Fær Maia loksins titilbardagann? Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. maí 2017 12:45 Demian Maia. Vísir/Getty UFC 211 fer fram í nótt í Dallas í Texas. Heiðursmaðurinn Demian Maia mætir þá Jorge Masvidal og gæti hann loksins fengið titilbardaga með sigri. Bardagakvöldið er eitt það besta á árinu og fara tveir titilbardagar fram á kvöldinu. Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic mætir Junior dos Santos í aðalbardaga kvöldsins og strávigtarmeistarinn Joanna Jedrzejczyk mætir Jessicu Andrade í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Þrátt fyrir titilbardagana er einn áhugaverðasti bardagi kvöldsins í veltivigt. Demian Maia, sem sigraði Gunnar Nelson árið 2015, mætir þá Jorge Masvidal. Maia hefur unnið sex bardaga í röð í veltivigtinni og ætti að margra mati að vera kominn með titilbardaga. Maia er auðvitað einn besti gólfglímumaður sögunnar og hefur unnið 12 bardaga með uppgjafartaki. UFC hafði lofað Maia titilbardaga eftir sigur hans á Carlos Condit í ágúst en bardagasamtökin skiptu um skoðun og tjáðu Maia að hann þyrfti að taka bardaga gegn Masvidal til að fá titilbardagann. Það er akkúrat það eina sem Maia vill. Hann er ekki að leitast eftir svo kölluðum peningabardögum sem gefa vel í aðra hönd eins og svo margir bardagamenn eru að gera í dag. Það eina sem hann vill er titilbardagi til að sýna að hann sé bestur í veltivigtinni í dag. Hinn 39 ára gamli Maia hefur í raun aldrei verið betri. Í síðustu bardögum sínum hefur hann ekki lent í miklum vandræðum og er tölfræði hans hreint út sagt ótrúleg. Í síðustu fjórum bardögum sínum hefur hann samtals fengið aðeins 13 högg í sig. Hann hefur verið nær ósnertanlegur undanfarið þrátt fyrir að allir viti nákvæmlega hvað hann ætli að gera. Leikáætlun hans er verst geymda leyndarmálið í bransanum. Maia ætlar að pressa strax fram, fara í „single leg“ fellu og klára bardagann í gólfinu. Innan 30 sekúndna reynir Maia að minnsta kosti eina fellu. Þetta vita allir en samt tekst svo fáum að stöðva hann. Maia er lygilega góður í gólfinu og eru fáir sem standast honum snúninginn þar. „Ég hélt ég væri góður að glíma þar til ég glímdi við Maia,“ sagði fyrrum þungavigtarmeistarinn Frank Mir um Maia. Mir er sjálfur svart belti í brasilísku jiu-jitsu og gífurlega reyndur glímumaður. Andstæður mætastJorge Masvidal í vigtuninni í gær.Vísir/GettyAndstæðingur hans í nótt gæti ekki verið ólíkari Maia. Jorge Masvidal ólst upp í slæmu hverfi í Miami og þurfti snemma að læra að verja sig. Masvidal var í götuslagsmálasenunni með Kimbo Slice áður en hann fór í MMA og hikar ekki við að segja mönnum til syndanna. Ef ekki væri fyrir MMA væri Masvidal sennilega á slæmum stað í lífinu. Þrátt fyrir framkomu sína utan búrsins er Masvidal mjög tæknilegur bardagamaður og hefur hann fáa veikleika. Hann er með góðar hendur og ansi góða felluvörn og mun sannarlega reyna á felluvörnina gegn Maia í nótt. Masvidal verður að halda þessu standandi ef hann ætlar að vinna en það verður þrautinni þyngri. Stuðlarnir gætu varla verið jafnari fyrir þennan bardaga og segir það sína sögu um hve jafn og spennandi þessi bardagi er. Sigurvegarinn ætti að fá næsta titilbardaga í veltivigtinni og er því mikið undir hjá báðum. Maia lætur lítið í sér heyra vanalega en hefur lofað því að senda skýr skilaboð í viðtalinu í búrinu ef hann sigrar. Nær Maia sínum sjöunda sigri í röð eða kemst Masvidal fram fyrir hann í röðina í titilbaráttunni? Það kemur í ljós kl 2 í nótt þegar UFC 211 fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Búrið: Maia er vandræðalega góður í að taka menn niður Búrið, upphitunarþáttur Stöðvar 2 Sport fyrir UFC 211, er á dagskrá í kvöld en Gunnar Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir þáttarins. 11. maí 2017 17:45 Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. 28. janúar 2017 23:00 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjá meira
UFC 211 fer fram í nótt í Dallas í Texas. Heiðursmaðurinn Demian Maia mætir þá Jorge Masvidal og gæti hann loksins fengið titilbardaga með sigri. Bardagakvöldið er eitt það besta á árinu og fara tveir titilbardagar fram á kvöldinu. Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic mætir Junior dos Santos í aðalbardaga kvöldsins og strávigtarmeistarinn Joanna Jedrzejczyk mætir Jessicu Andrade í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Þrátt fyrir titilbardagana er einn áhugaverðasti bardagi kvöldsins í veltivigt. Demian Maia, sem sigraði Gunnar Nelson árið 2015, mætir þá Jorge Masvidal. Maia hefur unnið sex bardaga í röð í veltivigtinni og ætti að margra mati að vera kominn með titilbardaga. Maia er auðvitað einn besti gólfglímumaður sögunnar og hefur unnið 12 bardaga með uppgjafartaki. UFC hafði lofað Maia titilbardaga eftir sigur hans á Carlos Condit í ágúst en bardagasamtökin skiptu um skoðun og tjáðu Maia að hann þyrfti að taka bardaga gegn Masvidal til að fá titilbardagann. Það er akkúrat það eina sem Maia vill. Hann er ekki að leitast eftir svo kölluðum peningabardögum sem gefa vel í aðra hönd eins og svo margir bardagamenn eru að gera í dag. Það eina sem hann vill er titilbardagi til að sýna að hann sé bestur í veltivigtinni í dag. Hinn 39 ára gamli Maia hefur í raun aldrei verið betri. Í síðustu bardögum sínum hefur hann ekki lent í miklum vandræðum og er tölfræði hans hreint út sagt ótrúleg. Í síðustu fjórum bardögum sínum hefur hann samtals fengið aðeins 13 högg í sig. Hann hefur verið nær ósnertanlegur undanfarið þrátt fyrir að allir viti nákvæmlega hvað hann ætli að gera. Leikáætlun hans er verst geymda leyndarmálið í bransanum. Maia ætlar að pressa strax fram, fara í „single leg“ fellu og klára bardagann í gólfinu. Innan 30 sekúndna reynir Maia að minnsta kosti eina fellu. Þetta vita allir en samt tekst svo fáum að stöðva hann. Maia er lygilega góður í gólfinu og eru fáir sem standast honum snúninginn þar. „Ég hélt ég væri góður að glíma þar til ég glímdi við Maia,“ sagði fyrrum þungavigtarmeistarinn Frank Mir um Maia. Mir er sjálfur svart belti í brasilísku jiu-jitsu og gífurlega reyndur glímumaður. Andstæður mætastJorge Masvidal í vigtuninni í gær.Vísir/GettyAndstæðingur hans í nótt gæti ekki verið ólíkari Maia. Jorge Masvidal ólst upp í slæmu hverfi í Miami og þurfti snemma að læra að verja sig. Masvidal var í götuslagsmálasenunni með Kimbo Slice áður en hann fór í MMA og hikar ekki við að segja mönnum til syndanna. Ef ekki væri fyrir MMA væri Masvidal sennilega á slæmum stað í lífinu. Þrátt fyrir framkomu sína utan búrsins er Masvidal mjög tæknilegur bardagamaður og hefur hann fáa veikleika. Hann er með góðar hendur og ansi góða felluvörn og mun sannarlega reyna á felluvörnina gegn Maia í nótt. Masvidal verður að halda þessu standandi ef hann ætlar að vinna en það verður þrautinni þyngri. Stuðlarnir gætu varla verið jafnari fyrir þennan bardaga og segir það sína sögu um hve jafn og spennandi þessi bardagi er. Sigurvegarinn ætti að fá næsta titilbardaga í veltivigtinni og er því mikið undir hjá báðum. Maia lætur lítið í sér heyra vanalega en hefur lofað því að senda skýr skilaboð í viðtalinu í búrinu ef hann sigrar. Nær Maia sínum sjöunda sigri í röð eða kemst Masvidal fram fyrir hann í röðina í titilbaráttunni? Það kemur í ljós kl 2 í nótt þegar UFC 211 fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Maia er vandræðalega góður í að taka menn niður Búrið, upphitunarþáttur Stöðvar 2 Sport fyrir UFC 211, er á dagskrá í kvöld en Gunnar Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir þáttarins. 11. maí 2017 17:45 Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. 28. janúar 2017 23:00 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjá meira
Búrið: Maia er vandræðalega góður í að taka menn niður Búrið, upphitunarþáttur Stöðvar 2 Sport fyrir UFC 211, er á dagskrá í kvöld en Gunnar Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir þáttarins. 11. maí 2017 17:45
Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. 28. janúar 2017 23:00