Norðurlöndin – örugg höfn í ólgusjó Stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði skrifar 23. mars 2017 07:00 Við lifum nú mikla breytingatíma. Félagslega, efnahagslega og pólitískt upplifir heimsbyggðin mikil umbrot, átök og öfgar. Óöryggi og hræðsla við framtíðina gerir víða vart við sig. Öfgar og lýðskrum hafa víða fengið byr undir báða vængi og þeirri heimsskipan og framþróun sem við höfum búið við undanfarna áratugi er að mörgu leyti ógnað. Þetta á við um alþjóðlegt samstarf, alþjóðaviðskipti, forsendur lýðræðis, stöðu mannréttinda, varnarsamstarf o.fl. Bandaríki Trumps, Brexit, uppgangur fasismans í Evrópu og þróun mála í Rússlandi, Tyrklandi og víðar, sýnir glögglega að heimsmyndin getur auðveldlega breyst stórkostlega til hins verra á komandi árum. Norðurlöndin geta ekki tekið þá áhættu að sitja aðgerðalítil hjá og sætt sig við stöðu áhorfandans á þessum miklu umbrotatímum. Þvert á móti er afar mikilvægt að Norðurlöndin stórauki nú samstarf sitt og taki forystu í baráttu fyrir nýrri heimsskipan, þar sem félagslegt öryggi, jöfnuður, réttlæti og lýðréttindi eru í hávegum höfð. Norðurlöndin verða að standa þétt saman um þessi mikilvægu gildi, beita sér sameiginlega af alefli og leita bandamanna um heim allan sem vilja sjá sambærilega þróun á komandi tíð. Norðurlöndin eru þekkt víða um heim fyrir mikla velmegun, frjálslyndi, jafnrétti, lýðræðislega þátttöku, samstarf, öryggi og jöfnuð. Þessi mikilvægu gildi verðum við að verja af öllu afli, enda er víða að þeim sótt. Allt of víða er þróunin því miður í öfuga átt og við það verður ekki unað. Okkar norrænu velferðarsamfélög hafa sýnt og sannað hvers þau eru megnug og það er okkar hlutverk að verja þau og þróa áfram, en ekki láta brjóta þau niður. Sameinuð eru Norðurlöndin meðal tíu stærstu efnahagsstórvelda heimsins og þeirra fimm stærstu í Evrópu. Einnig í því ljósi geta Norðurlöndin kinnroðalaust krafist sætis við borðið þar sem framtíð Evrópu og heimsins er rædd og ákvarðanir teknar. Í okkar huga er það því forgangsmál að tryggja að Norðurlöndin vinni mun betur saman á alþjóðavettvangi, en hingað til. Að því munu jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vinna á komandi mánuðum og árum. Phia Andersson, formaður, Svíþjóð Henrik Dam Kristensen, Danmörku Maarit Feldt-Ranta, Finlandi Oddný G. Harðardóttir, Íslandi Sonja Mandt, Noregií stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Sjá meira
Við lifum nú mikla breytingatíma. Félagslega, efnahagslega og pólitískt upplifir heimsbyggðin mikil umbrot, átök og öfgar. Óöryggi og hræðsla við framtíðina gerir víða vart við sig. Öfgar og lýðskrum hafa víða fengið byr undir báða vængi og þeirri heimsskipan og framþróun sem við höfum búið við undanfarna áratugi er að mörgu leyti ógnað. Þetta á við um alþjóðlegt samstarf, alþjóðaviðskipti, forsendur lýðræðis, stöðu mannréttinda, varnarsamstarf o.fl. Bandaríki Trumps, Brexit, uppgangur fasismans í Evrópu og þróun mála í Rússlandi, Tyrklandi og víðar, sýnir glögglega að heimsmyndin getur auðveldlega breyst stórkostlega til hins verra á komandi árum. Norðurlöndin geta ekki tekið þá áhættu að sitja aðgerðalítil hjá og sætt sig við stöðu áhorfandans á þessum miklu umbrotatímum. Þvert á móti er afar mikilvægt að Norðurlöndin stórauki nú samstarf sitt og taki forystu í baráttu fyrir nýrri heimsskipan, þar sem félagslegt öryggi, jöfnuður, réttlæti og lýðréttindi eru í hávegum höfð. Norðurlöndin verða að standa þétt saman um þessi mikilvægu gildi, beita sér sameiginlega af alefli og leita bandamanna um heim allan sem vilja sjá sambærilega þróun á komandi tíð. Norðurlöndin eru þekkt víða um heim fyrir mikla velmegun, frjálslyndi, jafnrétti, lýðræðislega þátttöku, samstarf, öryggi og jöfnuð. Þessi mikilvægu gildi verðum við að verja af öllu afli, enda er víða að þeim sótt. Allt of víða er þróunin því miður í öfuga átt og við það verður ekki unað. Okkar norrænu velferðarsamfélög hafa sýnt og sannað hvers þau eru megnug og það er okkar hlutverk að verja þau og þróa áfram, en ekki láta brjóta þau niður. Sameinuð eru Norðurlöndin meðal tíu stærstu efnahagsstórvelda heimsins og þeirra fimm stærstu í Evrópu. Einnig í því ljósi geta Norðurlöndin kinnroðalaust krafist sætis við borðið þar sem framtíð Evrópu og heimsins er rædd og ákvarðanir teknar. Í okkar huga er það því forgangsmál að tryggja að Norðurlöndin vinni mun betur saman á alþjóðavettvangi, en hingað til. Að því munu jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vinna á komandi mánuðum og árum. Phia Andersson, formaður, Svíþjóð Henrik Dam Kristensen, Danmörku Maarit Feldt-Ranta, Finlandi Oddný G. Harðardóttir, Íslandi Sonja Mandt, Noregií stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun