NATO þingmenn funda við landamæri Rússlands í Georgíu Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2017 20:30 Reikna má með að viðbrögð Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna í Georgíu síðar í mánuðinum verði enn harðari en viðbrögð þeirra við fundi þingmannanna á Svalbarða í næstu viku. Varaformaður Framsóknarflokksins segir fullkomlega eðlilegt að þingmennirnir komi saman þar til að ræða málefni norðurslóða. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá hörðum viðbrögðum Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna á Svalbarða í næstu viku. En Svalbarði hefur sérstaka stöðu í alþjóðasamfélaginu þar sem eyjarnar tilheyra engri einni þjóð en lúta stjórn Noregs samkvæmt sérstöku samkomulagi. Eyjarnar eru hins vegar hernaðarlega mikilvægar fyrir Rússa og Norðurlöndin vegna legu sinnar. Rússar telja fund NATO þingmanna á Svalbarða í næstu viku vera ögrun við þá. Lilja Alfreðsdóttir sem fer fyrir hópi íslenskra þingmanna á fundinum segir svo ekki vera. „Nei það er ekki verið að gera það. Þetta er þingmannanefnd NATO. Það eru 58 þingmenn frá 18 NATO ríkjum sem eru að fara að funda þarna. NATO þingmannanefndin hefur áður fundað á Svalbarða án þess að rússnesk stjórnvöld hafi gert athugasemdir við staðsetningu fundarins,“ segir Lilja. Staðarvalið sé ekki tilviljun vegna þess að það tengist umræðuefni fundarins. „Fundurinn er skipulagður af norska Stórþinginu til þess að vekja máls á málefnum norðurslóða og Norðuríshafsins með sérstakri áherslu á loftlagsbreytingar. Þess má geta að ég mun einmitt stýra málstofu varðandi loftslagsbreytingar og málefni hafsins,“ segir Lilja. Enda séu áhrif loftslagsbreytinganna einna sýnilegastar á þessu svæði. Þingmannanefnd NATO kemur síðan saman til annars fundar hinn 26. maí næst komandi á stað sem ef til vill er enn umdeildari, eða í Georgíu. En stríð Georgíumanna og Rússa árið 2008 endaði með því að Rússar hertóku tvö héruð landsins, Suður Ossetíu og Abkasíu. „En það má ekki gleyma því að Georgía hefur verið að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu í þónokkurn tíma. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að þingmannanefndin fundi þar.“En finnst þér það skynsamlegt?„Við þurfum aðeins að vega og meta hver viðbrögðin verða. En hins vegar er það svo að þingmannanefndin ákveður hvar hún fundar og mun ekki láta undan einhverjum sérstökum þrýstingi hvað það varðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Georgía NATO Rússland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Reikna má með að viðbrögð Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna í Georgíu síðar í mánuðinum verði enn harðari en viðbrögð þeirra við fundi þingmannanna á Svalbarða í næstu viku. Varaformaður Framsóknarflokksins segir fullkomlega eðlilegt að þingmennirnir komi saman þar til að ræða málefni norðurslóða. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá hörðum viðbrögðum Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna á Svalbarða í næstu viku. En Svalbarði hefur sérstaka stöðu í alþjóðasamfélaginu þar sem eyjarnar tilheyra engri einni þjóð en lúta stjórn Noregs samkvæmt sérstöku samkomulagi. Eyjarnar eru hins vegar hernaðarlega mikilvægar fyrir Rússa og Norðurlöndin vegna legu sinnar. Rússar telja fund NATO þingmanna á Svalbarða í næstu viku vera ögrun við þá. Lilja Alfreðsdóttir sem fer fyrir hópi íslenskra þingmanna á fundinum segir svo ekki vera. „Nei það er ekki verið að gera það. Þetta er þingmannanefnd NATO. Það eru 58 þingmenn frá 18 NATO ríkjum sem eru að fara að funda þarna. NATO þingmannanefndin hefur áður fundað á Svalbarða án þess að rússnesk stjórnvöld hafi gert athugasemdir við staðsetningu fundarins,“ segir Lilja. Staðarvalið sé ekki tilviljun vegna þess að það tengist umræðuefni fundarins. „Fundurinn er skipulagður af norska Stórþinginu til þess að vekja máls á málefnum norðurslóða og Norðuríshafsins með sérstakri áherslu á loftlagsbreytingar. Þess má geta að ég mun einmitt stýra málstofu varðandi loftslagsbreytingar og málefni hafsins,“ segir Lilja. Enda séu áhrif loftslagsbreytinganna einna sýnilegastar á þessu svæði. Þingmannanefnd NATO kemur síðan saman til annars fundar hinn 26. maí næst komandi á stað sem ef til vill er enn umdeildari, eða í Georgíu. En stríð Georgíumanna og Rússa árið 2008 endaði með því að Rússar hertóku tvö héruð landsins, Suður Ossetíu og Abkasíu. „En það má ekki gleyma því að Georgía hefur verið að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu í þónokkurn tíma. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að þingmannanefndin fundi þar.“En finnst þér það skynsamlegt?„Við þurfum aðeins að vega og meta hver viðbrögðin verða. En hins vegar er það svo að þingmannanefndin ákveður hvar hún fundar og mun ekki láta undan einhverjum sérstökum þrýstingi hvað það varðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Georgía NATO Rússland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira