Strákarnir upp um tvö sæti á heimslistanum: Konungar norðursins og miklu betri en Holland Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2017 09:45 Strákarnir okkar eru tíu sætum fyrir ofan Holland. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í 21. sæti á nýjum heimslista FIFA þegar hann verður gefinn út 6. apríl. Vefsíðan Football Rankings er búin að reikna út stöðuna eftir síðustu landsleikjaviku og er þetta staða strákanna okkar. Ísland var í 23. sæti á listanum í mars en það féll þá niður um þrjú sæti eftir að ná 20. sæti í febrúar. Það var besta staða íslenska liðsins á heimslistanum frá upphafi en á þeim tímapunkti átti Ísland karla- og kvennalandslið sem voru á meðal þeirra 20 bestu í heiminum.Á þeim tíma var Ísland á meðal átta fótboltastórvelda sem voru með karla- og kvennaliðin inn á topp 20 en hinar þjóðirnar voru og eru Brasilía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Sviss, England og Ítalía.Heimir Hallgrímsson er aðeins búinn að tapa einum mótsleik síðan hann tók við einn.vísir/gettyTíu sætum fyrir ofan Holland Strákarnir okkar spiluðu tvo leiki í síðustu landsleikjaviku og unnu þá báða. Þeir unnu Kósóvó, 2-1, á útivelli í undankeppni HM 2018 og lögðu svo Írland í fyrsta sinn í Dyflinni, 1-0, með fallegu aukaspyrnumarki Harðar Björgvins Magnússonar. Þrátt fyrir tvo sigra tapaði Ísland þremur stigum á listanum. Það kom samt ekki í veg fyrir að lærisveinar Heimis Hallgrímssonar færðust upp um tvö sæti þar sem svo mörg lið í kringum íslenska liðið töpuðu mun fleiri stigum. Ísland er nú hvorki meira né minna en ellefu sætum fyrir ofan hollenska landsliðið en það mikla fótboltastórveldi fellur um ellefu sæti niður í 31. sæti. Holland hefur aldrei verið neðar á heimslistanum en neðst fór það í 26. sæti í júlí í fyrra. Tvær Norðurlandaþjóðir; Danmörk og Noregur, eru líka í sinni verstu stöðu í sögunni. Danir falla um þrjú sæti niður í 51. sæti en versta staða þeirra var 50. sæti í fyrra.Strákarnir eru áfram langbestir á Norðurlöndum.vísir/gettySvíar sækja á Norska liðið hans Lars Lagerbäck, sem tapaði í frumraun Svíans á móti Norður-Írlandi, fer niður um fimm sæti í 86. sætið. Það er versta staða liðsins í sögunni en lengst féll það niður í 84. sæti í nóvember á síðasta ári. Sænska landsliðið tekur stærsta stökk allra á meðal 50 efstu þjóðanna en Svíarnir fara upp um ellefu sæti eftir sigra gegn Hvíta-Rússlandi og Portúgal í síðustu landsleikjaviku. Svíar eru áfram næstbestir á Norðurlöndum en þeir eru nú í 34. sæti, þrettán sætum á eftir konungum norðursins, strákunum okkar. Eftir frábært gengi að undanförnu í undankeppni HM 2018 er Brasilía búin að endurheimta efsta sæti heimslistans en liðið hefur sætaskipti við Argentínu. Þýskaland er í þriðja sæti, Síle í fjórða og Kólumbía í fimmta sæti. Króatíska landsliðið, sem Ísland mætir á Laugardalsvelli í júní, fer niður um tvö sæti í 18. sætið þrátt fyrir sigur á Úkraínu í síðustu leik liðsins í undankeppni HM 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í 21. sæti á nýjum heimslista FIFA þegar hann verður gefinn út 6. apríl. Vefsíðan Football Rankings er búin að reikna út stöðuna eftir síðustu landsleikjaviku og er þetta staða strákanna okkar. Ísland var í 23. sæti á listanum í mars en það féll þá niður um þrjú sæti eftir að ná 20. sæti í febrúar. Það var besta staða íslenska liðsins á heimslistanum frá upphafi en á þeim tímapunkti átti Ísland karla- og kvennalandslið sem voru á meðal þeirra 20 bestu í heiminum.Á þeim tíma var Ísland á meðal átta fótboltastórvelda sem voru með karla- og kvennaliðin inn á topp 20 en hinar þjóðirnar voru og eru Brasilía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Sviss, England og Ítalía.Heimir Hallgrímsson er aðeins búinn að tapa einum mótsleik síðan hann tók við einn.vísir/gettyTíu sætum fyrir ofan Holland Strákarnir okkar spiluðu tvo leiki í síðustu landsleikjaviku og unnu þá báða. Þeir unnu Kósóvó, 2-1, á útivelli í undankeppni HM 2018 og lögðu svo Írland í fyrsta sinn í Dyflinni, 1-0, með fallegu aukaspyrnumarki Harðar Björgvins Magnússonar. Þrátt fyrir tvo sigra tapaði Ísland þremur stigum á listanum. Það kom samt ekki í veg fyrir að lærisveinar Heimis Hallgrímssonar færðust upp um tvö sæti þar sem svo mörg lið í kringum íslenska liðið töpuðu mun fleiri stigum. Ísland er nú hvorki meira né minna en ellefu sætum fyrir ofan hollenska landsliðið en það mikla fótboltastórveldi fellur um ellefu sæti niður í 31. sæti. Holland hefur aldrei verið neðar á heimslistanum en neðst fór það í 26. sæti í júlí í fyrra. Tvær Norðurlandaþjóðir; Danmörk og Noregur, eru líka í sinni verstu stöðu í sögunni. Danir falla um þrjú sæti niður í 51. sæti en versta staða þeirra var 50. sæti í fyrra.Strákarnir eru áfram langbestir á Norðurlöndum.vísir/gettySvíar sækja á Norska liðið hans Lars Lagerbäck, sem tapaði í frumraun Svíans á móti Norður-Írlandi, fer niður um fimm sæti í 86. sætið. Það er versta staða liðsins í sögunni en lengst féll það niður í 84. sæti í nóvember á síðasta ári. Sænska landsliðið tekur stærsta stökk allra á meðal 50 efstu þjóðanna en Svíarnir fara upp um ellefu sæti eftir sigra gegn Hvíta-Rússlandi og Portúgal í síðustu landsleikjaviku. Svíar eru áfram næstbestir á Norðurlöndum en þeir eru nú í 34. sæti, þrettán sætum á eftir konungum norðursins, strákunum okkar. Eftir frábært gengi að undanförnu í undankeppni HM 2018 er Brasilía búin að endurheimta efsta sæti heimslistans en liðið hefur sætaskipti við Argentínu. Þýskaland er í þriðja sæti, Síle í fjórða og Kólumbía í fimmta sæti. Króatíska landsliðið, sem Ísland mætir á Laugardalsvelli í júní, fer niður um tvö sæti í 18. sætið þrátt fyrir sigur á Úkraínu í síðustu leik liðsins í undankeppni HM 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira