Stjórnvöld níðast á öldruðum Björgvin Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Í þessari grein verður fjallað um þrjú dæmi þess hvernig stjórnvöld níðast á öldruðum. Fyrsta dæmið er frá 2013. Tryggingastofnun ríkisins og Ríkisendurskoðun gripu þá til þess ráðs að nota skoðanakönnun um „bótasvik“ í sveitarfélögum í Danmörku sem vísbendingu eða sönnun um slík svik á Íslandi. Þetta var fáheyrt, þar eð ekki var einu sinni um rannsókn að ræða í Danmörku heldur skoðanakönnun. M.ö.o: Danskir lífeyrisþegar voru spurðir hvort þeir teldu, að bótasvik væru stunduð í umræddum sveitarfélögum. Að sjálfsögðu skiptir slík skoðanakönnun í Danmörku engu máli fyrir Ísland. En það furðulega gerðist, að ríkisendurskoðandi taldi, að umrædd skoðanakönnun í Danmörku væri eðlilegt viðmið fyrir Ísland. Í ljós kom þó, að raunveruleg bótasvik á Íslandi umrætt ár voru lítil sem engin. Það var því verið að ljúga bótasvikum upp á aldraða og öryrkja á Íslandi. Það er alvarlegt mál og ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun ættu að biðjast afsökunar á þessari framkomu við íslenskt lífeyrisfólk.Ólögmæt skerðing 5 milljarðar 2017! Annað dæmið fjallar um það, að Tryggingastofnun með samþykki velferðarráðuneytisins ákvað að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum í janúar og febrúar 2017 um 5 milljarða enda þótt heimild til skerðingar hefði fallið út úr lögunum við afgreiðslu þeirra á Alþingi. Tryggingastofnun og velferðarráðuneytið stóðu að þessu athæfi gagnvart eldri borgurum og báðust ekki einu sinni afsökunar á tiltækinu. Málaferli eru nú í uppsiglingu vegna þessarar ólögmætu skerðingar á tryggingalífeyri aldraðra. Flokkur fólksins ákvað að fara í mál og er undirbúningur nú í fullum gangi. Telja má nokkuð öruggt, að þetta mál vinnist og gangi það eftir er greið leið til þess að stefna ríkinu vegna fyrri skerðinga.Lífeyrisfólk skattlagt um 50 þúsund á mánuði! Þriðja dæmið fjallar um persónuafsláttinn og skattleysismörkin frá 1988 og fram á þennan dag. Árið 1988 lýstu stjórnmálamenn því yfir, að persónuafsláttur ætti að fylgja launa- og verðlagsvísitölu. Við það hefur ekki verið staðið. Ef það hefði verið gert væru elli- og örorkulífeyrisþegar skattlausir í dag. En þeir greiða 50 þúsund á mánuði í skatt. Ríkið lætur lífeyrisfólk fá lífeyri með annarri hendinni en tekur jafnmikið til baka með hinni. Þetta er svívirða. Í Noregi er lífeyrir skattfrjáls. Þannig á það að vera hér. Öll þessi framangreind þrjú dæmi leiða í ljós, að stjórnvöld hér á landi eru stöðugt að níðast á öldruðum og öryrkjum. Mál er að linni og leiðrétt verði fyrir liðinn tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari grein verður fjallað um þrjú dæmi þess hvernig stjórnvöld níðast á öldruðum. Fyrsta dæmið er frá 2013. Tryggingastofnun ríkisins og Ríkisendurskoðun gripu þá til þess ráðs að nota skoðanakönnun um „bótasvik“ í sveitarfélögum í Danmörku sem vísbendingu eða sönnun um slík svik á Íslandi. Þetta var fáheyrt, þar eð ekki var einu sinni um rannsókn að ræða í Danmörku heldur skoðanakönnun. M.ö.o: Danskir lífeyrisþegar voru spurðir hvort þeir teldu, að bótasvik væru stunduð í umræddum sveitarfélögum. Að sjálfsögðu skiptir slík skoðanakönnun í Danmörku engu máli fyrir Ísland. En það furðulega gerðist, að ríkisendurskoðandi taldi, að umrædd skoðanakönnun í Danmörku væri eðlilegt viðmið fyrir Ísland. Í ljós kom þó, að raunveruleg bótasvik á Íslandi umrætt ár voru lítil sem engin. Það var því verið að ljúga bótasvikum upp á aldraða og öryrkja á Íslandi. Það er alvarlegt mál og ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun ættu að biðjast afsökunar á þessari framkomu við íslenskt lífeyrisfólk.Ólögmæt skerðing 5 milljarðar 2017! Annað dæmið fjallar um það, að Tryggingastofnun með samþykki velferðarráðuneytisins ákvað að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum í janúar og febrúar 2017 um 5 milljarða enda þótt heimild til skerðingar hefði fallið út úr lögunum við afgreiðslu þeirra á Alþingi. Tryggingastofnun og velferðarráðuneytið stóðu að þessu athæfi gagnvart eldri borgurum og báðust ekki einu sinni afsökunar á tiltækinu. Málaferli eru nú í uppsiglingu vegna þessarar ólögmætu skerðingar á tryggingalífeyri aldraðra. Flokkur fólksins ákvað að fara í mál og er undirbúningur nú í fullum gangi. Telja má nokkuð öruggt, að þetta mál vinnist og gangi það eftir er greið leið til þess að stefna ríkinu vegna fyrri skerðinga.Lífeyrisfólk skattlagt um 50 þúsund á mánuði! Þriðja dæmið fjallar um persónuafsláttinn og skattleysismörkin frá 1988 og fram á þennan dag. Árið 1988 lýstu stjórnmálamenn því yfir, að persónuafsláttur ætti að fylgja launa- og verðlagsvísitölu. Við það hefur ekki verið staðið. Ef það hefði verið gert væru elli- og örorkulífeyrisþegar skattlausir í dag. En þeir greiða 50 þúsund á mánuði í skatt. Ríkið lætur lífeyrisfólk fá lífeyri með annarri hendinni en tekur jafnmikið til baka með hinni. Þetta er svívirða. Í Noregi er lífeyrir skattfrjáls. Þannig á það að vera hér. Öll þessi framangreind þrjú dæmi leiða í ljós, að stjórnvöld hér á landi eru stöðugt að níðast á öldruðum og öryrkjum. Mál er að linni og leiðrétt verði fyrir liðinn tíma.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar