Ólafur svarar fyrir sig á miðvikudaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2017 14:11 Ólafur Ólafsson, oftast kenndur við Samskip, mun koma fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd seinni partinn á miðvikudaginn. Verður fundurinn opinn fjölmiðlum. Þar mun Ólafur svara fyrir sig en hann er borinn þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck og Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur fór sjálfur fram á að fá að koma fyrir nefndina og útskýra mál sitt. Hann neitar því staðfastlega að hafa staðið í blekkingum við íslenska ríkið við kaupin á bankanum á sínum tíma.Finnur Vilhjálmsson og Kjartan Björgvinsson hafa rannsakað kaupin á Búnaðarbankanum hófu rannsókn sína í júlí 2016.Vísir/Anton BrinkRannsóknarnefndin mun sitja fyrir svörum nefndarinnar í fyrramálið klukkan níu. Þar munu formaðurinn Kjartan Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar og saksóknari hjá héraðssaksóknara, svara spurningum nefndarmanna. Fundurinn með Kjartani og Finni verður ekki opinn fjölmiðlum en það staðfestir Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður nefndarinnar, í samtali við Kjarnann. Sjá einnig: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Sterkur orðrómur hafði verið uppi í áraraðir um að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur annarra félaga við kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar sýndi blekkingarnar sem beittar voru svart á hvítu. „Niðurstöður skýrslunnar eru studdar þannig gögnum að um þetta verður ekki deilt meir,“ sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður rannsóknarnefndar Alþingis, um söluna á Búnaðarbankanum í samtali við Fréttablaðið. Vorið 2016 fékk Umboðsmaður Alþingis ábendingu um málið sem þótti svo traust að sett var af stað rannsókn á kaupunum. Rannsóknarnefnd var skipuð í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvernig raunverulega var staðið að sölunni. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00 Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00 Fundur Ólafs með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd verður opinn fjölmiðlum Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd ákvað á fundi sínum í morgun að fá Ólaf Ólafsson, fjárfestir, myndi fá að koma fyrir nefndina vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck und Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 4. maí 2017 12:19 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ólafur Ólafsson, oftast kenndur við Samskip, mun koma fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd seinni partinn á miðvikudaginn. Verður fundurinn opinn fjölmiðlum. Þar mun Ólafur svara fyrir sig en hann er borinn þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck og Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur fór sjálfur fram á að fá að koma fyrir nefndina og útskýra mál sitt. Hann neitar því staðfastlega að hafa staðið í blekkingum við íslenska ríkið við kaupin á bankanum á sínum tíma.Finnur Vilhjálmsson og Kjartan Björgvinsson hafa rannsakað kaupin á Búnaðarbankanum hófu rannsókn sína í júlí 2016.Vísir/Anton BrinkRannsóknarnefndin mun sitja fyrir svörum nefndarinnar í fyrramálið klukkan níu. Þar munu formaðurinn Kjartan Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar og saksóknari hjá héraðssaksóknara, svara spurningum nefndarmanna. Fundurinn með Kjartani og Finni verður ekki opinn fjölmiðlum en það staðfestir Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður nefndarinnar, í samtali við Kjarnann. Sjá einnig: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Sterkur orðrómur hafði verið uppi í áraraðir um að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur annarra félaga við kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar sýndi blekkingarnar sem beittar voru svart á hvítu. „Niðurstöður skýrslunnar eru studdar þannig gögnum að um þetta verður ekki deilt meir,“ sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður rannsóknarnefndar Alþingis, um söluna á Búnaðarbankanum í samtali við Fréttablaðið. Vorið 2016 fékk Umboðsmaður Alþingis ábendingu um málið sem þótti svo traust að sett var af stað rannsókn á kaupunum. Rannsóknarnefnd var skipuð í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvernig raunverulega var staðið að sölunni.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00 Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00 Fundur Ólafs með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd verður opinn fjölmiðlum Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd ákvað á fundi sínum í morgun að fá Ólaf Ólafsson, fjárfestir, myndi fá að koma fyrir nefndina vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck und Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 4. maí 2017 12:19 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00
Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00
Fundur Ólafs með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd verður opinn fjölmiðlum Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd ákvað á fundi sínum í morgun að fá Ólaf Ólafsson, fjárfestir, myndi fá að koma fyrir nefndina vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck und Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 4. maí 2017 12:19