Ekki lengur þörf á auknu eftirliti vegna hugsanlegra hryðjuverka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 15:42 "Þetta er síðasti dagurinn í dag," segir Haraldur Johannessen. vísir/vilhelm Ekki er talin þörf á að halda áfram auknu eftirliti hér á landi vegna hryðjuverka, segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Eftirlit var aukið eftir árásina í Svíþjóð í byrjun mánaðar en í því fólst að sérsveitarmönnum á vakt var fjölgað og lögreglulið beðin um að vera sérstaklega á varðbergi. „Þetta er síðasti dagurinn í dag. Það var okkar mat að það væri ekki þörf á auknu eftirliti lengur heldur en var. Síðan getur það breyst snögglega, en það er ekkert sem bendir til þess núna,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Haraldur segir ekkert benda til þess að ódæðisverk séu yfirvofandi, en tekur fram að lögreglan sé ávallt á varðbergi. Verklag vegna hryðjuverka hafi verið virkjað hérlendis þar sem ekki hafi verið vitað í fyrstu hverjir stóðu að baki voðaverkinu. „Við vildum að sjálfsögðu vera við öllu búin þar sem ekki lá ljóst fyrir hver hefði staðið að þessu ódæði í Stokkhólmi og hvort það beindist eitthvað út fyrir Svíþjóð og til annarra Norðurlanda,“ segir hann. Greiningardeild ríkislögreglustjóra ákvað að 7. apríl síðastliðinn að virkja verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum vegna árásarinnar í miðborg Stokkhólms, þar sem fjórir létu lífið. Viðbúnaðarstig var ekki hækkað. Var því beint til lögreglunnar á Suðurnesjum að vera sérstaklega vakandi fyrir flugi frá Svíþjóð og var sérsveitarmönnum á vakt fjölgað. Þá var því beint til lögregluliða að vera á varðbergi fyrir grunsamlegum einstaklingum og óvenjulegum atburðum sem gætu tengst áformum um stórfellda ofbeldisglæpi., Jafnframt fylgdist greiningardeild og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra með samskiptakerfum við erlend lögreglulið og öryggisstofnanir. Tengdar fréttir Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Ekki er talin þörf á að halda áfram auknu eftirliti hér á landi vegna hryðjuverka, segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Eftirlit var aukið eftir árásina í Svíþjóð í byrjun mánaðar en í því fólst að sérsveitarmönnum á vakt var fjölgað og lögreglulið beðin um að vera sérstaklega á varðbergi. „Þetta er síðasti dagurinn í dag. Það var okkar mat að það væri ekki þörf á auknu eftirliti lengur heldur en var. Síðan getur það breyst snögglega, en það er ekkert sem bendir til þess núna,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Haraldur segir ekkert benda til þess að ódæðisverk séu yfirvofandi, en tekur fram að lögreglan sé ávallt á varðbergi. Verklag vegna hryðjuverka hafi verið virkjað hérlendis þar sem ekki hafi verið vitað í fyrstu hverjir stóðu að baki voðaverkinu. „Við vildum að sjálfsögðu vera við öllu búin þar sem ekki lá ljóst fyrir hver hefði staðið að þessu ódæði í Stokkhólmi og hvort það beindist eitthvað út fyrir Svíþjóð og til annarra Norðurlanda,“ segir hann. Greiningardeild ríkislögreglustjóra ákvað að 7. apríl síðastliðinn að virkja verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum vegna árásarinnar í miðborg Stokkhólms, þar sem fjórir létu lífið. Viðbúnaðarstig var ekki hækkað. Var því beint til lögreglunnar á Suðurnesjum að vera sérstaklega vakandi fyrir flugi frá Svíþjóð og var sérsveitarmönnum á vakt fjölgað. Þá var því beint til lögregluliða að vera á varðbergi fyrir grunsamlegum einstaklingum og óvenjulegum atburðum sem gætu tengst áformum um stórfellda ofbeldisglæpi., Jafnframt fylgdist greiningardeild og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra með samskiptakerfum við erlend lögreglulið og öryggisstofnanir.
Tengdar fréttir Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58
Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10