Stormasamur gærdagur fyrir leiðtoga Verkamannaflokksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2017 07:00 Jeremy Corbyn er hann svaraði spurningum blaðamanna í gær. Nordicphotos/AFP Uppkast að stefnuskrá Verkamannaflokksins í Bretlandi fyrir þingkosningar júnímánaðar lak á netið í gær. Á meðal stefnumála flokksins er að þjóðnýta lestakerfi landsins og endurnýja kjarnorkuvopnabúrið. Í viðtölum við blaðamenn í gær neitaði formaður flokksins, Jeremy Corbyn, að svara spurningum um stefnumál flokksins. Sagði hann að það yrði að bíða þangað til stefnuskráin yrði formlega birt. „Við höfum nýlega samþykkt innihald stefnuskrárinnar einróma,“ sagði Corbyn þó og bætti við: „Ég trúi því að stefnumálin séu eitthvað sem meirihluti Breta er sammála um. Við munum bjóða valkost sem mun breyta lífi margra í samfélaginu.“ Corbyn tilkynnti enn fremur að flokkurinn myndi nú rannsaka hvernig stefnuskránni hafi verið lekið. Þeirri rannsókn myndi þó ekki ljúka fyrr en að kosningum loknum. Um áttatíu háttsettir meðlimir flokksins funduðu í gær til að leggja lokahönd á stefnuskrána eftir að henni var lekið. Sagði þingfréttamaður BBC að samkvæmt hennar heimildum hefðu litlar breytingar verið gerðar á fundinum. Á meðal stefnumála flokksins fyrir kosningarnar er að auka áhrif verkalýðsfélaga í landinu, hækka skatta á þá tekjuhæstu til að fá meira fjármagn inn í heilbrigðiskerfið, byggja 100.000 félagslegar íbúðir á ári hið minnsta og þjóðnýta bæði póst- og lestakerfi landsins. Því er einnig lofað að enginn þurfi að greiða meira en þúsund pund á ári fyrir rafmagn og hita, að lækka kosningaaldur í sextán ár og að endurnýja kjarnorkuvopnabúr landsins. Sjálfur hefur Corbyn þó sagst andvígur slíkum vopnum. Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, nýtti tækifærið í gær og skaut á höfuðandstæðinginn. Sagði May að lekinn sýndi hvers lags óreiða væri í vændum ef Verkamannaflokkurinn væri í ríkisstjórn. „Ef þú lítur á stefnuskrá þeirra í heild þá sérðu að flokkurinn er að lofa því að færa Bretland aftur til fortíðar. Ég hef hins vegar áhuga á því að takast á við þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir og leiða okkur inn í betri framtíð,“ sagði May. Þá var Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, einnig harðorður í garð Verkamannaflokksins. „Það skiptir engu máli hvort henni var lekið eða ekki. Stefnuskráin hætti að skipta máli þegar Corbyn tók höndum saman við UKIP og Theresu May og greiddi atkvæði með því að virkja fimmtugustu grein Lissabonsáttmálans,“ sagði Farron og vísaði til væntanlegrar útgöngu úr ESB. Leki stefnuskrárinnar var þó ekki eina áfallið sem Corbyn lenti í í gær. Bílstjóri hans lenti nefnilega í því óhappi að aka yfir fót Giles Wooltorton, myndatökumanns BBC. Wooltorton meiddist lítillega við yfirkeyrsluna. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Uppkast að stefnuskrá Verkamannaflokksins í Bretlandi fyrir þingkosningar júnímánaðar lak á netið í gær. Á meðal stefnumála flokksins er að þjóðnýta lestakerfi landsins og endurnýja kjarnorkuvopnabúrið. Í viðtölum við blaðamenn í gær neitaði formaður flokksins, Jeremy Corbyn, að svara spurningum um stefnumál flokksins. Sagði hann að það yrði að bíða þangað til stefnuskráin yrði formlega birt. „Við höfum nýlega samþykkt innihald stefnuskrárinnar einróma,“ sagði Corbyn þó og bætti við: „Ég trúi því að stefnumálin séu eitthvað sem meirihluti Breta er sammála um. Við munum bjóða valkost sem mun breyta lífi margra í samfélaginu.“ Corbyn tilkynnti enn fremur að flokkurinn myndi nú rannsaka hvernig stefnuskránni hafi verið lekið. Þeirri rannsókn myndi þó ekki ljúka fyrr en að kosningum loknum. Um áttatíu háttsettir meðlimir flokksins funduðu í gær til að leggja lokahönd á stefnuskrána eftir að henni var lekið. Sagði þingfréttamaður BBC að samkvæmt hennar heimildum hefðu litlar breytingar verið gerðar á fundinum. Á meðal stefnumála flokksins fyrir kosningarnar er að auka áhrif verkalýðsfélaga í landinu, hækka skatta á þá tekjuhæstu til að fá meira fjármagn inn í heilbrigðiskerfið, byggja 100.000 félagslegar íbúðir á ári hið minnsta og þjóðnýta bæði póst- og lestakerfi landsins. Því er einnig lofað að enginn þurfi að greiða meira en þúsund pund á ári fyrir rafmagn og hita, að lækka kosningaaldur í sextán ár og að endurnýja kjarnorkuvopnabúr landsins. Sjálfur hefur Corbyn þó sagst andvígur slíkum vopnum. Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, nýtti tækifærið í gær og skaut á höfuðandstæðinginn. Sagði May að lekinn sýndi hvers lags óreiða væri í vændum ef Verkamannaflokkurinn væri í ríkisstjórn. „Ef þú lítur á stefnuskrá þeirra í heild þá sérðu að flokkurinn er að lofa því að færa Bretland aftur til fortíðar. Ég hef hins vegar áhuga á því að takast á við þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir og leiða okkur inn í betri framtíð,“ sagði May. Þá var Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, einnig harðorður í garð Verkamannaflokksins. „Það skiptir engu máli hvort henni var lekið eða ekki. Stefnuskráin hætti að skipta máli þegar Corbyn tók höndum saman við UKIP og Theresu May og greiddi atkvæði með því að virkja fimmtugustu grein Lissabonsáttmálans,“ sagði Farron og vísaði til væntanlegrar útgöngu úr ESB. Leki stefnuskrárinnar var þó ekki eina áfallið sem Corbyn lenti í í gær. Bílstjóri hans lenti nefnilega í því óhappi að aka yfir fót Giles Wooltorton, myndatökumanns BBC. Wooltorton meiddist lítillega við yfirkeyrsluna.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira