Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2017 15:31 Björt Ólafsdóttir umhverfis-og auðlindaráðherra. vísir/anton brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók til máls um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar og sagði að það hefði ekki komið í ljós fyrr en fyrir hádegi í dag að ráðherrann myndi ekki mæta í óundirbúinn fyrirspurnartíma. Gerði Svandís athugasemd við það þar sem Björt væri nú í eldlínunni vegna mengunar frá kísilverksmiðju United Silicon á Reykjanesi en bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill að verksmiðjunni verði lokað tafarlaust vegna mikillar arseníkmengunar sem stafar frá verksmiðjunni. Óskaði Svandís eftir skýringum á því hvers vegna ráðherrann hefði afboðað sig í fyrirspurnartímann og undir orð hennar tók Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sem og Birgitta Jónsdóttir, samflokksmaður hennar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði að það væri gríðarlega bagalegt að ráðherrann sæi sér ekki fært að koma og eiga orðastað við þingmenn. Sagði hann að það gæti ekki verið ráðherra í sjálsvald sett „að mæta bara ekki án þess að ræða það neit frekar hverju sæti.“ Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði einnig eftir skýringum á fjarveru Bjartra frá forseta þingsins eða ráðherranum sjálfum sem og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sagði hann að ef ráðherrann hefði ekki lögmæta afsökun fyrir fjarveru sinni ætti hún að mæta í þingsal strax; annað væri dónaskapur og óforskammað gagnvart þjóðinni sem biði eftir því að fá að vita hvaða aðgerðir ráðherrann ætlar að fara í vegna mengunarinnar frá kísilverksmiðjunni. Ekki fengust hins vegar skýringar á því frá Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, hvers vegna ráðherrann afboðaði sig í óundirbúnar fyrirspurnir í dag. Alþingi Tengdar fréttir „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók til máls um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar og sagði að það hefði ekki komið í ljós fyrr en fyrir hádegi í dag að ráðherrann myndi ekki mæta í óundirbúinn fyrirspurnartíma. Gerði Svandís athugasemd við það þar sem Björt væri nú í eldlínunni vegna mengunar frá kísilverksmiðju United Silicon á Reykjanesi en bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill að verksmiðjunni verði lokað tafarlaust vegna mikillar arseníkmengunar sem stafar frá verksmiðjunni. Óskaði Svandís eftir skýringum á því hvers vegna ráðherrann hefði afboðað sig í fyrirspurnartímann og undir orð hennar tók Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sem og Birgitta Jónsdóttir, samflokksmaður hennar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagði að það væri gríðarlega bagalegt að ráðherrann sæi sér ekki fært að koma og eiga orðastað við þingmenn. Sagði hann að það gæti ekki verið ráðherra í sjálsvald sett „að mæta bara ekki án þess að ræða það neit frekar hverju sæti.“ Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði einnig eftir skýringum á fjarveru Bjartra frá forseta þingsins eða ráðherranum sjálfum sem og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sagði hann að ef ráðherrann hefði ekki lögmæta afsökun fyrir fjarveru sinni ætti hún að mæta í þingsal strax; annað væri dónaskapur og óforskammað gagnvart þjóðinni sem biði eftir því að fá að vita hvaða aðgerðir ráðherrann ætlar að fara í vegna mengunarinnar frá kísilverksmiðjunni. Ekki fengust hins vegar skýringar á því frá Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, hvers vegna ráðherrann afboðaði sig í óundirbúnar fyrirspurnir í dag.
Alþingi Tengdar fréttir „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
„Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58