Fjölskyldu vísað frá borði vegna afmælisköku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. maí 2017 14:15 Fjölskyldunni var illa brugðið. Vísir/Skjáskot Fjölskyldu á leið frá New York til Las Vegas var vísað frá borði flugvélar JetBlue fyrr í mánuðinum. Þau höfðu komið fyrir afmælisköku í farangurshólfi flugvélarinnar og kallaði flugfélagið til lögreglu vegna málsins. Myndband af lögreglumanninum að ræða við hjónin og börn þeirra tvö hefur verið birt á netinu. Fjölskyldan var sem áður segir á leið til Las Vegas til þess að fagna fertugsafmæli móðurinnar og var afmæliskaka með í för. Settu þau kökuna í farangurshólfið fyrir ofan sætin. Flugfreyja tjáði þeim að það væri óleyfilegt, geyma ætti kökuna undir sætunum. Segjast þau hafa fylgt þeim fyrirmælum en lent í vandræðum þegar önnur flugfreyja skipti sér af málinu. Eftir nokkra reikistefnu, þar sem fjölskyldufaðirinn spurði aðra flugfreyjuna meðal annars hvort hún væri drukkin, var lögregla kölluð til. Á myndbandinu má sjá lögreglumann ræða við fjölskylduna áður en hann ræðir málið við flugfreyjurnar og segir fjölskyldunni að þau þurfi að yfirgefa flugvélina.Jersey City family kicked off flight over a cake. @JetBlue says passenger was agitated/security risk. Video appears to tell different story. pic.twitter.com/q0zQzNbHoa— CeFaan Kim (@CeFaanKim) May 14, 2017 Neitaði fjölskyldan að fara frá borði en fulltrúar flugfélagsins létu þá alla farþegana yfirgefa flugvélina. Var fjölskyldunni svo ekki hleypt aftur um borð. Fengu þau flugmiðana endurgreidda og komust þau til Las Vegas daginn eftir. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að fjölskyldan hafi komið afmæliskökunni fyrir í farangurshólfi þar sem neyðarbúnaður er geymdur og að þau hafi neitað að fjarlægja kökuna. Þau hafi svo orðið reið, blótað og efast um hæfni flugliða til þess að starfa í flugvélinni. Eftir að þau hafi neitað að ræða málið við fulltrúa flugfélagsins hafi flugvélin því verið rýmd. Flugstjóri flugvélarinnar hafi metið það svo að fjölskyldan væri ógn við öryggi flugvélarinnar myndi hún fara í loftið með hana innanborðs. Stutt er síðan myndband af harkalegri meðferð á farþega flugfélagsins United, sem dreginn var út úr vél félagsins, var birt á netinu. Skömmu seinna bárust fregnir af því að pari á leið til Costa Rica til að gifta sig hafi verið vísað frá borði í Houston. Þá lentu hjón með tvö börn á leið frá Hawaii til Los Angeles í vandræðum um borð í vél Delta á dögunum vegna ágreinins um sæti sem þau höfðu keypt fyrir eldri son sinn. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Starfsmanni American Airlines vikið úr starfi vegna barnavagns Farþegi, sem náði eftirköstum atviksins á myndband, sagði að starfsmaður American Airlines hefði hrifsað barnavagninn með offorsi úr höndum móður, sem var einnig farþegi í flugvélinni, og næstum hæft barn hennar. 22. apríl 2017 13:35 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Fjölskyldu á leið frá New York til Las Vegas var vísað frá borði flugvélar JetBlue fyrr í mánuðinum. Þau höfðu komið fyrir afmælisköku í farangurshólfi flugvélarinnar og kallaði flugfélagið til lögreglu vegna málsins. Myndband af lögreglumanninum að ræða við hjónin og börn þeirra tvö hefur verið birt á netinu. Fjölskyldan var sem áður segir á leið til Las Vegas til þess að fagna fertugsafmæli móðurinnar og var afmæliskaka með í för. Settu þau kökuna í farangurshólfið fyrir ofan sætin. Flugfreyja tjáði þeim að það væri óleyfilegt, geyma ætti kökuna undir sætunum. Segjast þau hafa fylgt þeim fyrirmælum en lent í vandræðum þegar önnur flugfreyja skipti sér af málinu. Eftir nokkra reikistefnu, þar sem fjölskyldufaðirinn spurði aðra flugfreyjuna meðal annars hvort hún væri drukkin, var lögregla kölluð til. Á myndbandinu má sjá lögreglumann ræða við fjölskylduna áður en hann ræðir málið við flugfreyjurnar og segir fjölskyldunni að þau þurfi að yfirgefa flugvélina.Jersey City family kicked off flight over a cake. @JetBlue says passenger was agitated/security risk. Video appears to tell different story. pic.twitter.com/q0zQzNbHoa— CeFaan Kim (@CeFaanKim) May 14, 2017 Neitaði fjölskyldan að fara frá borði en fulltrúar flugfélagsins létu þá alla farþegana yfirgefa flugvélina. Var fjölskyldunni svo ekki hleypt aftur um borð. Fengu þau flugmiðana endurgreidda og komust þau til Las Vegas daginn eftir. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að fjölskyldan hafi komið afmæliskökunni fyrir í farangurshólfi þar sem neyðarbúnaður er geymdur og að þau hafi neitað að fjarlægja kökuna. Þau hafi svo orðið reið, blótað og efast um hæfni flugliða til þess að starfa í flugvélinni. Eftir að þau hafi neitað að ræða málið við fulltrúa flugfélagsins hafi flugvélin því verið rýmd. Flugstjóri flugvélarinnar hafi metið það svo að fjölskyldan væri ógn við öryggi flugvélarinnar myndi hún fara í loftið með hana innanborðs. Stutt er síðan myndband af harkalegri meðferð á farþega flugfélagsins United, sem dreginn var út úr vél félagsins, var birt á netinu. Skömmu seinna bárust fregnir af því að pari á leið til Costa Rica til að gifta sig hafi verið vísað frá borði í Houston. Þá lentu hjón með tvö börn á leið frá Hawaii til Los Angeles í vandræðum um borð í vél Delta á dögunum vegna ágreinins um sæti sem þau höfðu keypt fyrir eldri son sinn.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Starfsmanni American Airlines vikið úr starfi vegna barnavagns Farþegi, sem náði eftirköstum atviksins á myndband, sagði að starfsmaður American Airlines hefði hrifsað barnavagninn með offorsi úr höndum móður, sem var einnig farþegi í flugvélinni, og næstum hæft barn hennar. 22. apríl 2017 13:35 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30
Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53
Starfsmanni American Airlines vikið úr starfi vegna barnavagns Farþegi, sem náði eftirköstum atviksins á myndband, sagði að starfsmaður American Airlines hefði hrifsað barnavagninn með offorsi úr höndum móður, sem var einnig farþegi í flugvélinni, og næstum hæft barn hennar. 22. apríl 2017 13:35
Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22
Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05