Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2017 10:12 Talskona Donald Trump sagði að síðasta hálstráið hafi verið þegar James Comey kom fyrir þingnefnd í síðustu viku til að ræða tölvupóstmál Hillary Clinton. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Síðast í gær kom Trump með nýja útskýringu í viðtali við NBC.Danska ríkisútvarpið hefur tekið saman yfirlit yfir þær ólíku útskýringar sem hafa verið gefnar á brottrekstri Comey sem Barack Obama skipaði í embættið til tíu ára árið 2013. Comey og félagar hans hjá FBI hafa að undanförnu unnið að rannsókn á mögulegum samskiptum og tengslum Rússa við starfsmenn kosningaliðs Trump í aðdraganda forsetakosninganna.Kæri Comey „Kæri Comey forstjóri,“ hóf Trump bréf sitt til Comey þar sem forsetinn tilkynnti Comey að hann hafi verið látinn fara. Trump vísar þar í bréf frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions og aðstoðardómsmálaráðherranum Rod Rosenstein þar sem þeir mæla með því að Comey yrði látinn fara. Í bréfi Rosenstein lýsir hann að Comey hafi ekki staðið sig þegar kæmi að hvernig farið var með Hillary Clinton og tölvupóstmál hennar. Segir Trump að hann hafi farið að ráðleggingum ráðherranna og að Comey hafi hér með verið vikið frá störfum.BREAKING: Full letter from Trump to Comey says former FBI Director "not able to effectively lead the Bureau." pic.twitter.com/P7Y1nowqCF— Peter Alexander (@PeterAlexander) May 9, 2017 Á miðvikudag segir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, að Trump hafi tekið rétta ákvörðun á réttum tímapunkti að gefnu tilliti til hinna „réttu ráðlegginga“. Sarah Huckabee Sanders, talskona Trump, sagði svo að Rosenstein og Sessions hafi fundað með Trump forseta á mánudag. Á þeim fundi hafi ráðherrarnir ráðlagt forsetanum að láta Comey fara, en Trump hafi þá beðið ráðherrana um skriflegar ráðleggingar. Þá sagði Sanders að Trump hafi íhugað að reka Comey allt frá því að hann tók við embætti forseta. „Ég tel að traust hafi smá saman minnkað,“ segir Sanders.Ný skýring Í sjónvarpsviðtali á NBC í gær kom Trump svo með þá skýringu að hann hefði rekið Comey sama þótt engar ráðleggingar hefðu borist frá ráðherrunum í dómsmálaráðuneytinu. Sagði hann Comey hafa verið monthani og athyglissjúkur. Skömmu síðar sagði Sanders að síðasta hálmstráið hafi verið þegar Comey kom fyrir þingnefnd í síðustu viku til að ræða tölvupóstmál Clinton. Ráðleggingar ráðherranna hafi einungis styrkt þá ákvörðun sem forsetinn hafði þegar tekið. Comey sagði meðal annars fyrir þingnefndinni að honum hafi ekki liðið vel með að tilkynna um að FBI hafi hafið rannsókn á tölvupóstmálunum svo skömmu fyrir kosningarnar, en Clinton hefur sjálf sagt að ákvörðun Comey hafi átt stóran þátt í ósigri hennar í forsetakosningunum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Í mótsögn við sitt eigið starfsfólk "Ég ætlaði alltaf að reka Comey,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti um brottrekstur sinn á James Comey, yfirmanni alríkislögreglunnar, í viðtali við NBC í gær. Sagði hann að hvatning aðstoðardómsmálaráðherrans, Rods Rosenstein, þess efnis hefði ekki haft úrslitaáhrif. 12. maí 2017 07:00 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Síðast í gær kom Trump með nýja útskýringu í viðtali við NBC.Danska ríkisútvarpið hefur tekið saman yfirlit yfir þær ólíku útskýringar sem hafa verið gefnar á brottrekstri Comey sem Barack Obama skipaði í embættið til tíu ára árið 2013. Comey og félagar hans hjá FBI hafa að undanförnu unnið að rannsókn á mögulegum samskiptum og tengslum Rússa við starfsmenn kosningaliðs Trump í aðdraganda forsetakosninganna.Kæri Comey „Kæri Comey forstjóri,“ hóf Trump bréf sitt til Comey þar sem forsetinn tilkynnti Comey að hann hafi verið látinn fara. Trump vísar þar í bréf frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions og aðstoðardómsmálaráðherranum Rod Rosenstein þar sem þeir mæla með því að Comey yrði látinn fara. Í bréfi Rosenstein lýsir hann að Comey hafi ekki staðið sig þegar kæmi að hvernig farið var með Hillary Clinton og tölvupóstmál hennar. Segir Trump að hann hafi farið að ráðleggingum ráðherranna og að Comey hafi hér með verið vikið frá störfum.BREAKING: Full letter from Trump to Comey says former FBI Director "not able to effectively lead the Bureau." pic.twitter.com/P7Y1nowqCF— Peter Alexander (@PeterAlexander) May 9, 2017 Á miðvikudag segir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, að Trump hafi tekið rétta ákvörðun á réttum tímapunkti að gefnu tilliti til hinna „réttu ráðlegginga“. Sarah Huckabee Sanders, talskona Trump, sagði svo að Rosenstein og Sessions hafi fundað með Trump forseta á mánudag. Á þeim fundi hafi ráðherrarnir ráðlagt forsetanum að láta Comey fara, en Trump hafi þá beðið ráðherrana um skriflegar ráðleggingar. Þá sagði Sanders að Trump hafi íhugað að reka Comey allt frá því að hann tók við embætti forseta. „Ég tel að traust hafi smá saman minnkað,“ segir Sanders.Ný skýring Í sjónvarpsviðtali á NBC í gær kom Trump svo með þá skýringu að hann hefði rekið Comey sama þótt engar ráðleggingar hefðu borist frá ráðherrunum í dómsmálaráðuneytinu. Sagði hann Comey hafa verið monthani og athyglissjúkur. Skömmu síðar sagði Sanders að síðasta hálmstráið hafi verið þegar Comey kom fyrir þingnefnd í síðustu viku til að ræða tölvupóstmál Clinton. Ráðleggingar ráðherranna hafi einungis styrkt þá ákvörðun sem forsetinn hafði þegar tekið. Comey sagði meðal annars fyrir þingnefndinni að honum hafi ekki liðið vel með að tilkynna um að FBI hafi hafið rannsókn á tölvupóstmálunum svo skömmu fyrir kosningarnar, en Clinton hefur sjálf sagt að ákvörðun Comey hafi átt stóran þátt í ósigri hennar í forsetakosningunum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Í mótsögn við sitt eigið starfsfólk "Ég ætlaði alltaf að reka Comey,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti um brottrekstur sinn á James Comey, yfirmanni alríkislögreglunnar, í viðtali við NBC í gær. Sagði hann að hvatning aðstoðardómsmálaráðherrans, Rods Rosenstein, þess efnis hefði ekki haft úrslitaáhrif. 12. maí 2017 07:00 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00
Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10
Í mótsögn við sitt eigið starfsfólk "Ég ætlaði alltaf að reka Comey,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti um brottrekstur sinn á James Comey, yfirmanni alríkislögreglunnar, í viðtali við NBC í gær. Sagði hann að hvatning aðstoðardómsmálaráðherrans, Rods Rosenstein, þess efnis hefði ekki haft úrslitaáhrif. 12. maí 2017 07:00
Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50