Kröfðust þess að sérstök umræða um fátækt yrði sett á dagskrá þingsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2017 15:49 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Vísir/Ernir Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu það að sérstök umræða um fátækt sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir við félagsmálaráðherra, Þorstein Víglundsson, fer ekki fram í þessari viku eins og búist hafði verið við. Ekki varð annað ráðið af orðum þingmanna en að staðið hefði til að umræðan færi fram í dag en að Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins, hefði hætt við umræðuna og tilkynnt að engar sérstakar umræður myndu fara fram á þingi í þessari viku. „Ég var beðin um að senda hér inn spurningar af því að til stæði að setja þessa umræðu á dagskrá í þessari viku en en nú fæ ég að heyra það að það standi ekki til að setja þessa sérstöku umræðu á dagskrá né nokkra aðra sérstaka umræðu og ég hlýt að furða mig á því að loksins þegar hæstvirt ríkisstjórn skilar af sér málum, að sjálfsögðu á síðasta framlagningardegi eins og alltaf hefur verið þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað, þá eigi að ryðja burt öllum öðrum málum. Eða vill forysta þingsins ekki ræða málefni fátæktar?“ spurði Katrín á þingi í dag og krafðist þess að umræðan færi fram í vikunni enda væri um stórt pólitískt mál að ræða. Á meðal þingmanna sem tóku undir orð Katrínar voru þau Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er alveg fráleitt að engar sérstakar umræður muni eiga sér stað í þessari viku. Við erum að tala um það að þetta er málstofa Alþingis þar sem við ræðum formlega um ýmis mál ekki bara frumvörp ríkisstjórnarinnar þegar henni hentar heldur er mjög mikilvægt að við eigum í umræðum um önnur mikilvæg mál,“ sagði Ásta Guðrún. Logi sagði ólíðandi að ekki væri gefið pláss fyrir sérstakar umræður stjórnarandstöðunnar, ekki síst um fátækt sem verið hefði mikið til umræðu í samfélaginu undanfarnar vikur. „Mér finnst það vanvirðing við þann stóra hóp sem er að glíma við fátækt að menn skuli ekki gefa sér örlítinn tíma. Við getum auðvitað komið þessari umræðu að þegar við tölum um fjármálaáætlunina [...] og ég krefst þess að umræðan verði sett á dagskrá í vikunni,“ sagði Logi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom forseta þingsins til varnar og sagði að þingmenn yrðu að sýna forseta sanngirni. Hann taldi að aldrei á neinu tveggja mánaða tímabili í störfum þingsins hefðu sérstakar umræður að beiðni stjórnarandstöðunnar verið jafn tíðar. Þá væri leitun að því að þingmenn hefðu átt jafn greiða leið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim farvegi sem sérstakar umræður eru. Alþingi Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu það að sérstök umræða um fátækt sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir við félagsmálaráðherra, Þorstein Víglundsson, fer ekki fram í þessari viku eins og búist hafði verið við. Ekki varð annað ráðið af orðum þingmanna en að staðið hefði til að umræðan færi fram í dag en að Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins, hefði hætt við umræðuna og tilkynnt að engar sérstakar umræður myndu fara fram á þingi í þessari viku. „Ég var beðin um að senda hér inn spurningar af því að til stæði að setja þessa umræðu á dagskrá í þessari viku en en nú fæ ég að heyra það að það standi ekki til að setja þessa sérstöku umræðu á dagskrá né nokkra aðra sérstaka umræðu og ég hlýt að furða mig á því að loksins þegar hæstvirt ríkisstjórn skilar af sér málum, að sjálfsögðu á síðasta framlagningardegi eins og alltaf hefur verið þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað, þá eigi að ryðja burt öllum öðrum málum. Eða vill forysta þingsins ekki ræða málefni fátæktar?“ spurði Katrín á þingi í dag og krafðist þess að umræðan færi fram í vikunni enda væri um stórt pólitískt mál að ræða. Á meðal þingmanna sem tóku undir orð Katrínar voru þau Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er alveg fráleitt að engar sérstakar umræður muni eiga sér stað í þessari viku. Við erum að tala um það að þetta er málstofa Alþingis þar sem við ræðum formlega um ýmis mál ekki bara frumvörp ríkisstjórnarinnar þegar henni hentar heldur er mjög mikilvægt að við eigum í umræðum um önnur mikilvæg mál,“ sagði Ásta Guðrún. Logi sagði ólíðandi að ekki væri gefið pláss fyrir sérstakar umræður stjórnarandstöðunnar, ekki síst um fátækt sem verið hefði mikið til umræðu í samfélaginu undanfarnar vikur. „Mér finnst það vanvirðing við þann stóra hóp sem er að glíma við fátækt að menn skuli ekki gefa sér örlítinn tíma. Við getum auðvitað komið þessari umræðu að þegar við tölum um fjármálaáætlunina [...] og ég krefst þess að umræðan verði sett á dagskrá í vikunni,“ sagði Logi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom forseta þingsins til varnar og sagði að þingmenn yrðu að sýna forseta sanngirni. Hann taldi að aldrei á neinu tveggja mánaða tímabili í störfum þingsins hefðu sérstakar umræður að beiðni stjórnarandstöðunnar verið jafn tíðar. Þá væri leitun að því að þingmenn hefðu átt jafn greiða leið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim farvegi sem sérstakar umræður eru.
Alþingi Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent