Segir orðspor Þýskalands í hættu eftir lundafléttuna Sæunn Gísladóttir skrifar 6. apríl 2017 10:30 Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir og Ólafur Ólafsson við undirritun samningsins um sölu Búnaðarbankans í janúar 2003. Vísir/Vilhelm „Álit Íslendinga á Þýskalandi hefur minnkað talsvert undanfarna daga. Þýskaland var alltaf land efnahagslegs árangurs í augum Íslendinga en sú ímynd er ekki lengur við lýði eftir að rannsóknarnefnd Alþingis sýndi fram á að gömul þýsk fjármálastofnun hafi verið leppur í kaupum á hlut í Búnaðarbankanum,“ segir í frétt Süddeutsche Zeitung um aðild Hauck & Aufhäuser að kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Süddeutsche Zeitung er eitt helsta dagblað Þýskalands, en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun eru þýskir fjölmiðlar um þessar mundir að fjalla ítarlega um málið. Frétt Harald Freiberger sem birtist í dag greinir frá því að Hauck & Aufhäuser hafi átt djúpan þátt í hruni íslenska fjármálakerfisins. Einnig er greint frá því að Martin Zeil, fyrrum stjórnmálamaður, hafi gegnt lykilhlutverk. Greint er frá fléttunni ítarlega og sagt frá því að Hauck & Aufhauser hafa aldrei greitt kaupverðið sam nam 35 milljónum dollara og ekki tekið neina áhættu með kaupunum. Hauck & Aufhäuser hafi einungis hlotið 750 þúsund dollara greiðslu fyrir að taka þátt í samningnum. Þá er velt upp þeirri spurningu hvers vegna bankinn tók þátt. Einnig er nefnt að nafn Martin Zeil sem forstöðumanns lögfræðisviðs Hauck & Aufhäuser komi aftur og aftur upp. Martin Zeil var síðar þingmaður í Þýskalandi og ráðherra í ríkisstjórn Bæjarlands. Hann sat á þingi Bæjaralands á árunum 2008 til 2013 og var þar varaforsætisráðherra og einnig ráðherra efnahags-, innviða-, samgöngu og tæknimála. Í greininni kemur fram að Hauck & Aufhäuser var yfirtekinn af kínverska fyrirtækinu Fosun árið 2016, vegna þess hve langur tími er liðinn frá brotinu og þar sem lykilstarfsmenn sem tóku þátt í fléttunni eru hættir hjá bankanum neitar bankinn að tjá sig við þýska blaðamenn um málið. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00 Fátt um svör frá þýska bankanum Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þýskir blaðamenn haft samband við þýska bankann Hauck & Aufhäuser vegna hlutdeildar hans í blekkingu um raunverulegt eignarhald í Búnaðarbankanum en fá svör fengið. 6. apríl 2017 06:00 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Álit Íslendinga á Þýskalandi hefur minnkað talsvert undanfarna daga. Þýskaland var alltaf land efnahagslegs árangurs í augum Íslendinga en sú ímynd er ekki lengur við lýði eftir að rannsóknarnefnd Alþingis sýndi fram á að gömul þýsk fjármálastofnun hafi verið leppur í kaupum á hlut í Búnaðarbankanum,“ segir í frétt Süddeutsche Zeitung um aðild Hauck & Aufhäuser að kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Süddeutsche Zeitung er eitt helsta dagblað Þýskalands, en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun eru þýskir fjölmiðlar um þessar mundir að fjalla ítarlega um málið. Frétt Harald Freiberger sem birtist í dag greinir frá því að Hauck & Aufhäuser hafi átt djúpan þátt í hruni íslenska fjármálakerfisins. Einnig er greint frá því að Martin Zeil, fyrrum stjórnmálamaður, hafi gegnt lykilhlutverk. Greint er frá fléttunni ítarlega og sagt frá því að Hauck & Aufhauser hafa aldrei greitt kaupverðið sam nam 35 milljónum dollara og ekki tekið neina áhættu með kaupunum. Hauck & Aufhäuser hafi einungis hlotið 750 þúsund dollara greiðslu fyrir að taka þátt í samningnum. Þá er velt upp þeirri spurningu hvers vegna bankinn tók þátt. Einnig er nefnt að nafn Martin Zeil sem forstöðumanns lögfræðisviðs Hauck & Aufhäuser komi aftur og aftur upp. Martin Zeil var síðar þingmaður í Þýskalandi og ráðherra í ríkisstjórn Bæjarlands. Hann sat á þingi Bæjaralands á árunum 2008 til 2013 og var þar varaforsætisráðherra og einnig ráðherra efnahags-, innviða-, samgöngu og tæknimála. Í greininni kemur fram að Hauck & Aufhäuser var yfirtekinn af kínverska fyrirtækinu Fosun árið 2016, vegna þess hve langur tími er liðinn frá brotinu og þar sem lykilstarfsmenn sem tóku þátt í fléttunni eru hættir hjá bankanum neitar bankinn að tjá sig við þýska blaðamenn um málið.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00 Fátt um svör frá þýska bankanum Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þýskir blaðamenn haft samband við þýska bankann Hauck & Aufhäuser vegna hlutdeildar hans í blekkingu um raunverulegt eignarhald í Búnaðarbankanum en fá svör fengið. 6. apríl 2017 06:00 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00
Fátt um svör frá þýska bankanum Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þýskir blaðamenn haft samband við þýska bankann Hauck & Aufhäuser vegna hlutdeildar hans í blekkingu um raunverulegt eignarhald í Búnaðarbankanum en fá svör fengið. 6. apríl 2017 06:00