Gronk toppaði kjánamánuðinn með því að stela treyju Tom Brady og vera tæklaður | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2017 11:30 Tom Brady horfir á eftir Gronk með treyjuna. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, vann sinn fimmta Super Bowl-titil í byrjun febrúar þegar hann leiddi sína menn til ótrúlegustu endurkomu í sögu NFL-deildarinnar. Gleðin var mikil hjá Brady og félögum þá en leikstjórnandinn fagnaði sigrinum í skugga þess að treyjunni sem hann spilaði í var stolið úr búningsklefanum. Það mál varð heldur betur stórt en treyjan fannst eftir leit bandarísku alríkislögreglunnar heima hjá mexíkóskum ritstjóra sem er talinn hafa stundað þá iðju að stela úr búningsklefum leikmanna um langa hríð. Brady er búinn að fá treyjuna aftur og mætti með hana á Fenway Park, heimavöll hafnaboltaliðsins Boston Red Sox, þar sem hann átti að sjá um fyrsta kast tímabilsins. Brady rölti með treyjuna út á kastarahólinn og lyfti henni upp fyrir axlir við mikla kátínu stuðningsmanna Red Sox sem halda auðvitað allir með New England. En þá gerðist svolítið sem engan óraði fyrir. Sprelligosinn Rob Gronkowski, innherji New England, kom aftan að Brady og stal treyjunni. Hann hélt henni þó ekki lengi því Brady elti stóra manninn uppi og tæklaði hann í jörðina. Virkilega skondin sena. Þessi treyjustuldur Gronk toppar kjánamánuð hans þar sem sá stóri hefur farið til Barcelona og leikið sér í amerískum fótbolta með Javier Mascherano og svo auðvitað frammistaða hans á stærsta fjölbragðaglímusviði heims um helgina.Tom and Gronk just out here having some fun pic.twitter.com/6Ofvc3dbiB— Pete Blackburn (@PeteBlackburn) April 3, 2017 NFL Tengdar fréttir Nú er hægt að borða eins og Tom Brady Fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady er enn á toppnum þó svo hann sé orðinn 39 ára. Hann hefur meðal annars þakkað mataræðinu fyrir að vera í eins góðu formi og hann er í. 8. mars 2017 10:30 Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. 28. mars 2017 11:00 Gronk mættur í WrestleMania Hinn skrautlegi innherji NFL-meistara New England Patriots, Rob Gronkowski, er alltaf til í að taka þátt í einhverri vitleysu. 3. apríl 2017 22:15 Treyja Tom Brady frá því í Super Bowl fundin New England Patriots vann Super Bowl í Houston í síðasta mánuði eftir ótrúlega endurkomu og fyrstu framlenginguna í sögu Super Bowl. 20. mars 2017 16:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, vann sinn fimmta Super Bowl-titil í byrjun febrúar þegar hann leiddi sína menn til ótrúlegustu endurkomu í sögu NFL-deildarinnar. Gleðin var mikil hjá Brady og félögum þá en leikstjórnandinn fagnaði sigrinum í skugga þess að treyjunni sem hann spilaði í var stolið úr búningsklefanum. Það mál varð heldur betur stórt en treyjan fannst eftir leit bandarísku alríkislögreglunnar heima hjá mexíkóskum ritstjóra sem er talinn hafa stundað þá iðju að stela úr búningsklefum leikmanna um langa hríð. Brady er búinn að fá treyjuna aftur og mætti með hana á Fenway Park, heimavöll hafnaboltaliðsins Boston Red Sox, þar sem hann átti að sjá um fyrsta kast tímabilsins. Brady rölti með treyjuna út á kastarahólinn og lyfti henni upp fyrir axlir við mikla kátínu stuðningsmanna Red Sox sem halda auðvitað allir með New England. En þá gerðist svolítið sem engan óraði fyrir. Sprelligosinn Rob Gronkowski, innherji New England, kom aftan að Brady og stal treyjunni. Hann hélt henni þó ekki lengi því Brady elti stóra manninn uppi og tæklaði hann í jörðina. Virkilega skondin sena. Þessi treyjustuldur Gronk toppar kjánamánuð hans þar sem sá stóri hefur farið til Barcelona og leikið sér í amerískum fótbolta með Javier Mascherano og svo auðvitað frammistaða hans á stærsta fjölbragðaglímusviði heims um helgina.Tom and Gronk just out here having some fun pic.twitter.com/6Ofvc3dbiB— Pete Blackburn (@PeteBlackburn) April 3, 2017
NFL Tengdar fréttir Nú er hægt að borða eins og Tom Brady Fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady er enn á toppnum þó svo hann sé orðinn 39 ára. Hann hefur meðal annars þakkað mataræðinu fyrir að vera í eins góðu formi og hann er í. 8. mars 2017 10:30 Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. 28. mars 2017 11:00 Gronk mættur í WrestleMania Hinn skrautlegi innherji NFL-meistara New England Patriots, Rob Gronkowski, er alltaf til í að taka þátt í einhverri vitleysu. 3. apríl 2017 22:15 Treyja Tom Brady frá því í Super Bowl fundin New England Patriots vann Super Bowl í Houston í síðasta mánuði eftir ótrúlega endurkomu og fyrstu framlenginguna í sögu Super Bowl. 20. mars 2017 16:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Nú er hægt að borða eins og Tom Brady Fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady er enn á toppnum þó svo hann sé orðinn 39 ára. Hann hefur meðal annars þakkað mataræðinu fyrir að vera í eins góðu formi og hann er í. 8. mars 2017 10:30
Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. 28. mars 2017 11:00
Gronk mættur í WrestleMania Hinn skrautlegi innherji NFL-meistara New England Patriots, Rob Gronkowski, er alltaf til í að taka þátt í einhverri vitleysu. 3. apríl 2017 22:15
Treyja Tom Brady frá því í Super Bowl fundin New England Patriots vann Super Bowl í Houston í síðasta mánuði eftir ótrúlega endurkomu og fyrstu framlenginguna í sögu Super Bowl. 20. mars 2017 16:00