Loforð um aukið fé til lyfjakaupa ekki efnt Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2017 06:00 Ráðherrar ríkisstjórnarinnar áttu að tryggja fé til lyfjakaupa. Það hefur ekki enn gengið eftir. vísir/ernir Ríkisstjórnin hefur enn ekki efnt loforð sitt frá því um miðjan febrúar að sjá til þess að ný krabbameinslyf verði tekin í notkun hér á landi á þessu ári. Fjárframlög í upphafi árs buðu ekki upp á nein ný lyf á þessu ári að mati formanns lyfjagreiðslunefndar. Formaður Krafts segir marga ekki geta beðið mikið lengur eftir að loforðið sé efnt.Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts.vísir/gvaFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til á árinu sem hægt væri að nota til að taka upp ný lyf. Guðrún I. Gylfadóttir, formaður lyfjagreiðslunefndar, sagði þá ekkert svigrúm fyrir hendi. Ríkisstjórnin gaf það svo út þann 17. febrúar að veita yrði meira fjármagn til upptöku nýrra lyfja. „Við hjá Krafti fögnuðum því þegar ríkisstjórnin lofaði að leggja fé í málaflokkinn. Hins vegar hefur ekkert gerst síðan og ný krabbameinslyf þurfa að bíða enn um sinn,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra. Guðrún Gylfadóttir, segir það rétt að loforðið frá því í febrúar hafi ekki verið efnt en unnið sé að því innan ráðuneytisins að finna fjármagn til þess að taka inn ný krabbameinslyf. „Að mínu mati er þetta í góðum farvegi og unnið er að því í velferðarráðuneytinu. Á meðan erum við að taka inn ný lyf,“ segir Guðrún. Ragnheiður segir alvarlegt að þurfa að bíða lengi eftir því að efna þetta loforð. „Það er ekki nóg að hlutirnir séu í vinnslu. Ríkisstjórnin er búin að samþykkja fjárútlát til málaflokksins og því þarf að hafa snör handtök,“ segir Ragnheiður. „Fólk sem býr við þessa sjúkdóma getur sumt hvert ekkert beðið eftir því að þessi mál verði afgreidd í stjórnsýslunni. Krabbameinssjúklingar hafa nóg með að huga að eigin heilsu í stað þess að bíða.“ Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, hefur hunsað ítrekaðar beiðnir Fréttablaðsins síðustu daga og umleitanir fréttastofu um viðtal. Óttarr Proppé hefur ekki svarað ítrekuðum beiðnum Fréttablaðsins um viðtal.vísir/ernir Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfjakaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar. 7. apríl 2017 07:00 Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Heilbrigðisráðherra sagður svíkja loforð sem flokkur hans gaf fyrir kosningar. Sagðist ekki myndi láta það gerast að fjárskortur leiddi til lyfjaskorts. Íslendingar innleiða ekki sömu krabbameinslyf og innleidd eru í nágrannalöndum. 15. febrúar 2017 07:00 Ríkisstjórnin beitir sér fyrir upptöku nýrra lyfja Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári en ekki eru til peningar fyrir því í fjárlögum þessa árs. Formaður Krafts fagnar þessum breytingum. 21. febrúar 2017 07:00 Heimildir til innleiðingar nýrra lyfja rýmkaðar verulega Heilbrigðisráðherra segir að rýnt hafi verið í þörfina og óskir spítalana. 19. febrúar 2016 15:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur enn ekki efnt loforð sitt frá því um miðjan febrúar að sjá til þess að ný krabbameinslyf verði tekin í notkun hér á landi á þessu ári. Fjárframlög í upphafi árs buðu ekki upp á nein ný lyf á þessu ári að mati formanns lyfjagreiðslunefndar. Formaður Krafts segir marga ekki geta beðið mikið lengur eftir að loforðið sé efnt.Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts.vísir/gvaFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til á árinu sem hægt væri að nota til að taka upp ný lyf. Guðrún I. Gylfadóttir, formaður lyfjagreiðslunefndar, sagði þá ekkert svigrúm fyrir hendi. Ríkisstjórnin gaf það svo út þann 17. febrúar að veita yrði meira fjármagn til upptöku nýrra lyfja. „Við hjá Krafti fögnuðum því þegar ríkisstjórnin lofaði að leggja fé í málaflokkinn. Hins vegar hefur ekkert gerst síðan og ný krabbameinslyf þurfa að bíða enn um sinn,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra. Guðrún Gylfadóttir, segir það rétt að loforðið frá því í febrúar hafi ekki verið efnt en unnið sé að því innan ráðuneytisins að finna fjármagn til þess að taka inn ný krabbameinslyf. „Að mínu mati er þetta í góðum farvegi og unnið er að því í velferðarráðuneytinu. Á meðan erum við að taka inn ný lyf,“ segir Guðrún. Ragnheiður segir alvarlegt að þurfa að bíða lengi eftir því að efna þetta loforð. „Það er ekki nóg að hlutirnir séu í vinnslu. Ríkisstjórnin er búin að samþykkja fjárútlát til málaflokksins og því þarf að hafa snör handtök,“ segir Ragnheiður. „Fólk sem býr við þessa sjúkdóma getur sumt hvert ekkert beðið eftir því að þessi mál verði afgreidd í stjórnsýslunni. Krabbameinssjúklingar hafa nóg með að huga að eigin heilsu í stað þess að bíða.“ Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, hefur hunsað ítrekaðar beiðnir Fréttablaðsins síðustu daga og umleitanir fréttastofu um viðtal. Óttarr Proppé hefur ekki svarað ítrekuðum beiðnum Fréttablaðsins um viðtal.vísir/ernir
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfjakaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar. 7. apríl 2017 07:00 Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Heilbrigðisráðherra sagður svíkja loforð sem flokkur hans gaf fyrir kosningar. Sagðist ekki myndi láta það gerast að fjárskortur leiddi til lyfjaskorts. Íslendingar innleiða ekki sömu krabbameinslyf og innleidd eru í nágrannalöndum. 15. febrúar 2017 07:00 Ríkisstjórnin beitir sér fyrir upptöku nýrra lyfja Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári en ekki eru til peningar fyrir því í fjárlögum þessa árs. Formaður Krafts fagnar þessum breytingum. 21. febrúar 2017 07:00 Heimildir til innleiðingar nýrra lyfja rýmkaðar verulega Heilbrigðisráðherra segir að rýnt hafi verið í þörfina og óskir spítalana. 19. febrúar 2016 15:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfjakaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar. 7. apríl 2017 07:00
Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Heilbrigðisráðherra sagður svíkja loforð sem flokkur hans gaf fyrir kosningar. Sagðist ekki myndi láta það gerast að fjárskortur leiddi til lyfjaskorts. Íslendingar innleiða ekki sömu krabbameinslyf og innleidd eru í nágrannalöndum. 15. febrúar 2017 07:00
Ríkisstjórnin beitir sér fyrir upptöku nýrra lyfja Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári en ekki eru til peningar fyrir því í fjárlögum þessa árs. Formaður Krafts fagnar þessum breytingum. 21. febrúar 2017 07:00
Heimildir til innleiðingar nýrra lyfja rýmkaðar verulega Heilbrigðisráðherra segir að rýnt hafi verið í þörfina og óskir spítalana. 19. febrúar 2016 15:05