Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 17:48 Fyrirliðinn Samir Ujkani og þjálfarinn Albert Bunjaki á fundinum í dag. Vísir/E. Stefán Albert Bunjaki, landsliðsþjálfari Kósóvó, hrósaði íslenska landsliðinu í hástert á blaðamannafundi sínum fyrir leik liðanna í undankeppni HM 2018 í Shkoder í Albaníu á morgun. „Við vitum að við erum að fara að spila við lið sem komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi,“ sagði Bunjaki. „Við eigum því á liði sem er ekki líkt öðrum sem við höfum spilað við hingað til.“ Kósóvó er með eitt stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í undankeppni HM, sem er fyrsta alþjóðlega keppni sem liðið tekur þátt í. Kósóvó náði jafntefli gegn Finnlandi en tapaði fyrir Tyrklandi, Króatíu og Úkraínu. „Við þekkjum íslenska liðið vel. Það þarf ekki að kynna það sérstaklega enda þekkja allir velgengni þess á síðasta ári. Þeir fóru mjög hátt þá.“ „Þetta verður áhugaverður leikur enda að spila við Ísland í fyrsta sinn. Þetta verður ný reynsla fyrir okkur alla og við lærum eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Hann segir að Ísland sé sigurstranglegri aðilinn í leiknum á morgun. „Miðað við þá reynslu og stöðugleika sem liðið hefur sýnt þá er það svo. Þetta er líka afar mikilvægur leikur fyrir annað sætið í riðlinum en við höfum séð að okkar lið hefur bætt sig með hverjum leik.“ Bunjaki vonast auðvitað til þess að hans menn nái góðum úrslitum á morgun. „Það er ekki langt í að við komum á óvart. Ég get sagt að við stefnum á jafntefli og jafnvel sigur. En ég býst líka að lukkan verði á okkar bandi en hana hefur skort í síðustu leikjum.“ Hann segir að landsliðsþjálfarar Íslands séu afar hógværir menn og tali af virðingu um andstæðinga sína. „Ísland er fyrirmynd fyrir svokölluð smærri lið í Evrópu. Miðað við frammistöðu Íslands á EM í sumar þá standa þeir okkur framar. En það er alltaf hægt að koma á óvart í fótbolta og við óskum þess að okkur takist það á morgun.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Albert Bunjaki, landsliðsþjálfari Kósóvó, hrósaði íslenska landsliðinu í hástert á blaðamannafundi sínum fyrir leik liðanna í undankeppni HM 2018 í Shkoder í Albaníu á morgun. „Við vitum að við erum að fara að spila við lið sem komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi,“ sagði Bunjaki. „Við eigum því á liði sem er ekki líkt öðrum sem við höfum spilað við hingað til.“ Kósóvó er með eitt stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í undankeppni HM, sem er fyrsta alþjóðlega keppni sem liðið tekur þátt í. Kósóvó náði jafntefli gegn Finnlandi en tapaði fyrir Tyrklandi, Króatíu og Úkraínu. „Við þekkjum íslenska liðið vel. Það þarf ekki að kynna það sérstaklega enda þekkja allir velgengni þess á síðasta ári. Þeir fóru mjög hátt þá.“ „Þetta verður áhugaverður leikur enda að spila við Ísland í fyrsta sinn. Þetta verður ný reynsla fyrir okkur alla og við lærum eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Hann segir að Ísland sé sigurstranglegri aðilinn í leiknum á morgun. „Miðað við þá reynslu og stöðugleika sem liðið hefur sýnt þá er það svo. Þetta er líka afar mikilvægur leikur fyrir annað sætið í riðlinum en við höfum séð að okkar lið hefur bætt sig með hverjum leik.“ Bunjaki vonast auðvitað til þess að hans menn nái góðum úrslitum á morgun. „Það er ekki langt í að við komum á óvart. Ég get sagt að við stefnum á jafntefli og jafnvel sigur. En ég býst líka að lukkan verði á okkar bandi en hana hefur skort í síðustu leikjum.“ Hann segir að landsliðsþjálfarar Íslands séu afar hógværir menn og tali af virðingu um andstæðinga sína. „Ísland er fyrirmynd fyrir svokölluð smærri lið í Evrópu. Miðað við frammistöðu Íslands á EM í sumar þá standa þeir okkur framar. En það er alltaf hægt að koma á óvart í fótbolta og við óskum þess að okkur takist það á morgun.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira