Sif Atla: Shooter er heitasti sjónvarpsþátturinn hjá íslensku stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2017 13:00 Sif Atladóttir. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur vináttuleik gegn Slóvakíu í dag. Leikurinn fer fram í Senec í Slóvakíu og hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi íslenska liðsins, tók Sif Atladóttur í viðtal fyrir leikinn. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari leggur upp með að setja kraft í sóknarleikinn í dag en slóvenska liðið er mjög öflugt í skyndisóknum og þar reynir á Sif og stelpurnar í íslensku vörninni. „Við erum búnar að eiga tvær mjög góðar æfingar og erum búnar að fara mikið yfir sóknarleikinn. Það er mikil áhersla á hann í leiknum,“ sagði Sif Atladóttir í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands. „Þetta er mikið til upprifjun og Freyr kemur svo inn með áhersluatriði inn í liðið. Við erum að reyna að bæta okkur frá leik til leiks og frá æfingu til æfingu. Þetta er því mikið til endurtekningar en maður verður betri eftir því sem maður kemst betur inn í svona hluti,“ sagði Sif en hvað vita íslensku stelpurnar um slóvakíska liðið? „Við vitum að þær eru góðar í skyndisóknum og mjög sterkar í föstum leikatriðrum. Það verður mjög spennandi að takast á við föst leikatriði og skyndisóknirnar,“ sagði Sif. Óskar Örn spurði Sif um hvað væri í gangi hjá liðinu á bak við tjöldin þegar liðið er ekki á æfingum eða í leikjum. „Það er svolítið gott og blandað. Við ræðum mikið þætti og hverjir séu heitustu þættirnir. Núna er það Shooter. Ég hef ekki horft á hann sjálf og er því spennt fyrir honum. Ég ætla að láta það bíða af því að ég tilheyi lærdómshópnum. Við erum ansi margar sem erum að læra eða að undirbúa okkur fyrir háskólanám. Við söfnum okkur saman á þessum fallegu dögunum til að mótivera okkur til að læra. Það eru lokapróf framundan,“ sagði Sif. Það eru tíu ár síðan að Sif Atladóttir spilaði sinn fyrsta landsleik og næsti landsleikur verður númer sextíu. „Það er mjög spennandi. 60 landsleikir er þvílíkt afrek og er ógeðslega stolt af því. Það er mikið búið að gerast og breytast á þessum tíu árum. Mér finnst æðislegt að fá að vera hér ennþá og sýnir það hvað er geðveikt að spila fyrir Ísland,“ sagði Sif. Hverjar eru stærstu breytingarnar á þessum tíma? „Þetta verður alltaf meiri og meiri fagmennska. Við verðum alltaf stærri og stærri, það verður stærri umgjörð og meiri fagmennska í skipulaginu. Því meiri sem þetta þróast í þá átt því betur getum við sinnt okkar starfi inn á vellinum og gert þjóðina stoltari og okkur sjálfar stoltar,“ sagði Sif. Það styttist í Evrópumótið í Hollandi og Sif lýst vel á stöðu mála í undirbúningnum. „Þetta er einstakur hópur og það verður ótrúlega gaman að halda áfram okkar vegferð þó að við verðum í sitthverju landinu að undirbúa okkur. Þetta verður spennandi sumar og ég hlakka til að mæta til Hollands og sjá alla í bláu treyjunum,“ sagði Sif. Það má sjá allt spjallið við Sif í spilaranum hér fyrir neðan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur vináttuleik gegn Slóvakíu í dag. Leikurinn fer fram í Senec í Slóvakíu og hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi íslenska liðsins, tók Sif Atladóttur í viðtal fyrir leikinn. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari leggur upp með að setja kraft í sóknarleikinn í dag en slóvenska liðið er mjög öflugt í skyndisóknum og þar reynir á Sif og stelpurnar í íslensku vörninni. „Við erum búnar að eiga tvær mjög góðar æfingar og erum búnar að fara mikið yfir sóknarleikinn. Það er mikil áhersla á hann í leiknum,“ sagði Sif Atladóttir í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands. „Þetta er mikið til upprifjun og Freyr kemur svo inn með áhersluatriði inn í liðið. Við erum að reyna að bæta okkur frá leik til leiks og frá æfingu til æfingu. Þetta er því mikið til endurtekningar en maður verður betri eftir því sem maður kemst betur inn í svona hluti,“ sagði Sif en hvað vita íslensku stelpurnar um slóvakíska liðið? „Við vitum að þær eru góðar í skyndisóknum og mjög sterkar í föstum leikatriðrum. Það verður mjög spennandi að takast á við föst leikatriði og skyndisóknirnar,“ sagði Sif. Óskar Örn spurði Sif um hvað væri í gangi hjá liðinu á bak við tjöldin þegar liðið er ekki á æfingum eða í leikjum. „Það er svolítið gott og blandað. Við ræðum mikið þætti og hverjir séu heitustu þættirnir. Núna er það Shooter. Ég hef ekki horft á hann sjálf og er því spennt fyrir honum. Ég ætla að láta það bíða af því að ég tilheyi lærdómshópnum. Við erum ansi margar sem erum að læra eða að undirbúa okkur fyrir háskólanám. Við söfnum okkur saman á þessum fallegu dögunum til að mótivera okkur til að læra. Það eru lokapróf framundan,“ sagði Sif. Það eru tíu ár síðan að Sif Atladóttir spilaði sinn fyrsta landsleik og næsti landsleikur verður númer sextíu. „Það er mjög spennandi. 60 landsleikir er þvílíkt afrek og er ógeðslega stolt af því. Það er mikið búið að gerast og breytast á þessum tíu árum. Mér finnst æðislegt að fá að vera hér ennþá og sýnir það hvað er geðveikt að spila fyrir Ísland,“ sagði Sif. Hverjar eru stærstu breytingarnar á þessum tíma? „Þetta verður alltaf meiri og meiri fagmennska. Við verðum alltaf stærri og stærri, það verður stærri umgjörð og meiri fagmennska í skipulaginu. Því meiri sem þetta þróast í þá átt því betur getum við sinnt okkar starfi inn á vellinum og gert þjóðina stoltari og okkur sjálfar stoltar,“ sagði Sif. Það styttist í Evrópumótið í Hollandi og Sif lýst vel á stöðu mála í undirbúningnum. „Þetta er einstakur hópur og það verður ótrúlega gaman að halda áfram okkar vegferð þó að við verðum í sitthverju landinu að undirbúa okkur. Þetta verður spennandi sumar og ég hlakka til að mæta til Hollands og sjá alla í bláu treyjunum,“ sagði Sif. Það má sjá allt spjallið við Sif í spilaranum hér fyrir neðan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Sjá meira