Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 11:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa rétt á því að deila upplýsingum með Rússum. Hann virðist hafa staðfest fregnir þess eðlis að hann hafi deilt trúnaðarupplýsingum með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands í heimsókn þeirra í Hvíta húsið í síðustu viku. Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og ætlunum Íslamska ríkisins og er Trump sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu Forsetinn hefur í raun rétt á því að deila trúnaðarupplýsingum með hverjum sem hann vill, en bandamaðurinn sem um ræðir hafði ekki gefið leyfi fyrir dreifingu upplýsinganna og voru þær geymdar í öryggishólfi sem einungis nokkrir aðilar höfðu aðgang að. Trump segir að hann hafi gert það að mannúðarástæðum og vegna þess að hann vill að Rússar gefi í í baráttu sinni við Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök. Frétt Washington Post um málið í gærkvöldi vakti mikla athygli og hafa bæði talsmenn Trump og Rússar sagt ekkert vera til í þeim. Þeir segja forsetann ekki hafa sagt frá því hvernig upplýsingarnar fengust né hafi hann ógnað öryggi heimildarmanna. Í frétt WP er því haldið fram að Trump hafi gefið Rússum upplýsingar sem hægt væri að nota til að finna heimildarmanninn.AP fréttaveitan segir Trump hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna málsins og það hafi mögulega skaðað samstarf leyniþjónusta Bandaríkjanna við önnur ríki.As President I wanted to share with Russia (at an openly scheduled W.H. meeting) which I have the absolute right to do, facts pertaining....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 16, 2017 ...to terrorism and airline flight safety. Humanitarian reasons, plus I want Russia to greatly step up their fight against ISIS & terrorism.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 16, 2017 Donald Trump Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa rétt á því að deila upplýsingum með Rússum. Hann virðist hafa staðfest fregnir þess eðlis að hann hafi deilt trúnaðarupplýsingum með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands í heimsókn þeirra í Hvíta húsið í síðustu viku. Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og ætlunum Íslamska ríkisins og er Trump sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu Forsetinn hefur í raun rétt á því að deila trúnaðarupplýsingum með hverjum sem hann vill, en bandamaðurinn sem um ræðir hafði ekki gefið leyfi fyrir dreifingu upplýsinganna og voru þær geymdar í öryggishólfi sem einungis nokkrir aðilar höfðu aðgang að. Trump segir að hann hafi gert það að mannúðarástæðum og vegna þess að hann vill að Rússar gefi í í baráttu sinni við Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök. Frétt Washington Post um málið í gærkvöldi vakti mikla athygli og hafa bæði talsmenn Trump og Rússar sagt ekkert vera til í þeim. Þeir segja forsetann ekki hafa sagt frá því hvernig upplýsingarnar fengust né hafi hann ógnað öryggi heimildarmanna. Í frétt WP er því haldið fram að Trump hafi gefið Rússum upplýsingar sem hægt væri að nota til að finna heimildarmanninn.AP fréttaveitan segir Trump hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna málsins og það hafi mögulega skaðað samstarf leyniþjónusta Bandaríkjanna við önnur ríki.As President I wanted to share with Russia (at an openly scheduled W.H. meeting) which I have the absolute right to do, facts pertaining....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 16, 2017 ...to terrorism and airline flight safety. Humanitarian reasons, plus I want Russia to greatly step up their fight against ISIS & terrorism.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 16, 2017
Donald Trump Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira