Blaðamenn senda skilaboð til Trump: „Við erum ekki óvinurinn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 14:30 Carl Bernstein var heiðursgestur. Vísir/Getty Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. Guardian greinir frá.Trump hefur verið duglegur að skjóta á og gagnrýna umfjöllun fjölmiðla um embættisfærslur hans sem forseta. Skipulagði hann meðal annars fund með stuðningsmönnum á sama tíma og kvöldverðurinn fór fram. Þar skaut hann föstum skotum að blaðamönnum.Áralöng hefð er fyrir því að sitjandi forseti Bandaríkjanna mæti í kvöldverðinn en Trump þáði ekki boðið, fyrstur forseta síðan Ronald Reagan árið 1981 sem var þá að jafna sig eftir banatilræði. Jeff Mason, blaðamaður á Reuters og forseti samtaka blaðamanna í Hvíta húsinu, sem skipulegur kvöldverðinn sendi Trump skýr skilaboð í hátíðarræðu sinni. Varði hann frelsi fjölmiðla og sagði að tilraunir til þess að grafa undan fjölmiðlum væru hættulegar lýðræðinu. „Við erum ekki falskar fréttir, við erum ekki haltrandi fjölmiðlafyrirtæki og við erum ekki óvinurinn,“ sagði Mason. Vegna fjarveru Trump var fundurinn með breyttu sniði miðað við síðustu ár. Venju samkvæmt var þó grínisti fenginn til þess að halda uppi stuðinu og féll það hlutverk í skaut Hashan Minhaj frá The Daily Show á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Gerði hann óspart grín að fjölmiðlum og Trump sjálfum. Vegna fjarveru Trump var enginn ræða Bandaríkjaforseta á dagskrá, líkt og tíðkast venjulega. Þess í stað var kvöldið helgað blaðamönnunum Bob Woodward og Carl Bernstein sem eru helst þekktir fyrir fréttaflutning sinn um Watergate-málið sem á endanum varð til þess að Richard Nixon sagði af sér embætti forseta. Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla eiga skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. 30. apríl 2017 08:49 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. Guardian greinir frá.Trump hefur verið duglegur að skjóta á og gagnrýna umfjöllun fjölmiðla um embættisfærslur hans sem forseta. Skipulagði hann meðal annars fund með stuðningsmönnum á sama tíma og kvöldverðurinn fór fram. Þar skaut hann föstum skotum að blaðamönnum.Áralöng hefð er fyrir því að sitjandi forseti Bandaríkjanna mæti í kvöldverðinn en Trump þáði ekki boðið, fyrstur forseta síðan Ronald Reagan árið 1981 sem var þá að jafna sig eftir banatilræði. Jeff Mason, blaðamaður á Reuters og forseti samtaka blaðamanna í Hvíta húsinu, sem skipulegur kvöldverðinn sendi Trump skýr skilaboð í hátíðarræðu sinni. Varði hann frelsi fjölmiðla og sagði að tilraunir til þess að grafa undan fjölmiðlum væru hættulegar lýðræðinu. „Við erum ekki falskar fréttir, við erum ekki haltrandi fjölmiðlafyrirtæki og við erum ekki óvinurinn,“ sagði Mason. Vegna fjarveru Trump var fundurinn með breyttu sniði miðað við síðustu ár. Venju samkvæmt var þó grínisti fenginn til þess að halda uppi stuðinu og féll það hlutverk í skaut Hashan Minhaj frá The Daily Show á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Gerði hann óspart grín að fjölmiðlum og Trump sjálfum. Vegna fjarveru Trump var enginn ræða Bandaríkjaforseta á dagskrá, líkt og tíðkast venjulega. Þess í stað var kvöldið helgað blaðamönnunum Bob Woodward og Carl Bernstein sem eru helst þekktir fyrir fréttaflutning sinn um Watergate-málið sem á endanum varð til þess að Richard Nixon sagði af sér embætti forseta.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla eiga skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. 30. apríl 2017 08:49 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Trump segir fjölmiðla eiga skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. 30. apríl 2017 08:49