Kennarar á Akranesi eru óánægðastir Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. maí 2017 07:00 Stjórnendavandi er sagður í Fjölbrautaskólanum. vísir/gva „Það er eðlilegast að draga þá ályktun að starfsánægja sé mjög tengd stjórnunarháttum. Þessar stofnanir eru með misflinka stjórnendur,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, um niðurstöður könnunar SFR á Stofnun ársins. Guðríður segir að aðbúnaður fólks skipti líka miklu máli. Út úr niðurstöðunum má lesa mjög mikinn mun á ánægju starfsmanna framhaldsskólanna. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi stendur verst allra framhaldsskólanna, en Menntaskólinn á Tröllaskaga kemur best út. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum kemur næstbest út en Menntaskólinn í Kópavogi kemur næstverst út.Guðríður Arnardóttir„Ef þú býrð við sanngirni og þér finnst borin virðing fyrir því sem þú segir að þá ertu ánægðari í starfi, en ef þú upplifir að þú hafir ekkert að segja og hafir engin áhrif,“ segir Guðríður. Hún segir niðurstöðuna í könnuninni í takti við það sem stéttarfélagið hafi upplifað. Athygli vekur að Fjölbrautaskólinn í Ármúla kemur allra skóla á höfuðborgarsvæðinu best út úr könnuninni. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins og Tækniskólans um að Ármúlaskóli verði sameinaður Tækniskólanum. Félag framhaldsskólakennara hóf í vetur könnun á viðhorfi félagsmanna til stjórnunarhátta og fagmennsku skólameistara. Könnunin var stöðvuð að kröfu stjórnar Skólameistarafélagsins. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi framhaldsskólakennara verður hafist handa við könnunina á ný á næstu dögum. „Var sest yfir framkvæmd og uppbyggingu könnunarinnar og spurningar snyrtar til, opnum spurningum er sleppt alveg og könnunin stytt verulega en markmiðið er það sama: að skoða hvað brennur á okkar félagsmönnum varðandi stjórnun í framhaldsskólunum og finna besta skólameistarann,“ segir í tölvupóstinum. Tilgangur með vali á stofnun og fyrirtæki ársins er að taka eftir og verðlauna vinnustaði sem ná framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá er tilgangurinn einnig að veita stjórnendum tæki til að vinna að umbótum í stjórnun og starfsumhverfi. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, við könnuninni en hún svaraði ekki skilaboðum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
„Það er eðlilegast að draga þá ályktun að starfsánægja sé mjög tengd stjórnunarháttum. Þessar stofnanir eru með misflinka stjórnendur,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, um niðurstöður könnunar SFR á Stofnun ársins. Guðríður segir að aðbúnaður fólks skipti líka miklu máli. Út úr niðurstöðunum má lesa mjög mikinn mun á ánægju starfsmanna framhaldsskólanna. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi stendur verst allra framhaldsskólanna, en Menntaskólinn á Tröllaskaga kemur best út. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum kemur næstbest út en Menntaskólinn í Kópavogi kemur næstverst út.Guðríður Arnardóttir„Ef þú býrð við sanngirni og þér finnst borin virðing fyrir því sem þú segir að þá ertu ánægðari í starfi, en ef þú upplifir að þú hafir ekkert að segja og hafir engin áhrif,“ segir Guðríður. Hún segir niðurstöðuna í könnuninni í takti við það sem stéttarfélagið hafi upplifað. Athygli vekur að Fjölbrautaskólinn í Ármúla kemur allra skóla á höfuðborgarsvæðinu best út úr könnuninni. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins og Tækniskólans um að Ármúlaskóli verði sameinaður Tækniskólanum. Félag framhaldsskólakennara hóf í vetur könnun á viðhorfi félagsmanna til stjórnunarhátta og fagmennsku skólameistara. Könnunin var stöðvuð að kröfu stjórnar Skólameistarafélagsins. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi framhaldsskólakennara verður hafist handa við könnunina á ný á næstu dögum. „Var sest yfir framkvæmd og uppbyggingu könnunarinnar og spurningar snyrtar til, opnum spurningum er sleppt alveg og könnunin stytt verulega en markmiðið er það sama: að skoða hvað brennur á okkar félagsmönnum varðandi stjórnun í framhaldsskólunum og finna besta skólameistarann,“ segir í tölvupóstinum. Tilgangur með vali á stofnun og fyrirtæki ársins er að taka eftir og verðlauna vinnustaði sem ná framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá er tilgangurinn einnig að veita stjórnendum tæki til að vinna að umbótum í stjórnun og starfsumhverfi. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, við könnuninni en hún svaraði ekki skilaboðum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira