Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2017 21:00 Vilborg Arna Gissurardóttir hefur dvalið í grunnbúðum Everest í tæpar tvær vikur en ófært hefur verið upp á topp. Vonast er til að veðrið lagist á næstu dögum. Þegar aðstæður leyfa mun taka fjóra daga að ganga á toppinn. Þrjátíu prósent þeirra sem voru í grunnbúðum með Vilborgu í byrjun hafa gefist upp á biðinni og snúið heim. „Núna erum við í andlega erfiðasta partinum af leiðangrinum, sem er biðin," segir Vilborg. „Þetta getur reynt á andlega, þessi eilífa bið.“ Vilborg reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust. Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu. Hún segist hafa verið meyr þegar hún kom nú í grunnbúðirnar í þriðja skipti en hafi fyllst fljótt af krafti. „Þetta er óttablandin virðing og ákveðin spenna að vera hérna. Spenna fyrir aðstæðum og því sem getur gerst. Við búum á jökli og erum undir hæsta fjalli heimsins. Það er bara þannig!“En af hverju leggurðu þetta á þig í þriðja skipti?„Everest er mín ástríða og ég er búin að hugsa um þetta fjall í fimmtán ár. Slysin höfðu líka þau áhrif á mig að mér fannst ég þurfa að fara til baka og fara í gegnum ákveðinn prósess - fara í gegnum aðrar minningar en ég hef átt hingað til.“ Fjallamennska Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur dvalið í grunnbúðum Everest í tæpar tvær vikur en ófært hefur verið upp á topp. Vonast er til að veðrið lagist á næstu dögum. Þegar aðstæður leyfa mun taka fjóra daga að ganga á toppinn. Þrjátíu prósent þeirra sem voru í grunnbúðum með Vilborgu í byrjun hafa gefist upp á biðinni og snúið heim. „Núna erum við í andlega erfiðasta partinum af leiðangrinum, sem er biðin," segir Vilborg. „Þetta getur reynt á andlega, þessi eilífa bið.“ Vilborg reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust. Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu. Hún segist hafa verið meyr þegar hún kom nú í grunnbúðirnar í þriðja skipti en hafi fyllst fljótt af krafti. „Þetta er óttablandin virðing og ákveðin spenna að vera hérna. Spenna fyrir aðstæðum og því sem getur gerst. Við búum á jökli og erum undir hæsta fjalli heimsins. Það er bara þannig!“En af hverju leggurðu þetta á þig í þriðja skipti?„Everest er mín ástríða og ég er búin að hugsa um þetta fjall í fimmtán ár. Slysin höfðu líka þau áhrif á mig að mér fannst ég þurfa að fara til baka og fara í gegnum ákveðinn prósess - fara í gegnum aðrar minningar en ég hef átt hingað til.“
Fjallamennska Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira