Fjölskyldu vísað frá borði vegna afmælisköku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. maí 2017 14:15 Fjölskyldunni var illa brugðið. Vísir/Skjáskot Fjölskyldu á leið frá New York til Las Vegas var vísað frá borði flugvélar JetBlue fyrr í mánuðinum. Þau höfðu komið fyrir afmælisköku í farangurshólfi flugvélarinnar og kallaði flugfélagið til lögreglu vegna málsins. Myndband af lögreglumanninum að ræða við hjónin og börn þeirra tvö hefur verið birt á netinu. Fjölskyldan var sem áður segir á leið til Las Vegas til þess að fagna fertugsafmæli móðurinnar og var afmæliskaka með í för. Settu þau kökuna í farangurshólfið fyrir ofan sætin. Flugfreyja tjáði þeim að það væri óleyfilegt, geyma ætti kökuna undir sætunum. Segjast þau hafa fylgt þeim fyrirmælum en lent í vandræðum þegar önnur flugfreyja skipti sér af málinu. Eftir nokkra reikistefnu, þar sem fjölskyldufaðirinn spurði aðra flugfreyjuna meðal annars hvort hún væri drukkin, var lögregla kölluð til. Á myndbandinu má sjá lögreglumann ræða við fjölskylduna áður en hann ræðir málið við flugfreyjurnar og segir fjölskyldunni að þau þurfi að yfirgefa flugvélina.Jersey City family kicked off flight over a cake. @JetBlue says passenger was agitated/security risk. Video appears to tell different story. pic.twitter.com/q0zQzNbHoa— CeFaan Kim (@CeFaanKim) May 14, 2017 Neitaði fjölskyldan að fara frá borði en fulltrúar flugfélagsins létu þá alla farþegana yfirgefa flugvélina. Var fjölskyldunni svo ekki hleypt aftur um borð. Fengu þau flugmiðana endurgreidda og komust þau til Las Vegas daginn eftir. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að fjölskyldan hafi komið afmæliskökunni fyrir í farangurshólfi þar sem neyðarbúnaður er geymdur og að þau hafi neitað að fjarlægja kökuna. Þau hafi svo orðið reið, blótað og efast um hæfni flugliða til þess að starfa í flugvélinni. Eftir að þau hafi neitað að ræða málið við fulltrúa flugfélagsins hafi flugvélin því verið rýmd. Flugstjóri flugvélarinnar hafi metið það svo að fjölskyldan væri ógn við öryggi flugvélarinnar myndi hún fara í loftið með hana innanborðs. Stutt er síðan myndband af harkalegri meðferð á farþega flugfélagsins United, sem dreginn var út úr vél félagsins, var birt á netinu. Skömmu seinna bárust fregnir af því að pari á leið til Costa Rica til að gifta sig hafi verið vísað frá borði í Houston. Þá lentu hjón með tvö börn á leið frá Hawaii til Los Angeles í vandræðum um borð í vél Delta á dögunum vegna ágreinins um sæti sem þau höfðu keypt fyrir eldri son sinn. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Starfsmanni American Airlines vikið úr starfi vegna barnavagns Farþegi, sem náði eftirköstum atviksins á myndband, sagði að starfsmaður American Airlines hefði hrifsað barnavagninn með offorsi úr höndum móður, sem var einnig farþegi í flugvélinni, og næstum hæft barn hennar. 22. apríl 2017 13:35 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Fjölskyldu á leið frá New York til Las Vegas var vísað frá borði flugvélar JetBlue fyrr í mánuðinum. Þau höfðu komið fyrir afmælisköku í farangurshólfi flugvélarinnar og kallaði flugfélagið til lögreglu vegna málsins. Myndband af lögreglumanninum að ræða við hjónin og börn þeirra tvö hefur verið birt á netinu. Fjölskyldan var sem áður segir á leið til Las Vegas til þess að fagna fertugsafmæli móðurinnar og var afmæliskaka með í för. Settu þau kökuna í farangurshólfið fyrir ofan sætin. Flugfreyja tjáði þeim að það væri óleyfilegt, geyma ætti kökuna undir sætunum. Segjast þau hafa fylgt þeim fyrirmælum en lent í vandræðum þegar önnur flugfreyja skipti sér af málinu. Eftir nokkra reikistefnu, þar sem fjölskyldufaðirinn spurði aðra flugfreyjuna meðal annars hvort hún væri drukkin, var lögregla kölluð til. Á myndbandinu má sjá lögreglumann ræða við fjölskylduna áður en hann ræðir málið við flugfreyjurnar og segir fjölskyldunni að þau þurfi að yfirgefa flugvélina.Jersey City family kicked off flight over a cake. @JetBlue says passenger was agitated/security risk. Video appears to tell different story. pic.twitter.com/q0zQzNbHoa— CeFaan Kim (@CeFaanKim) May 14, 2017 Neitaði fjölskyldan að fara frá borði en fulltrúar flugfélagsins létu þá alla farþegana yfirgefa flugvélina. Var fjölskyldunni svo ekki hleypt aftur um borð. Fengu þau flugmiðana endurgreidda og komust þau til Las Vegas daginn eftir. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að fjölskyldan hafi komið afmæliskökunni fyrir í farangurshólfi þar sem neyðarbúnaður er geymdur og að þau hafi neitað að fjarlægja kökuna. Þau hafi svo orðið reið, blótað og efast um hæfni flugliða til þess að starfa í flugvélinni. Eftir að þau hafi neitað að ræða málið við fulltrúa flugfélagsins hafi flugvélin því verið rýmd. Flugstjóri flugvélarinnar hafi metið það svo að fjölskyldan væri ógn við öryggi flugvélarinnar myndi hún fara í loftið með hana innanborðs. Stutt er síðan myndband af harkalegri meðferð á farþega flugfélagsins United, sem dreginn var út úr vél félagsins, var birt á netinu. Skömmu seinna bárust fregnir af því að pari á leið til Costa Rica til að gifta sig hafi verið vísað frá borði í Houston. Þá lentu hjón með tvö börn á leið frá Hawaii til Los Angeles í vandræðum um borð í vél Delta á dögunum vegna ágreinins um sæti sem þau höfðu keypt fyrir eldri son sinn.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Starfsmanni American Airlines vikið úr starfi vegna barnavagns Farþegi, sem náði eftirköstum atviksins á myndband, sagði að starfsmaður American Airlines hefði hrifsað barnavagninn með offorsi úr höndum móður, sem var einnig farþegi í flugvélinni, og næstum hæft barn hennar. 22. apríl 2017 13:35 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30
Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53
Starfsmanni American Airlines vikið úr starfi vegna barnavagns Farþegi, sem náði eftirköstum atviksins á myndband, sagði að starfsmaður American Airlines hefði hrifsað barnavagninn með offorsi úr höndum móður, sem var einnig farþegi í flugvélinni, og næstum hæft barn hennar. 22. apríl 2017 13:35
Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22
Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05