Málþóf í tálmunarfrumvarpi 11. maí 2017 07:00 Í langflestum tilfellum eru það mæður sem tálma feðrum umgengni við börn sín. Ef frumvarpið yrði að lögum mætti fangelsa þær í allt að fimm ár fyrir brotin. Ólíklegt er talið að frumvarpið nái fram að ganga. Nordicphotos/Getty „Stjórnarandstaðan með VG í fararbroddi hindrar að þetta komist að. Þau ætla ekkert að leyfa þessu að komast að,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp sitt sem gerir tálmun refsiverða. Frumvarpið gengur út á að ef foreldri takmarkar umgengnisrétt eða kemur alfarið í veg fyrir umgengni þeirra sem hafa rétt á að hitta barnið varði það fangelsi allt að fimm árum. Verulegar efasemdir eru um frumvarpið á meðal stjórnarþingmanna, þá helst þann rúma refsiramma sem gengið er út frá. „Ég er búinn að vera tvístígandi í þessu máli. Mér finnst líklegt að ég myndi styðja það að tálmun væri óheimil með lögum en síðan set ég óneitanlega spurningarmerki við þetta refsiúrræði sem er fimm ára fangelsi,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/anton brinkHann segir ekki gáfulegt að setja svo rúman refsiramma og treysta því að dómstólar nýti aðeins brot af honum, löggjafinn verði að vera skýr um vilja sinn. „Við þurfum alltaf að hugsa um að við værum að opna fyrir þann möguleika að setja fólk í fangelsi fyrir umrætt brot. Það finnst mér ganga lengra en ég væri tilbúinn að kyngja. Á hinn bóginn eru menn mikið að einbeita sér að því hvaða áhrif refsingar hefðu á mæður sem færu í fangelsi og börn þeirra. Við höfum ekki mikið spáð í sambærilegar spurningar þegar við ákveðum refsiramma fyrir önnur brot sem beinast langmest að körlum.“ Frumvarpið átti að koma til umræðu á Alþingi á þriðjudag en dagskrá riðlaðist til, meðal annars vegna átaka í liðnum um fundarstjórn forseta. Brynjar vill meina að þann glugga hafi stjórnarandstaðan notfært sér til að koma í veg fyrir að frumvarpið kæmist á dagskrá og þaðan inn í nefnd. „Það er málþóf gegn frumvarpinu, sem er svolítið sérstakt. Þau eru bara mjög á móti þessu og óttast að það sé nógu mikill stuðningur til að afgreiða þetta.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/ernirSjö þingfundardagar eru eftir fram að sumarfríi en eins og önnur lagafrumvörp þarf þrjár umræður áður en gengið yrði til atkvæða um málið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir af og frá að stjórnarandstaðan stundi málþóf gegn frumvarpinu. „Ég held að við verðum bara að vísa þessu til föðurhúsanna.“ Katrín segist þó engar áhyggjur hafa af afdrifum málsins. Aðeins sjö þingfundardagar séu eftir og litlar líkur á að málið fari í gegn á þeim skamma tíma. „Það er ekkert launungarmál að ég tel að það að hneppa foreldra sem ekki virða umgengnisrétt í fangelsi sé ekki til þess fallið að leysa mál. En það er óvarlegt hjá þessum þingmanni að tala um málþóf því hér var um að ræða mjög hefðbundna umræðu í gær.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
„Stjórnarandstaðan með VG í fararbroddi hindrar að þetta komist að. Þau ætla ekkert að leyfa þessu að komast að,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp sitt sem gerir tálmun refsiverða. Frumvarpið gengur út á að ef foreldri takmarkar umgengnisrétt eða kemur alfarið í veg fyrir umgengni þeirra sem hafa rétt á að hitta barnið varði það fangelsi allt að fimm árum. Verulegar efasemdir eru um frumvarpið á meðal stjórnarþingmanna, þá helst þann rúma refsiramma sem gengið er út frá. „Ég er búinn að vera tvístígandi í þessu máli. Mér finnst líklegt að ég myndi styðja það að tálmun væri óheimil með lögum en síðan set ég óneitanlega spurningarmerki við þetta refsiúrræði sem er fimm ára fangelsi,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/anton brinkHann segir ekki gáfulegt að setja svo rúman refsiramma og treysta því að dómstólar nýti aðeins brot af honum, löggjafinn verði að vera skýr um vilja sinn. „Við þurfum alltaf að hugsa um að við værum að opna fyrir þann möguleika að setja fólk í fangelsi fyrir umrætt brot. Það finnst mér ganga lengra en ég væri tilbúinn að kyngja. Á hinn bóginn eru menn mikið að einbeita sér að því hvaða áhrif refsingar hefðu á mæður sem færu í fangelsi og börn þeirra. Við höfum ekki mikið spáð í sambærilegar spurningar þegar við ákveðum refsiramma fyrir önnur brot sem beinast langmest að körlum.“ Frumvarpið átti að koma til umræðu á Alþingi á þriðjudag en dagskrá riðlaðist til, meðal annars vegna átaka í liðnum um fundarstjórn forseta. Brynjar vill meina að þann glugga hafi stjórnarandstaðan notfært sér til að koma í veg fyrir að frumvarpið kæmist á dagskrá og þaðan inn í nefnd. „Það er málþóf gegn frumvarpinu, sem er svolítið sérstakt. Þau eru bara mjög á móti þessu og óttast að það sé nógu mikill stuðningur til að afgreiða þetta.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/ernirSjö þingfundardagar eru eftir fram að sumarfríi en eins og önnur lagafrumvörp þarf þrjár umræður áður en gengið yrði til atkvæða um málið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir af og frá að stjórnarandstaðan stundi málþóf gegn frumvarpinu. „Ég held að við verðum bara að vísa þessu til föðurhúsanna.“ Katrín segist þó engar áhyggjur hafa af afdrifum málsins. Aðeins sjö þingfundardagar séu eftir og litlar líkur á að málið fari í gegn á þeim skamma tíma. „Það er ekkert launungarmál að ég tel að það að hneppa foreldra sem ekki virða umgengnisrétt í fangelsi sé ekki til þess fallið að leysa mál. En það er óvarlegt hjá þessum þingmanni að tala um málþóf því hér var um að ræða mjög hefðbundna umræðu í gær.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira