Lögreglustjórinn óttast uppþot í Leifsstöð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. maí 2017 07:00 Álagið eykst stöðugt í Leifsstöð. vísir/eyþór Ef marka má mat lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ólafs Helga Kjartanssonar, er ástandið í Leifsstöð svo eldfimt að lítið megi út af bregða svo ekki verði uppþot meðal óánægðra farþega á Keflavíkurflugveli.Guðni Sigurðsson. upplýsingafulltrúa Isavia.„ÓHK [Ólafur Helgi Kjartansson] kom einnig að öryggismálum í flugstöðinni sjálfri, lítið þurfi til að það komi til uppþota vegna seinkana og þess háttar,“ segir í fundargerð um umræður í flugvirktarráði í janúar. Ekki fengust viðbrögð frá lögreglustjóranum vegna þessara orða þar sem hann er í fríi í útlöndum. „Það er ekki upplifun starfsmanna Isavia að þetta ástand sé ríkjandi,“ segir hins vegar Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Guðni segir að á háannatímum og þegar komið hafi til seinkana á flugi sé meira um kvartanir frá farþegum og við því sé reynt að bregðast. Almennt gangi vel að bregðast við mikilli fjölgun farþega. „Auðvitað er mikið af farþegum á þeim álagstímum sólarhringsins sem stóru flugfélögin fljúga en tekist hefur að dreifa álaginu betur bæði yfir sólarhringinn og árið og er það lykilatriði í að takast á við svona mikla fjölgun farþega á svona stuttum tíma. Enn eru tímabil yfir sólarhringinn, á milli stóru álagspunktanna, þar sem lítið er að gera í flugstöðinni, jafnvel yfir hásumarið,“ segir Guðni. Þétt og stigvaxandi umferð er nú um Leifsstöð enda dregur að háannatíma ársins í ferðamennskunni. Mikið öngþveiti virðist vera í flugstöðinni á köflum þessa dagana ef marka má lýsingar þeirra sem fara þar um.Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður.vísir/vilhelm„Ástandið í Leifsstöð er auðmýkjandi fyrir land og þjóð,“ segir blaðamaðurinn Friðrik Þór Guðmundsson sem kom með flugi frá Bandaríkjunum á þriðjudagsmorgun. Friðrik segir margar vélar hafa lent á stuttum tíma og algert öngþveiti hafi tekið við inni í flugstöðinni þar sem farþegar hafi ýmist reynt að komast inn eða út í vél. Á sama tíma og farþegar hafi mjakast upp stiga hafi flugáhafnirnar skautað fram hjá þvögunni í rúllustiga. „Einna verst fannst mér að fólk með grátandi börn hafi ekki fengið sérmeðferð og að kallkerfið hafi ekki verið notað til útskýringa og að biðjast velvirðingar á ástandinu. Í ofanálag skilst mér að nýtt færibandasýstem fyrir farangurinn sé síbilandi,“ segir Friðrik. Þeir sem eru í Ameríkuflugi fara ekki í gegn um landamæraeftirlit hins evrópska Schengen-svæðis. „Við vitum af þessari töf sem getur orðið á leið upp í landamæraeftirlit á háannatímum,“ segir Guðni. Verið sé að stækka landamærasal og fjölgað verði hliðum fyrir landamæraeftirlit. Sett verði upp sjálfvirk landamærahlið eins og þekkist á flugvöllum erlendis. „Þetta mun tvöfalda afkastagetuna um landamærin og er því verið að taka beint á þessu með framkvæmdunum. Starfsmenn farþegaþjónustu flugvallarins hafa reynt eftir bestu getu að veita upplýsingar og aðstoða farþega þegar tafir hafa orðið og munu gera það áfram,“ segir upplýsingafulltrúi Isavia. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Ef marka má mat lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ólafs Helga Kjartanssonar, er ástandið í Leifsstöð svo eldfimt að lítið megi út af bregða svo ekki verði uppþot meðal óánægðra farþega á Keflavíkurflugveli.Guðni Sigurðsson. upplýsingafulltrúa Isavia.„ÓHK [Ólafur Helgi Kjartansson] kom einnig að öryggismálum í flugstöðinni sjálfri, lítið þurfi til að það komi til uppþota vegna seinkana og þess háttar,“ segir í fundargerð um umræður í flugvirktarráði í janúar. Ekki fengust viðbrögð frá lögreglustjóranum vegna þessara orða þar sem hann er í fríi í útlöndum. „Það er ekki upplifun starfsmanna Isavia að þetta ástand sé ríkjandi,“ segir hins vegar Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Guðni segir að á háannatímum og þegar komið hafi til seinkana á flugi sé meira um kvartanir frá farþegum og við því sé reynt að bregðast. Almennt gangi vel að bregðast við mikilli fjölgun farþega. „Auðvitað er mikið af farþegum á þeim álagstímum sólarhringsins sem stóru flugfélögin fljúga en tekist hefur að dreifa álaginu betur bæði yfir sólarhringinn og árið og er það lykilatriði í að takast á við svona mikla fjölgun farþega á svona stuttum tíma. Enn eru tímabil yfir sólarhringinn, á milli stóru álagspunktanna, þar sem lítið er að gera í flugstöðinni, jafnvel yfir hásumarið,“ segir Guðni. Þétt og stigvaxandi umferð er nú um Leifsstöð enda dregur að háannatíma ársins í ferðamennskunni. Mikið öngþveiti virðist vera í flugstöðinni á köflum þessa dagana ef marka má lýsingar þeirra sem fara þar um.Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður.vísir/vilhelm„Ástandið í Leifsstöð er auðmýkjandi fyrir land og þjóð,“ segir blaðamaðurinn Friðrik Þór Guðmundsson sem kom með flugi frá Bandaríkjunum á þriðjudagsmorgun. Friðrik segir margar vélar hafa lent á stuttum tíma og algert öngþveiti hafi tekið við inni í flugstöðinni þar sem farþegar hafi ýmist reynt að komast inn eða út í vél. Á sama tíma og farþegar hafi mjakast upp stiga hafi flugáhafnirnar skautað fram hjá þvögunni í rúllustiga. „Einna verst fannst mér að fólk með grátandi börn hafi ekki fengið sérmeðferð og að kallkerfið hafi ekki verið notað til útskýringa og að biðjast velvirðingar á ástandinu. Í ofanálag skilst mér að nýtt færibandasýstem fyrir farangurinn sé síbilandi,“ segir Friðrik. Þeir sem eru í Ameríkuflugi fara ekki í gegn um landamæraeftirlit hins evrópska Schengen-svæðis. „Við vitum af þessari töf sem getur orðið á leið upp í landamæraeftirlit á háannatímum,“ segir Guðni. Verið sé að stækka landamærasal og fjölgað verði hliðum fyrir landamæraeftirlit. Sett verði upp sjálfvirk landamærahlið eins og þekkist á flugvöllum erlendis. „Þetta mun tvöfalda afkastagetuna um landamærin og er því verið að taka beint á þessu með framkvæmdunum. Starfsmenn farþegaþjónustu flugvallarins hafa reynt eftir bestu getu að veita upplýsingar og aðstoða farþega þegar tafir hafa orðið og munu gera það áfram,“ segir upplýsingafulltrúi Isavia.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira