Ný eign föður Bjarna í hundraða milljóna viðskiptum við ríkið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. maí 2017 07:00 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. vísir/ernir Virði samninga milli ISS á Íslandi og íslenska ríkisins nema minnst 209 milljónum króna. ISS er að meirihluta í eigu félaga Benedikts Sveinssonar, föður forsætisráðherra, og Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar. Í svari Ríkiskaupa við fyrirspurn Fréttablaðsins um samninga milli ISS og ríkisins kemur fram að fyrirtækið hafi meðal annars orðið hlutskarpast í útboði um þrif á Landspítalanum, húsnæði Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og húsnæði Tollstjóra. Fyrir það fær ISS rúmar 209 milljónir króna á samningstímanum.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.VÍSIR/VILHELMSvar Ríkiskaupa nær aftur til maí 2015 en þá tók fyrirtækið upp nýtt verkefnastjórnunarkerfi. Fleiri samningar eru í gildi en þeir sem taldir eru upp hér að framan en til þeirra var stofnað í tíð eldra kerfis. Má þar meðal annars nefna samning um þrif ISS í sex ráðuneytum frá því í febrúar 2015. Þá er mögulegt að fyrirtækið hafi gert samninga við stofnanir sem ekki voru boðnir út. Upphæð gildra samninga er því hærri en 209 milljónir. ISS sérhæfir sig í ræstingum og rekstri mötuneyta og er langstærsti aðili markaðarins hér á landi. Velta félagsins er rúmlega þreföld velta næststærsta ræstingafyrirtækis landsins. Þá var eigið fé þess í árslok 2015 nærri tveir milljarðar króna. Um miðjan síðasta mánuð féllst Samkeppniseftirlitið á yfirtöku nýrra eigenda á ISS. Þar eru á ferð félög í eigu Sveinssonanna Benedikts og Einars. Í gegnum þau eiga þeir nú 2/3 hluta í fyrirtækinu. Fallist var á yfirtökuna athugasemdalaust. „Almennt er það þannig að stjórnmálamenn þurfa að passa sig að lenda ekki í þeirri að stöðu að hagsmunir þeirra eða nákominna séu líklegir til að minnka trúverðugleika þeirra,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Ég tel að það sé æskilegt að þetta sé rætt en fyrst og fremst að þetta hljóti að vera mjög óþægilegt fyrir forsætisráðherra.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Virði samninga milli ISS á Íslandi og íslenska ríkisins nema minnst 209 milljónum króna. ISS er að meirihluta í eigu félaga Benedikts Sveinssonar, föður forsætisráðherra, og Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar. Í svari Ríkiskaupa við fyrirspurn Fréttablaðsins um samninga milli ISS og ríkisins kemur fram að fyrirtækið hafi meðal annars orðið hlutskarpast í útboði um þrif á Landspítalanum, húsnæði Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og húsnæði Tollstjóra. Fyrir það fær ISS rúmar 209 milljónir króna á samningstímanum.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.VÍSIR/VILHELMSvar Ríkiskaupa nær aftur til maí 2015 en þá tók fyrirtækið upp nýtt verkefnastjórnunarkerfi. Fleiri samningar eru í gildi en þeir sem taldir eru upp hér að framan en til þeirra var stofnað í tíð eldra kerfis. Má þar meðal annars nefna samning um þrif ISS í sex ráðuneytum frá því í febrúar 2015. Þá er mögulegt að fyrirtækið hafi gert samninga við stofnanir sem ekki voru boðnir út. Upphæð gildra samninga er því hærri en 209 milljónir. ISS sérhæfir sig í ræstingum og rekstri mötuneyta og er langstærsti aðili markaðarins hér á landi. Velta félagsins er rúmlega þreföld velta næststærsta ræstingafyrirtækis landsins. Þá var eigið fé þess í árslok 2015 nærri tveir milljarðar króna. Um miðjan síðasta mánuð féllst Samkeppniseftirlitið á yfirtöku nýrra eigenda á ISS. Þar eru á ferð félög í eigu Sveinssonanna Benedikts og Einars. Í gegnum þau eiga þeir nú 2/3 hluta í fyrirtækinu. Fallist var á yfirtökuna athugasemdalaust. „Almennt er það þannig að stjórnmálamenn þurfa að passa sig að lenda ekki í þeirri að stöðu að hagsmunir þeirra eða nákominna séu líklegir til að minnka trúverðugleika þeirra,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Ég tel að það sé æskilegt að þetta sé rætt en fyrst og fremst að þetta hljóti að vera mjög óþægilegt fyrir forsætisráðherra.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira