Salka Sól áreitt á árshátíð: „Ég vona að konan hans lesi þetta“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2017 18:38 Salka Sól á sviði í Kórnum í Kópavogi. Vísir/ernir „Ég man að ég hugsaði: „Ég trúi ekki að þetta sé ennþá að gerast. Ég varð bara svo hissa,“ segir sjónvarpsmaðurinn og söngkonan Salka Sól Eyfeld sem var í gær áreitt af gesti á árshátið Icelandair sem fram fór í Laugardalshöll. Þar koma Salka fram ásamt fjölda söngvara og tónlistarmanna en hún greindi frá því á Twitter í dag að í þann mund sem hún var að stíga á svið hafi maður gerst fjölþreifinn við hana. „Þetta var eiginlega frekar ömurlegt,“ segir Salka og útskýrir fyrir blaðamanni að hún hafi verið að bíða eftir því að stíga á svið, sem staðsett var í miðjum salnum, þegar maðurinn, sem Salka telur að hafi verið á fertugsaldri, gengur framhjá og „bara greip í rassinn“ á henni, eins og hún orðar það. Henni var eðlilega brugðið.Til mannsins sem kleip í rassinn á mér rétt áður en ég labbaði uppá svið á Iceland Air árshátíðinni í gær: fokk you dóni.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) March 26, 2017 „Hefði ég ekki átt að vera komin upp á svið og og haft meiri tíma þá hefði ég náttúrulega stoppað hann og spurt hvað væri að honum. Hann hins vegar snéri sér við og fannst þetta fyndið og sniðugt,“ segir Salka og bætir við að þó hana hafi dauðlangað til hafi hún ekki verið í aðstöðu til að bregðast við. „Ég þurfti bara að fara upp á svið og byrja á laginu. Það hvarflaði að mér, því ég hélt á hljóðnema, að láta hann heyra það fyrir framan allan salinn en ég ákvað að láta það vera. The show must go on." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Salka hefur lent í sambærilegu áreiti. Hún og kynsystur hennar eru margar hverjar orðnar langþreyttar á því að karlar þreifi á þeim eða klípi þær sem er gömul saga og ný á næturlífinu eða öðrum skemmtunum. „Þegar ég hef lent í þessu á skemmtistöðum til dæmis þá hef ég bara snúið mér við og spurt hvað þeim gangi til. Ég læt þá auðvitað ekkert komast upp með þetta.“ Í þetta skiptið hafi það þó ekki verið mögulegt eins og fyrr segir. Þess vegna hafi hún ákveðið að greina frá þessu á Twitter og vonar Salka að þetta rati til dónakallsins. „Ég þurfti bara að láta hann vita að þetta er fáránleg hegðun. Þó svo að ég hafi ekki getað sagt eitthvað við hann á þessari stundu á árshátíðinni í gær þá bara sagði ég það við hann svona og ég vona að hann sjái þetta," segir Salka. „Og ég vona að konan hans lesi þetta líka.“ Tíst Sölku má sjá hér að ofan. Icelandair Næturlíf Reykjavík Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Ég man að ég hugsaði: „Ég trúi ekki að þetta sé ennþá að gerast. Ég varð bara svo hissa,“ segir sjónvarpsmaðurinn og söngkonan Salka Sól Eyfeld sem var í gær áreitt af gesti á árshátið Icelandair sem fram fór í Laugardalshöll. Þar koma Salka fram ásamt fjölda söngvara og tónlistarmanna en hún greindi frá því á Twitter í dag að í þann mund sem hún var að stíga á svið hafi maður gerst fjölþreifinn við hana. „Þetta var eiginlega frekar ömurlegt,“ segir Salka og útskýrir fyrir blaðamanni að hún hafi verið að bíða eftir því að stíga á svið, sem staðsett var í miðjum salnum, þegar maðurinn, sem Salka telur að hafi verið á fertugsaldri, gengur framhjá og „bara greip í rassinn“ á henni, eins og hún orðar það. Henni var eðlilega brugðið.Til mannsins sem kleip í rassinn á mér rétt áður en ég labbaði uppá svið á Iceland Air árshátíðinni í gær: fokk you dóni.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) March 26, 2017 „Hefði ég ekki átt að vera komin upp á svið og og haft meiri tíma þá hefði ég náttúrulega stoppað hann og spurt hvað væri að honum. Hann hins vegar snéri sér við og fannst þetta fyndið og sniðugt,“ segir Salka og bætir við að þó hana hafi dauðlangað til hafi hún ekki verið í aðstöðu til að bregðast við. „Ég þurfti bara að fara upp á svið og byrja á laginu. Það hvarflaði að mér, því ég hélt á hljóðnema, að láta hann heyra það fyrir framan allan salinn en ég ákvað að láta það vera. The show must go on." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Salka hefur lent í sambærilegu áreiti. Hún og kynsystur hennar eru margar hverjar orðnar langþreyttar á því að karlar þreifi á þeim eða klípi þær sem er gömul saga og ný á næturlífinu eða öðrum skemmtunum. „Þegar ég hef lent í þessu á skemmtistöðum til dæmis þá hef ég bara snúið mér við og spurt hvað þeim gangi til. Ég læt þá auðvitað ekkert komast upp með þetta.“ Í þetta skiptið hafi það þó ekki verið mögulegt eins og fyrr segir. Þess vegna hafi hún ákveðið að greina frá þessu á Twitter og vonar Salka að þetta rati til dónakallsins. „Ég þurfti bara að láta hann vita að þetta er fáránleg hegðun. Þó svo að ég hafi ekki getað sagt eitthvað við hann á þessari stundu á árshátíðinni í gær þá bara sagði ég það við hann svona og ég vona að hann sjái þetta," segir Salka. „Og ég vona að konan hans lesi þetta líka.“ Tíst Sölku má sjá hér að ofan.
Icelandair Næturlíf Reykjavík Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira