FBI sem hagaði sér eins og ríkissaksóknari eða meira að segja forseti Bandaríkjanna. Hann braut allar reglur sem til eru í dómsmálaráðuneytinu varðandi hvernig rannsakendur eigi að haga sér,“ segir DiGenova.Naut vinsælda Brottreksturinn hefur þó einnig verið harðlega gagnrýndur þar sem mikið er rætt um raunverulegar ástæður brottrekstursins. Eftir hefur verið tekið að Comey hafi staðið uppi í hárinu á forsetanum, en hann ku njóta vinsælda innan FBI og njóta virðingar utan hennar. FBI rannsakar nú ásakanir um möguleg samskipti rússneskra stjórnvalda og manna innan kosningaliðs Trump á meðan á kosningabaráttunni stóð. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni, segir brottreksturinn vekja miklar spurningar um með hvaða hætti Hvíta húsið skipti sér af sakamálum sem eru til rannsóknar. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segir forsetann hafa gert mikil mistök og að brottreksturinn veki spurningar. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, er sammála og segir tímasetninguna og rökstuðninginn vera áhyggjuefni. Comey var skipaður í embætti árið 2013 af þáverandi forseta, Barack Obama, til tíu ára.
Donald Trump Tengdar fréttir Hillary segir að tíu síðustu dagar kosningabaráttunnar hafi skipt sköpum Hillary Clinton segist hafa gert mistök en kennir Bandarísku alríkislögreglunni FBI og afskiptum Rússa um hvernig fór. 3. maí 2017 09:00 Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Hillary segir að tíu síðustu dagar kosningabaráttunnar hafi skipt sköpum Hillary Clinton segist hafa gert mistök en kennir Bandarísku alríkislögreglunni FBI og afskiptum Rússa um hvernig fór. 3. maí 2017 09:00
Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02