Fiskur á silfurfati Oddný G. Harðardóttir skrifar 9. maí 2017 07:00 Þorskstofninn hefur aldrei mælst stærri en við síðustu mælingar Hafrannsóknastofnunar. Það verður því að teljast afar líklegt að tillaga um viðbótarkvóta komi fram fyrir næstu fiskveiðiár enda hefur kvótinn nærri tvöfaldast síðustu 10 fiskveiðiár þrátt fyrir lakari mælingar. Ríkisstjórnin, með sjávarútvegsráðherra Viðreisnar í fararbroddi málaflokksins, vill ekki breyta lögum um fiskveiðistjórnun svo hægt sé að bjóða út viðbótarkvótann. Þess vegna verður honum að óbreyttu skipt á milli núverandi kvótaeigenda. Alþingi er í fullum rétti til að stöðva þann gjafagjörning. Alþingi ætti að lögleiða réttlátari meðferð fiskveiðiauðlindarinnar fyrir hönd eigenda hennar. Í það minnsta ætti að stöðva áform ríkisstjórnarinnar um að færa viðbótarkvóta útgerðinni á silfurfati. Með útboði á viðbótarkvóta fengist verðmæt reynsla af útboðsleiðinni sem gæti nýst vel í viðræðum sáttanefndar þeirrar sem sjávarútvegsráðherra hyggst skipa á næstunni um fiskveiðistjórnunarkerfið. Með reglum um útboð væri mögulegt að auðvelda aðkomu útgerða frá viðkvæmari svæðum landsins, stuðla að nýliðun og vinna gegn samþjöppun aflaheimilda. Ef tækifærið er ekki nýtt verður það útboð sem fyrir er styrkt enn frekar, þ.e.a.s. útboð á kvóta sem nú er í höndum útgerðarinnar sjálfrar. Á þeim útboðsmarkaði fór kílóið af þorski á 211 kr. í haust en gengur nú um stundir á 180 kr. en 11 kr. renna til ríkissjóðs í formi veiðigjalds. Skólar og heilbrigðisstofnanir eru á sama tíma í rekstrarvanda vegna fjárskorts og vegirnir að molna undan okkur. Hvers vegna ætli stjórnvöldum finnist mikilvægara að færa útgerðinni viðbótarkvóta á spottprís frekar en að fá fyrir hann markaðsverð og láta tekjurnar renna til velferðarþjónustu fyrir almenning? Hvort sagðist Viðreisn fyrir kosningar ætla að gæta betur að sérhagsmunum eða hag almennings? Þjóðin á þessa auðlind og á rétt á sanngjörnu gjaldi fyrir afnotaréttinn af henni. Á dögunum átti ég samtal við sjávarútvegsráðherra og þingflokksformann Viðreisnar um þessi mál í þinginu. Báðar lofuðu þær nefndum en engum efndum og líklega er það einmitt forsenda stjórnarsamstarfsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þorskstofninn hefur aldrei mælst stærri en við síðustu mælingar Hafrannsóknastofnunar. Það verður því að teljast afar líklegt að tillaga um viðbótarkvóta komi fram fyrir næstu fiskveiðiár enda hefur kvótinn nærri tvöfaldast síðustu 10 fiskveiðiár þrátt fyrir lakari mælingar. Ríkisstjórnin, með sjávarútvegsráðherra Viðreisnar í fararbroddi málaflokksins, vill ekki breyta lögum um fiskveiðistjórnun svo hægt sé að bjóða út viðbótarkvótann. Þess vegna verður honum að óbreyttu skipt á milli núverandi kvótaeigenda. Alþingi er í fullum rétti til að stöðva þann gjafagjörning. Alþingi ætti að lögleiða réttlátari meðferð fiskveiðiauðlindarinnar fyrir hönd eigenda hennar. Í það minnsta ætti að stöðva áform ríkisstjórnarinnar um að færa viðbótarkvóta útgerðinni á silfurfati. Með útboði á viðbótarkvóta fengist verðmæt reynsla af útboðsleiðinni sem gæti nýst vel í viðræðum sáttanefndar þeirrar sem sjávarútvegsráðherra hyggst skipa á næstunni um fiskveiðistjórnunarkerfið. Með reglum um útboð væri mögulegt að auðvelda aðkomu útgerða frá viðkvæmari svæðum landsins, stuðla að nýliðun og vinna gegn samþjöppun aflaheimilda. Ef tækifærið er ekki nýtt verður það útboð sem fyrir er styrkt enn frekar, þ.e.a.s. útboð á kvóta sem nú er í höndum útgerðarinnar sjálfrar. Á þeim útboðsmarkaði fór kílóið af þorski á 211 kr. í haust en gengur nú um stundir á 180 kr. en 11 kr. renna til ríkissjóðs í formi veiðigjalds. Skólar og heilbrigðisstofnanir eru á sama tíma í rekstrarvanda vegna fjárskorts og vegirnir að molna undan okkur. Hvers vegna ætli stjórnvöldum finnist mikilvægara að færa útgerðinni viðbótarkvóta á spottprís frekar en að fá fyrir hann markaðsverð og láta tekjurnar renna til velferðarþjónustu fyrir almenning? Hvort sagðist Viðreisn fyrir kosningar ætla að gæta betur að sérhagsmunum eða hag almennings? Þjóðin á þessa auðlind og á rétt á sanngjörnu gjaldi fyrir afnotaréttinn af henni. Á dögunum átti ég samtal við sjávarútvegsráðherra og þingflokksformann Viðreisnar um þessi mál í þinginu. Báðar lofuðu þær nefndum en engum efndum og líklega er það einmitt forsenda stjórnarsamstarfsins.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar