Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2017 21:39 Heimir á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty „Við getum gengið mjög sáttir frá þessum leik. Þetta er góður andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti Írlandi. Það stemning og þetta er erfiður útivöllur. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Írlandi og góð frammistaða á öllum sviðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi eftir sigurinn á Írum á Aviva vellinum í Dublin í kvöld. Íslenska liðið varðist afar vel í leiknum í kvöld og til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið. „Ég man ekki eftir opnu marktækifæri hjá þeim. Þeir áttu nokkrar fyrirgjafir sem við réðum mjög vel við. Varnarlínan spilaði þennan leik mjög vel og liðið allt, frá fremsta manni til hins aftasta, varðist mjög skipulega,“ sagði Heimir sem kvaðst mjög ánægður með leikmennina sem komu inn í íslenska liðið í kvöld. „Þetta setur mann í vandræði með að velja hópinn gegn Króatíu. Þetta var flottur undirbúningsleikur fyrir þann leik því hann mun á margan hátt spilast eins. Við verðum að vera jafn skipulagðir og við vorum í þessum leik.“ Heimir segir að eftir leikinn í kvöld sé hann kominn með fleiri leikmenn sem hann getur notað í landsliðinu. „Það er ekki spurning. Menn hafa sýnt að þeir eru traustins verðir. Það er afleiðing þess að menn hafa fengið mínútur, því öðruvísi fá menn ekki reynslu,“ sagði Heimir. En var eitthvað sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það má alltaf gera betur á einhverjum sviðum. Mér fannst varnarleikurinn ákaflega vel útfærður og menn gerðu nákvæmlega það sem þeir áttu að gera. Auðvitað má alltaf bæta sóknarleikinn og það verður líklega alltaf eitthvað við Íslendingar þurfum að vinna í,“ sagði Eyjamaðurinn sem var ánægður með að íslenska liðið stjórnaði hraðanum í leiknum í kvöld. „Við náðum að stjórna tempóinu og róa leikinn á réttum augnablikum. Þá fengum við tíma til að ná andanum,“ sagði Heimir að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
„Við getum gengið mjög sáttir frá þessum leik. Þetta er góður andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti Írlandi. Það stemning og þetta er erfiður útivöllur. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Írlandi og góð frammistaða á öllum sviðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi eftir sigurinn á Írum á Aviva vellinum í Dublin í kvöld. Íslenska liðið varðist afar vel í leiknum í kvöld og til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið. „Ég man ekki eftir opnu marktækifæri hjá þeim. Þeir áttu nokkrar fyrirgjafir sem við réðum mjög vel við. Varnarlínan spilaði þennan leik mjög vel og liðið allt, frá fremsta manni til hins aftasta, varðist mjög skipulega,“ sagði Heimir sem kvaðst mjög ánægður með leikmennina sem komu inn í íslenska liðið í kvöld. „Þetta setur mann í vandræði með að velja hópinn gegn Króatíu. Þetta var flottur undirbúningsleikur fyrir þann leik því hann mun á margan hátt spilast eins. Við verðum að vera jafn skipulagðir og við vorum í þessum leik.“ Heimir segir að eftir leikinn í kvöld sé hann kominn með fleiri leikmenn sem hann getur notað í landsliðinu. „Það er ekki spurning. Menn hafa sýnt að þeir eru traustins verðir. Það er afleiðing þess að menn hafa fengið mínútur, því öðruvísi fá menn ekki reynslu,“ sagði Heimir. En var eitthvað sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það má alltaf gera betur á einhverjum sviðum. Mér fannst varnarleikurinn ákaflega vel útfærður og menn gerðu nákvæmlega það sem þeir áttu að gera. Auðvitað má alltaf bæta sóknarleikinn og það verður líklega alltaf eitthvað við Íslendingar þurfum að vinna í,“ sagði Eyjamaðurinn sem var ánægður með að íslenska liðið stjórnaði hraðanum í leiknum í kvöld. „Við náðum að stjórna tempóinu og róa leikinn á réttum augnablikum. Þá fengum við tíma til að ná andanum,“ sagði Heimir að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30