Óljóst hvort um lögbrot er að ræða Sæunn Gísladóttir skrifar 28. mars 2017 06:00 „Þetta er ekki flókið mál, þetta er bara svona,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um fregnir þess efnis að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum hafi á sínum tíma verið aðeins að nafninu til í reynd. Bankinn keypti 15,3 prósenta hlut árið 2003 og að mati sérstakrar rannsóknarnefndar Alþingis voru kaupin fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings að því er fram kemur í gögnum sem nefndin hefur aflað sér samkvæmt bréfi nefndarinnar frá því 13. mars. Fréttablaðið hefur bréfið undir höndum og greindi frá efni þess á forsíðu blaðsins í gær. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um söluna verður kynnt á morgun. Vilhjálmur segir ómögulegt að segja hvert framhaldið verði í málinu. Hann hefur í rúman áratug verið þeirrar skoðunar að þýski bankinn hafi aldrei verið raunverulegur eigandi að bankanum. Hann fundaði meðal annars með Ríkisendurskoðun og kynnti fyrir mönnum þar ný gögn og upplýsingar um söluna árið 2006.Vilhjálmur segir að það sem skipti máli í rannsókn á málinu sé að fólk hafi verið blekkt með tilkynningum. Í tilkynningu frá 16. janúar 2003 hafi verið sagt að traustur erlendur banki tæki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun. „Ef þetta fyrirtæki á Jómfrúaeyjum er kaupandinn, þá er þessi fréttatilkynning lygi frá upphafi.“ Vilhjálmur bætir við að tilkynning Hauck & Aufhäuser í kjölfar viðskiptanna hafi þá einnig getað verið lygi. Í henni segir meðal annars að Búnaðarbankinn sé vænleg fjárfesting en þýski bankinn telji sig einnig hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til BÍ. Vilhjálmur segir að hagsmunir bankans hafi þess í stað verið þóknun fyrir að koma fram fyrir hönd kaupenda. Vilhjálmur telur þetta mál sérstaklega áhugavert í ljósi fregna sem eru að berast núna vegna sölu á hlut í Arion banka. „Það er forsenda fyrir því að hlutirnir séu rétt gerðir að menn fái þær upplýsingar sem máli skipta í þessu.“Kjartan Bjarni Björgvinsson.EFTAKjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, sem fer með rannsóknina á vegum rannsóknarnefndar Alþingis, leggur áherslu á að niðurstaðan í málinu komi ekki fram í bréfinu sem vitnað var í í frétt gærdagsins um málið. „Það er fyrst og fremst verið að reyna að afla upplýsinga með bréfunum, endanleg niðurstaða er ekki kynnt með þeim.“ Hann segir að það sé ekki nefndarinnar að stjórna afleiðingum af niðurstöðunum. „Við erum ekki að taka afstöðu til lögbrota. Okkar verkefni er bara að upplýsa um hvað gerðist,“ segir Kjartan. Óljóst er hvort um lögbrot hafi verið að ræða eða hvort málið sé fyrnt þar sem svo langt er frá því að atburðirnir áttu sér stað. Að sögn lögfræðings sem Fréttablaðið ræddi við er erfitt að segja til um það fyrr en skýrslan liggur fyrir þar sem skoða þurfi regluverk hverju sinni, hvernig eignarhaldinu var háttað og ef það var falið, í hvaða tilgangi það hafi verið gert. Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, og Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhäuser, handsala kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003.fréttablaðið/gvaÍ sjálfu sér þurfi ekki að vera lögbrot að eiga eignir í gegnum aflandsfélög og „fela“ þannig eignarhald við kaup ef gætt er að tilkynningarskyldu, skattskyldu og reglum að öðru leyti. Hins vegar kunni að hafa þýðingu ef ætlunin var að blekkja viðsemjanda eða markaðinn með þessum hætti. Þá megi velta fyrir sér hvort hafi verið kallað eftir þessum upplýsingum. Þetta muni skýrast þegar skýrslan kemur út. Ítrekað var reynt að ná sambandi, án árangurs, við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ólaf Davíðsson, fyrrverandi formann Framkvæmdanefndar um einkavæðingu, við vinnslu þessarar fréttar. Steingrímur J. Sigfússon, sem var einn leiðtogi stjórnarandstöðunnar á tíma sölunnar, og Ólafur Þ. Hauksson, héraðssaksóknari vildu ekki tjá sig um málið fyrr en skýrslan kemur út. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. 27. mars 2017 19:30 Rannsóknarnefnd Alþingis: Aðkoma Hauck & Aufhäuser aðeins til málamynda við kaup á Búnaðarbanka Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka var „aðeins til málamynda“. Kaupin voru fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. 27. mars 2017 04:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Þetta er ekki flókið mál, þetta er bara svona,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um fregnir þess efnis að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum hafi á sínum tíma verið aðeins að nafninu til í reynd. Bankinn keypti 15,3 prósenta hlut árið 2003 og að mati sérstakrar rannsóknarnefndar Alþingis voru kaupin fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings að því er fram kemur í gögnum sem nefndin hefur aflað sér samkvæmt bréfi nefndarinnar frá því 13. mars. Fréttablaðið hefur bréfið undir höndum og greindi frá efni þess á forsíðu blaðsins í gær. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um söluna verður kynnt á morgun. Vilhjálmur segir ómögulegt að segja hvert framhaldið verði í málinu. Hann hefur í rúman áratug verið þeirrar skoðunar að þýski bankinn hafi aldrei verið raunverulegur eigandi að bankanum. Hann fundaði meðal annars með Ríkisendurskoðun og kynnti fyrir mönnum þar ný gögn og upplýsingar um söluna árið 2006.Vilhjálmur segir að það sem skipti máli í rannsókn á málinu sé að fólk hafi verið blekkt með tilkynningum. Í tilkynningu frá 16. janúar 2003 hafi verið sagt að traustur erlendur banki tæki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun. „Ef þetta fyrirtæki á Jómfrúaeyjum er kaupandinn, þá er þessi fréttatilkynning lygi frá upphafi.“ Vilhjálmur bætir við að tilkynning Hauck & Aufhäuser í kjölfar viðskiptanna hafi þá einnig getað verið lygi. Í henni segir meðal annars að Búnaðarbankinn sé vænleg fjárfesting en þýski bankinn telji sig einnig hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til BÍ. Vilhjálmur segir að hagsmunir bankans hafi þess í stað verið þóknun fyrir að koma fram fyrir hönd kaupenda. Vilhjálmur telur þetta mál sérstaklega áhugavert í ljósi fregna sem eru að berast núna vegna sölu á hlut í Arion banka. „Það er forsenda fyrir því að hlutirnir séu rétt gerðir að menn fái þær upplýsingar sem máli skipta í þessu.“Kjartan Bjarni Björgvinsson.EFTAKjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, sem fer með rannsóknina á vegum rannsóknarnefndar Alþingis, leggur áherslu á að niðurstaðan í málinu komi ekki fram í bréfinu sem vitnað var í í frétt gærdagsins um málið. „Það er fyrst og fremst verið að reyna að afla upplýsinga með bréfunum, endanleg niðurstaða er ekki kynnt með þeim.“ Hann segir að það sé ekki nefndarinnar að stjórna afleiðingum af niðurstöðunum. „Við erum ekki að taka afstöðu til lögbrota. Okkar verkefni er bara að upplýsa um hvað gerðist,“ segir Kjartan. Óljóst er hvort um lögbrot hafi verið að ræða eða hvort málið sé fyrnt þar sem svo langt er frá því að atburðirnir áttu sér stað. Að sögn lögfræðings sem Fréttablaðið ræddi við er erfitt að segja til um það fyrr en skýrslan liggur fyrir þar sem skoða þurfi regluverk hverju sinni, hvernig eignarhaldinu var háttað og ef það var falið, í hvaða tilgangi það hafi verið gert. Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, og Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhäuser, handsala kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003.fréttablaðið/gvaÍ sjálfu sér þurfi ekki að vera lögbrot að eiga eignir í gegnum aflandsfélög og „fela“ þannig eignarhald við kaup ef gætt er að tilkynningarskyldu, skattskyldu og reglum að öðru leyti. Hins vegar kunni að hafa þýðingu ef ætlunin var að blekkja viðsemjanda eða markaðinn með þessum hætti. Þá megi velta fyrir sér hvort hafi verið kallað eftir þessum upplýsingum. Þetta muni skýrast þegar skýrslan kemur út. Ítrekað var reynt að ná sambandi, án árangurs, við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ólaf Davíðsson, fyrrverandi formann Framkvæmdanefndar um einkavæðingu, við vinnslu þessarar fréttar. Steingrímur J. Sigfússon, sem var einn leiðtogi stjórnarandstöðunnar á tíma sölunnar, og Ólafur Þ. Hauksson, héraðssaksóknari vildu ekki tjá sig um málið fyrr en skýrslan kemur út. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. 27. mars 2017 19:30 Rannsóknarnefnd Alþingis: Aðkoma Hauck & Aufhäuser aðeins til málamynda við kaup á Búnaðarbanka Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka var „aðeins til málamynda“. Kaupin voru fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. 27. mars 2017 04:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. 27. mars 2017 19:30
Rannsóknarnefnd Alþingis: Aðkoma Hauck & Aufhäuser aðeins til málamynda við kaup á Búnaðarbanka Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka var „aðeins til málamynda“. Kaupin voru fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. 27. mars 2017 04:00