Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2017 13:29 Fyrirlesturinn fer fram á Grand Hotel í Reykjavík. Vísir/GVA Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer mun halda fyrirlestur á vegum Vakurs, félags samtaka um evrópska menningu, í Reykjavík þann 11. maí næstkomandi. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Fyrir baráttu sína hefur Spencer oftar en einu sinni komist í kast við lögin og bækur hans verið bannaðar víða um heim. Var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“ Skrif hans voru Anders Behring Breivik, sem myrti 77 í Osló og Útey árið 2011, mikill innblástur. Í stefnuyfirlýsingu sem Breivik birti í aðdraganda árásanna vísar hann 64 sinnum til skrifa Spencers og mælti Breivik með bókum hans við hvern þann sem fræðast vildi um íslam.Breivik myrti 77 árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram.Vísir/AFPÞá er Spencer stofnmeðlimur samtakanna American Freedom Defense Initiative, sem berst gegn fyrrnefndri íslamvæðingu Bandaríkjanna. Fyrir baráttu sína voru samtökin árið 2011 flokkuð sem öfga- og haturshópur, í anda annarra samtaka á borð við Ku Klux Klan, Westboro Baptist Church og nýnasistahreyfingar. Spencer er að sama skapi tíður gestur í spjallþáttum Fox News þar sem hann er fenginn til að ræða hugðarefni sín.Ætlað að efla stoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi Fyrirlestur Spencers á Íslandi ber yfirskriftina „Íslam og framtíð evrópskrar menningar“ og á heimasíðu Vakurs er tekið fram að hann muni meðal annars fjalla um hver reynslan af íslam, moskum og kóranskólum hafi verið á Vesturlöndum. „Einnig útskýra hugmyndafræði og aðferðir salafista, jíhadista og Bræðralags múslima. Að minnsta kosti einn þessara hópa er þegar með starfsemi á Íslandi,“ segir á heimasíðu Vakurs. Samtökin, sem kenna sig sem fyrr segir við evrópska menningu, segja eitt markmiða sinna að flytja inn erlenda fyrirlesara eins og Robert Spencer sem efla hinar þrjár grunnstoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi;Fornmenningu Grikkja og Rómverja,Hebreska og kristna lífsskoðun og trúarbrögð sem ogSiði og hugsunarhætti hinna germönsku þjóða, „sem frá upphafi þjóðflutninga til loka víkingaaldar settu mót sitt á nær allar þjóðir Norðurálfu,“ eins og það er orðað á heimasíðu Vakurs. „Einnig fjalla um stefnur og strauma sem brjóta í bága við grunngildi evrópskrar menningararfleifðar“ Ábyrgðarmaður heimasíðu Vakurs er Þröstur Jónsson. Fyrirlesturinn fer fram sem fyrr segir þann 11. maí í Grand Hótel Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer mun halda fyrirlestur á vegum Vakurs, félags samtaka um evrópska menningu, í Reykjavík þann 11. maí næstkomandi. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Fyrir baráttu sína hefur Spencer oftar en einu sinni komist í kast við lögin og bækur hans verið bannaðar víða um heim. Var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“ Skrif hans voru Anders Behring Breivik, sem myrti 77 í Osló og Útey árið 2011, mikill innblástur. Í stefnuyfirlýsingu sem Breivik birti í aðdraganda árásanna vísar hann 64 sinnum til skrifa Spencers og mælti Breivik með bókum hans við hvern þann sem fræðast vildi um íslam.Breivik myrti 77 árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram.Vísir/AFPÞá er Spencer stofnmeðlimur samtakanna American Freedom Defense Initiative, sem berst gegn fyrrnefndri íslamvæðingu Bandaríkjanna. Fyrir baráttu sína voru samtökin árið 2011 flokkuð sem öfga- og haturshópur, í anda annarra samtaka á borð við Ku Klux Klan, Westboro Baptist Church og nýnasistahreyfingar. Spencer er að sama skapi tíður gestur í spjallþáttum Fox News þar sem hann er fenginn til að ræða hugðarefni sín.Ætlað að efla stoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi Fyrirlestur Spencers á Íslandi ber yfirskriftina „Íslam og framtíð evrópskrar menningar“ og á heimasíðu Vakurs er tekið fram að hann muni meðal annars fjalla um hver reynslan af íslam, moskum og kóranskólum hafi verið á Vesturlöndum. „Einnig útskýra hugmyndafræði og aðferðir salafista, jíhadista og Bræðralags múslima. Að minnsta kosti einn þessara hópa er þegar með starfsemi á Íslandi,“ segir á heimasíðu Vakurs. Samtökin, sem kenna sig sem fyrr segir við evrópska menningu, segja eitt markmiða sinna að flytja inn erlenda fyrirlesara eins og Robert Spencer sem efla hinar þrjár grunnstoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi;Fornmenningu Grikkja og Rómverja,Hebreska og kristna lífsskoðun og trúarbrögð sem ogSiði og hugsunarhætti hinna germönsku þjóða, „sem frá upphafi þjóðflutninga til loka víkingaaldar settu mót sitt á nær allar þjóðir Norðurálfu,“ eins og það er orðað á heimasíðu Vakurs. „Einnig fjalla um stefnur og strauma sem brjóta í bága við grunngildi evrópskrar menningararfleifðar“ Ábyrgðarmaður heimasíðu Vakurs er Þröstur Jónsson. Fyrirlesturinn fer fram sem fyrr segir þann 11. maí í Grand Hótel Reykjavík
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira