Skýrslan um Matvælastofnun Árni Stefán Árnason skrifar 29. mars 2017 15:09 Birt hefur verið skýrsla um starfshætti Matvælastofnunar. Verkið virkar eins og meðalgóð Ba ritgerð um afmarkað stjórnsýsluverkefni. Ekkert í skýrslunni er nýtt. Meginatriðin og niðurstaðan hafa verið þekkt síðan a.m.k. 2011 þegar mín eigin ritgerð, meistararitgerð í lögfræði um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga var birt og gerð öllum aðgengileg. Hin nýja skýrsla ber þess merki að höfundar hafi haft skamman tíma til að kynna sér efnið, virðast valdir hafa handahófi en þegið góða búbót enda reikna ég með að kostnaður hafi fylgt verkinu fyrir ríkissjóð. Starfshætti Matvælastofnunar á sviði dýravelferðar er útilokað að kynna sér á nokkrum vikum. Til þess þurfti greinarhöfundur 18 mánuði vegna framangreindrar ritgerðar. Skýrsluhöfundar eru varfærnir og því undir sömu sök seldir og Matvælastofnun. Þeir sneiða hjá aðalatriðum þ.e. hvar hin endanlega ábyrgð illrar meðferðar dýra, sem eiga, að lúta vernd laga liggur. Hún liggur hjá þeim ráðherrum, sem voru í brúnni þegar hinir hrottalegu atburðir áttu sér stað, forstjóra Matvælastofnunar, yfirdýralæknum og umráðamönnum fórnarlambanna og auðvitað eftirlitsaðila framkvæmdavaldsins, alþingi. Ef grannt er skoðað skv. dýravelferðarlögum, refsiverð háttsemi, sem heimfæra má á marga þessa aðila ef málsatvik eru rannsökuð af nákvæmni og þess sama gætt við beitingu laga. „Við drögum af þessu lærdóm,“ eru viðbrögð ráðherra. Honum skal sagt að opinberir starfsmenn, sem heyra undir ráðuneyti eru ekki í stöðum sínum til að draga lærdóm af öllu því, sem misferst í framkvæmd laga heldur til að sinna faglegri framkvæmd þeirra! Þeir, sem hafa orðið uppvísir að öðru eru ekki starfi sínu vaxnir. Þetta ætti ráðherrann Þorgerður Katrín að vita, sem lögfræðingur. Flugstjóri sem brotlendir flugvél vegna handvammar missir að öllum líkindum vinnu sína, lifi hann slysið af. Gerðar hafa verið margar tilraunir af hálfu alþingis, í lögum, að færa eftirlit með dýravernd á milli ýmissa stofnana og ætíð hefur sama staða komið upp. Eftirlitið stendur ekki undir nafni og dýr þjást. Allar tilraunir til betrumbóta hafa mistekist. Ábendingar um praktískar lausnir í þessum efnum hefur alþingi ekki hlustað á og gagnrýni um hvað má betur fara taka eftirlitsstofnanir á Íslandi almennt ekki alvarlega, að því er virðist. Yfirmenn líta á slíkt, sem persónulega árás og snúast til varnar. Erlendis og þar sem siðuð stjórnmál eru stunduð yrðu yfirmenn, sem gerst hafa sekir um alvarlega handvömm og leitt hefur af sér illa meðferð dýra, látnir taka pokann sinn. Ekki á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Birt hefur verið skýrsla um starfshætti Matvælastofnunar. Verkið virkar eins og meðalgóð Ba ritgerð um afmarkað stjórnsýsluverkefni. Ekkert í skýrslunni er nýtt. Meginatriðin og niðurstaðan hafa verið þekkt síðan a.m.k. 2011 þegar mín eigin ritgerð, meistararitgerð í lögfræði um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga var birt og gerð öllum aðgengileg. Hin nýja skýrsla ber þess merki að höfundar hafi haft skamman tíma til að kynna sér efnið, virðast valdir hafa handahófi en þegið góða búbót enda reikna ég með að kostnaður hafi fylgt verkinu fyrir ríkissjóð. Starfshætti Matvælastofnunar á sviði dýravelferðar er útilokað að kynna sér á nokkrum vikum. Til þess þurfti greinarhöfundur 18 mánuði vegna framangreindrar ritgerðar. Skýrsluhöfundar eru varfærnir og því undir sömu sök seldir og Matvælastofnun. Þeir sneiða hjá aðalatriðum þ.e. hvar hin endanlega ábyrgð illrar meðferðar dýra, sem eiga, að lúta vernd laga liggur. Hún liggur hjá þeim ráðherrum, sem voru í brúnni þegar hinir hrottalegu atburðir áttu sér stað, forstjóra Matvælastofnunar, yfirdýralæknum og umráðamönnum fórnarlambanna og auðvitað eftirlitsaðila framkvæmdavaldsins, alþingi. Ef grannt er skoðað skv. dýravelferðarlögum, refsiverð háttsemi, sem heimfæra má á marga þessa aðila ef málsatvik eru rannsökuð af nákvæmni og þess sama gætt við beitingu laga. „Við drögum af þessu lærdóm,“ eru viðbrögð ráðherra. Honum skal sagt að opinberir starfsmenn, sem heyra undir ráðuneyti eru ekki í stöðum sínum til að draga lærdóm af öllu því, sem misferst í framkvæmd laga heldur til að sinna faglegri framkvæmd þeirra! Þeir, sem hafa orðið uppvísir að öðru eru ekki starfi sínu vaxnir. Þetta ætti ráðherrann Þorgerður Katrín að vita, sem lögfræðingur. Flugstjóri sem brotlendir flugvél vegna handvammar missir að öllum líkindum vinnu sína, lifi hann slysið af. Gerðar hafa verið margar tilraunir af hálfu alþingis, í lögum, að færa eftirlit með dýravernd á milli ýmissa stofnana og ætíð hefur sama staða komið upp. Eftirlitið stendur ekki undir nafni og dýr þjást. Allar tilraunir til betrumbóta hafa mistekist. Ábendingar um praktískar lausnir í þessum efnum hefur alþingi ekki hlustað á og gagnrýni um hvað má betur fara taka eftirlitsstofnanir á Íslandi almennt ekki alvarlega, að því er virðist. Yfirmenn líta á slíkt, sem persónulega árás og snúast til varnar. Erlendis og þar sem siðuð stjórnmál eru stunduð yrðu yfirmenn, sem gerst hafa sekir um alvarlega handvömm og leitt hefur af sér illa meðferð dýra, látnir taka pokann sinn. Ekki á Íslandi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun