Sterkasta Reykjavíkurskákmótið í 53 ár Svavar Hávarðsson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Friðrik Ólafsson lék fyrsta leikinn í skák ofurstórmeistarans Anish Giri og Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í fjöltefli í gær. vísir/anton brink Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið sem hefst í dag verður hið sterkasta og fjölmennasta í 53 ára sögu þess. Alls eru um 280 skákmenn skráðir til leiks frá um 45 löndum. Þar af eru 35 stórmeistarar og hafa þeir aldrei verið fleiri. Um 180 erlendir skákmenn taka þátt í mótinu. Fleiri en nokkru sinni fyrr. Flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum, Indlandi og Kanada. Góð þátttaka Færeyinga vekur athygli en þeir eru 12 talsins. Mótshaldarar segja að Reykjavíkurskákmótið sé frekar skákhátíð en skákmót. Efnt er til alls konar sérviðburða meðan mótið fer fram, fjöltefli ofurstórmeistarans, sterkasta þátttakanda í sögu mótsins, Anish Giri, var í gær. En meðal annarra sérviðburða eru fyrirlestrar, hraðskákmót, barnahraðskákmót, spurningakeppni (pub quiz), fótboltamót skákmanna, kotrumót og ferð um gullna hringinn með viðkomu við leiði Bobbys Fischer. Nærri 100 íslenskir skákmenn taka þátt í mótinu nú og þar á meðal þrír stórmeistarar. Stigahæstur þeirra er Hannes Hlífar Stefánsson, sigursælasti skákmaður í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Það sætir tíðindum að Jóhann Hjartarson tekur nú þátt í mótinu í fyrsta skipti í 21 ár og sá þriðji er Þröstur Þórhallsson. Sjö íslenskar skákkonur taka þátt. Fyrir þeim fer Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna og margfaldur Íslandsmeistari. Alþjóðlegu meistararnir Guðmundur Kjartansson, Bragi og Björn Þorfinnssynir taka þátt og það gerir einnig Vignir Vatnar Stefánsson, okkar efnilegasti skákmaður. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurskákmótið Reykjavík Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið sem hefst í dag verður hið sterkasta og fjölmennasta í 53 ára sögu þess. Alls eru um 280 skákmenn skráðir til leiks frá um 45 löndum. Þar af eru 35 stórmeistarar og hafa þeir aldrei verið fleiri. Um 180 erlendir skákmenn taka þátt í mótinu. Fleiri en nokkru sinni fyrr. Flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum, Indlandi og Kanada. Góð þátttaka Færeyinga vekur athygli en þeir eru 12 talsins. Mótshaldarar segja að Reykjavíkurskákmótið sé frekar skákhátíð en skákmót. Efnt er til alls konar sérviðburða meðan mótið fer fram, fjöltefli ofurstórmeistarans, sterkasta þátttakanda í sögu mótsins, Anish Giri, var í gær. En meðal annarra sérviðburða eru fyrirlestrar, hraðskákmót, barnahraðskákmót, spurningakeppni (pub quiz), fótboltamót skákmanna, kotrumót og ferð um gullna hringinn með viðkomu við leiði Bobbys Fischer. Nærri 100 íslenskir skákmenn taka þátt í mótinu nú og þar á meðal þrír stórmeistarar. Stigahæstur þeirra er Hannes Hlífar Stefánsson, sigursælasti skákmaður í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Það sætir tíðindum að Jóhann Hjartarson tekur nú þátt í mótinu í fyrsta skipti í 21 ár og sá þriðji er Þröstur Þórhallsson. Sjö íslenskar skákkonur taka þátt. Fyrir þeim fer Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna og margfaldur Íslandsmeistari. Alþjóðlegu meistararnir Guðmundur Kjartansson, Bragi og Björn Þorfinnssynir taka þátt og það gerir einnig Vignir Vatnar Stefánsson, okkar efnilegasti skákmaður.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurskákmótið Reykjavík Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira