Holur hljómur í ASÍ Guðríður Arnardóttir skrifar 10. mars 2017 10:22 Forysta ASÍ hefur farið mikinn í yfirlýsingum sínum undanfarna daga og vikur. Þar ber hæst sú fullyrðing þeirra að kjarasamningar í opinbera geiranum hafi valdið forsendubresti í samningum á almennum vinnumarkaði. Sérstaklega hefur formanni ASÍ verið tíðrætt um kjarasamninga kennara og sér hann ofsjónum yfir þeim réttmætu leiðréttingum sem kennarar á öllum skólastigum hafa fengið, stétt sem hefur um árabil búið við verulega slaka launasetningu, stétt án fullnægjandi nýliðunar samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þessar yfirlýsingar um forsendubrest vekja furðu mína í ljósi þess að fyrir nokkrum vikum gerði formaður ASÍ þá kröfu að svo kjarasamningar á almennum markaði héldu út árið 2017 yrðu breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna að ná fram að ganga. Og svo fór að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna í bullandi ágreiningi, með þeim rökum að laun skyldi jafna á milli markaða. Hafa ber í huga að á almennum markaði leggja launataxtar sérfræðinga lágmarkslínur og leyfi ég mér að fullyrða að meirihluti starfsfólks á almennum markaði fylgir ekki launatöxtum. Hjá hinu opinbera setja launatöflur skýran ramma um laun og marka í flestum tilfellum hámarkskjör. Sé litið til sérfræðinga á opinberum makaði annars vegar og almennum markaði hins vegar er ljóst að launamunur er verulegur og vantar mikið upp á jöfnun kjara milli markaða. Og það er holur hljómur í orðræðu ASÍ um „óhóflegar“ launahækkanir kennara þegar launarannsóknir sýna að enn eru kennarar eftirbátar kollega sinna á opinberum markaði og standa félögum sínum á almennum markaði langt að baki. Og nú ætlar ASÍ sem sagt að halda opinberum starfsmönnum í gíslingu til ársins 2018 með þeirri hótun að semji þeir um launahækkanir umfram SALEK-rammann svokallaða muni almenni markaðurinn sækja það sama – ellegar sé fjandinn laus. Það er deginum ljósara að ASÍ barði Alþingi til hlýðni og lagabreytingar um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna voru afgreiddar með þeim fögru fyrirheitum að laun á milli markaða yrðu jöfnuð. Það þýðir einfaldlega að laun opinberra starfsmanna þurfa að hækka meira en á almennum markaði. Hvorki kennarar né aðrir opinberir starfsmenn munu taka því þegjandi ef ASÍ ætlar að halda kjarasamningum þeirra í gíslingu. Opinberir starfsmenn, bæði hjá ríki og sveitarfélögum eru um 40 þúsund talsins og hafa sannarlega slagkraft með samstöðu. Upp á almennilega íslensku er það helvíti skítt ef við þurfum að taka slaginn við forystu ASÍ til að sækja réttmætar kjarabætur – en það er slagur sem við munum taka, komi til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Forysta ASÍ hefur farið mikinn í yfirlýsingum sínum undanfarna daga og vikur. Þar ber hæst sú fullyrðing þeirra að kjarasamningar í opinbera geiranum hafi valdið forsendubresti í samningum á almennum vinnumarkaði. Sérstaklega hefur formanni ASÍ verið tíðrætt um kjarasamninga kennara og sér hann ofsjónum yfir þeim réttmætu leiðréttingum sem kennarar á öllum skólastigum hafa fengið, stétt sem hefur um árabil búið við verulega slaka launasetningu, stétt án fullnægjandi nýliðunar samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þessar yfirlýsingar um forsendubrest vekja furðu mína í ljósi þess að fyrir nokkrum vikum gerði formaður ASÍ þá kröfu að svo kjarasamningar á almennum markaði héldu út árið 2017 yrðu breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna að ná fram að ganga. Og svo fór að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna í bullandi ágreiningi, með þeim rökum að laun skyldi jafna á milli markaða. Hafa ber í huga að á almennum markaði leggja launataxtar sérfræðinga lágmarkslínur og leyfi ég mér að fullyrða að meirihluti starfsfólks á almennum markaði fylgir ekki launatöxtum. Hjá hinu opinbera setja launatöflur skýran ramma um laun og marka í flestum tilfellum hámarkskjör. Sé litið til sérfræðinga á opinberum makaði annars vegar og almennum markaði hins vegar er ljóst að launamunur er verulegur og vantar mikið upp á jöfnun kjara milli markaða. Og það er holur hljómur í orðræðu ASÍ um „óhóflegar“ launahækkanir kennara þegar launarannsóknir sýna að enn eru kennarar eftirbátar kollega sinna á opinberum markaði og standa félögum sínum á almennum markaði langt að baki. Og nú ætlar ASÍ sem sagt að halda opinberum starfsmönnum í gíslingu til ársins 2018 með þeirri hótun að semji þeir um launahækkanir umfram SALEK-rammann svokallaða muni almenni markaðurinn sækja það sama – ellegar sé fjandinn laus. Það er deginum ljósara að ASÍ barði Alþingi til hlýðni og lagabreytingar um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna voru afgreiddar með þeim fögru fyrirheitum að laun á milli markaða yrðu jöfnuð. Það þýðir einfaldlega að laun opinberra starfsmanna þurfa að hækka meira en á almennum markaði. Hvorki kennarar né aðrir opinberir starfsmenn munu taka því þegjandi ef ASÍ ætlar að halda kjarasamningum þeirra í gíslingu. Opinberir starfsmenn, bæði hjá ríki og sveitarfélögum eru um 40 þúsund talsins og hafa sannarlega slagkraft með samstöðu. Upp á almennilega íslensku er það helvíti skítt ef við þurfum að taka slaginn við forystu ASÍ til að sækja réttmætar kjarabætur – en það er slagur sem við munum taka, komi til þess.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun