Múrinn hans Trump engin fyrirstaða | Bandaríkin, Mexíkó og Kanada vilja halda HM saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2017 07:30 Forsetar knattspyrnusambandanna þriggja með framboðsgögnin. Victor Montagliani frá Kanada, Sunil Gulati, fraá Bandaríkjunum og Decio de Maria frá Mexíkó. Vísir/AP Það var vitað að það væri umfangsmikið að halda HM í fótbolta árið 2026 enda á ferðinni fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þjóðum. Nú virðist það þurfa næstum því heila heimsálfu til að halda þessa fyrstu risa heimsmeistarakeppni sögunnar. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó tilkynntu í nótt að knattspyrnusambönd þjóðanna vilji halda heimsmeistarakeppnina eftir níu ár en það verður fyrsta HM eftir að fjölgað verður úr 32 liðum upp í 48. Það vekur athygli að múrinn hans Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann hefur lofað að byggja á milli Bandaríkjanna og Mexíkó er ekki mikið að trufla menn í þessu sameiginlega framboði. Það eru níu ár í þessa keppni og múrinn ætti því að vera kominn upp fyrir þann tíma. Heimsmeistarakeppnin hefur aldrei áður farið fram í þremur löndum. Það verður ákveðið árið 2020 hvar keppnin muni fara fram en með þessu framboði verður að teljast afar líklegt á HM 2016 fari fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Evrópsk og asísk knattspyrnusambönd mega ekki halda keppnina 2026 þar sem þau halda keppnirnar á undan. Næsta heimsmeistarakeppnin fer fram í Rússlandi á næsta ári og HM 2022 verður síðan í Katar. Knattspyrnusambönd Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó eru þegar búin að skipta með sér leikjum. 60 leikir alls og allir leikir frá og með átta liða úrslitunum fara fram í Bandaríkjunum en tíu leikir verða spilaðir bæði í Kanada og Mexíkó. Bandaríkin hélt HM 1994 og HM kvenna 2015 fór fram í Kanada. Mexíkó á aftur möguleika á því að verða fyrsta þjóðin til að halda þrjár heimsmeistarakeppnir en áður hefur HM verið í Mexíkó 1970 og 1986. Heimsmeistaramótið 2026 mun byrja með sextán þriggja liða riðlum þar sem tvær efstu þjóðirnar komast í 32 liða úrslitin.It's official! USA, Canada and Mexico declare intention to submit unified bid to host 2026 FIFA World Cup.Details: https://t.co/Ua6lVOMXl6 pic.twitter.com/ye10ll5ypR— U.S. Soccer (@ussoccer) April 10, 2017 A unified bid to welcome the world to in 2026!More: https://t.co/Ua6lVOvlWw pic.twitter.com/wlrjksDroC— U.S. Soccer (@ussoccer) April 10, 2017 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Það var vitað að það væri umfangsmikið að halda HM í fótbolta árið 2026 enda á ferðinni fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þjóðum. Nú virðist það þurfa næstum því heila heimsálfu til að halda þessa fyrstu risa heimsmeistarakeppni sögunnar. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó tilkynntu í nótt að knattspyrnusambönd þjóðanna vilji halda heimsmeistarakeppnina eftir níu ár en það verður fyrsta HM eftir að fjölgað verður úr 32 liðum upp í 48. Það vekur athygli að múrinn hans Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann hefur lofað að byggja á milli Bandaríkjanna og Mexíkó er ekki mikið að trufla menn í þessu sameiginlega framboði. Það eru níu ár í þessa keppni og múrinn ætti því að vera kominn upp fyrir þann tíma. Heimsmeistarakeppnin hefur aldrei áður farið fram í þremur löndum. Það verður ákveðið árið 2020 hvar keppnin muni fara fram en með þessu framboði verður að teljast afar líklegt á HM 2016 fari fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Evrópsk og asísk knattspyrnusambönd mega ekki halda keppnina 2026 þar sem þau halda keppnirnar á undan. Næsta heimsmeistarakeppnin fer fram í Rússlandi á næsta ári og HM 2022 verður síðan í Katar. Knattspyrnusambönd Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó eru þegar búin að skipta með sér leikjum. 60 leikir alls og allir leikir frá og með átta liða úrslitunum fara fram í Bandaríkjunum en tíu leikir verða spilaðir bæði í Kanada og Mexíkó. Bandaríkin hélt HM 1994 og HM kvenna 2015 fór fram í Kanada. Mexíkó á aftur möguleika á því að verða fyrsta þjóðin til að halda þrjár heimsmeistarakeppnir en áður hefur HM verið í Mexíkó 1970 og 1986. Heimsmeistaramótið 2026 mun byrja með sextán þriggja liða riðlum þar sem tvær efstu þjóðirnar komast í 32 liða úrslitin.It's official! USA, Canada and Mexico declare intention to submit unified bid to host 2026 FIFA World Cup.Details: https://t.co/Ua6lVOMXl6 pic.twitter.com/ye10ll5ypR— U.S. Soccer (@ussoccer) April 10, 2017 A unified bid to welcome the world to in 2026!More: https://t.co/Ua6lVOvlWw pic.twitter.com/wlrjksDroC— U.S. Soccer (@ussoccer) April 10, 2017
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira