Holur hljómur í ASÍ Guðríður Arnardóttir skrifar 10. mars 2017 10:22 Forysta ASÍ hefur farið mikinn í yfirlýsingum sínum undanfarna daga og vikur. Þar ber hæst sú fullyrðing þeirra að kjarasamningar í opinbera geiranum hafi valdið forsendubresti í samningum á almennum vinnumarkaði. Sérstaklega hefur formanni ASÍ verið tíðrætt um kjarasamninga kennara og sér hann ofsjónum yfir þeim réttmætu leiðréttingum sem kennarar á öllum skólastigum hafa fengið, stétt sem hefur um árabil búið við verulega slaka launasetningu, stétt án fullnægjandi nýliðunar samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þessar yfirlýsingar um forsendubrest vekja furðu mína í ljósi þess að fyrir nokkrum vikum gerði formaður ASÍ þá kröfu að svo kjarasamningar á almennum markaði héldu út árið 2017 yrðu breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna að ná fram að ganga. Og svo fór að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna í bullandi ágreiningi, með þeim rökum að laun skyldi jafna á milli markaða. Hafa ber í huga að á almennum markaði leggja launataxtar sérfræðinga lágmarkslínur og leyfi ég mér að fullyrða að meirihluti starfsfólks á almennum markaði fylgir ekki launatöxtum. Hjá hinu opinbera setja launatöflur skýran ramma um laun og marka í flestum tilfellum hámarkskjör. Sé litið til sérfræðinga á opinberum makaði annars vegar og almennum markaði hins vegar er ljóst að launamunur er verulegur og vantar mikið upp á jöfnun kjara milli markaða. Og það er holur hljómur í orðræðu ASÍ um „óhóflegar“ launahækkanir kennara þegar launarannsóknir sýna að enn eru kennarar eftirbátar kollega sinna á opinberum markaði og standa félögum sínum á almennum markaði langt að baki. Og nú ætlar ASÍ sem sagt að halda opinberum starfsmönnum í gíslingu til ársins 2018 með þeirri hótun að semji þeir um launahækkanir umfram SALEK-rammann svokallaða muni almenni markaðurinn sækja það sama – ellegar sé fjandinn laus. Það er deginum ljósara að ASÍ barði Alþingi til hlýðni og lagabreytingar um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna voru afgreiddar með þeim fögru fyrirheitum að laun á milli markaða yrðu jöfnuð. Það þýðir einfaldlega að laun opinberra starfsmanna þurfa að hækka meira en á almennum markaði. Hvorki kennarar né aðrir opinberir starfsmenn munu taka því þegjandi ef ASÍ ætlar að halda kjarasamningum þeirra í gíslingu. Opinberir starfsmenn, bæði hjá ríki og sveitarfélögum eru um 40 þúsund talsins og hafa sannarlega slagkraft með samstöðu. Upp á almennilega íslensku er það helvíti skítt ef við þurfum að taka slaginn við forystu ASÍ til að sækja réttmætar kjarabætur – en það er slagur sem við munum taka, komi til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Forysta ASÍ hefur farið mikinn í yfirlýsingum sínum undanfarna daga og vikur. Þar ber hæst sú fullyrðing þeirra að kjarasamningar í opinbera geiranum hafi valdið forsendubresti í samningum á almennum vinnumarkaði. Sérstaklega hefur formanni ASÍ verið tíðrætt um kjarasamninga kennara og sér hann ofsjónum yfir þeim réttmætu leiðréttingum sem kennarar á öllum skólastigum hafa fengið, stétt sem hefur um árabil búið við verulega slaka launasetningu, stétt án fullnægjandi nýliðunar samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þessar yfirlýsingar um forsendubrest vekja furðu mína í ljósi þess að fyrir nokkrum vikum gerði formaður ASÍ þá kröfu að svo kjarasamningar á almennum markaði héldu út árið 2017 yrðu breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna að ná fram að ganga. Og svo fór að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna í bullandi ágreiningi, með þeim rökum að laun skyldi jafna á milli markaða. Hafa ber í huga að á almennum markaði leggja launataxtar sérfræðinga lágmarkslínur og leyfi ég mér að fullyrða að meirihluti starfsfólks á almennum markaði fylgir ekki launatöxtum. Hjá hinu opinbera setja launatöflur skýran ramma um laun og marka í flestum tilfellum hámarkskjör. Sé litið til sérfræðinga á opinberum makaði annars vegar og almennum markaði hins vegar er ljóst að launamunur er verulegur og vantar mikið upp á jöfnun kjara milli markaða. Og það er holur hljómur í orðræðu ASÍ um „óhóflegar“ launahækkanir kennara þegar launarannsóknir sýna að enn eru kennarar eftirbátar kollega sinna á opinberum markaði og standa félögum sínum á almennum markaði langt að baki. Og nú ætlar ASÍ sem sagt að halda opinberum starfsmönnum í gíslingu til ársins 2018 með þeirri hótun að semji þeir um launahækkanir umfram SALEK-rammann svokallaða muni almenni markaðurinn sækja það sama – ellegar sé fjandinn laus. Það er deginum ljósara að ASÍ barði Alþingi til hlýðni og lagabreytingar um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna voru afgreiddar með þeim fögru fyrirheitum að laun á milli markaða yrðu jöfnuð. Það þýðir einfaldlega að laun opinberra starfsmanna þurfa að hækka meira en á almennum markaði. Hvorki kennarar né aðrir opinberir starfsmenn munu taka því þegjandi ef ASÍ ætlar að halda kjarasamningum þeirra í gíslingu. Opinberir starfsmenn, bæði hjá ríki og sveitarfélögum eru um 40 þúsund talsins og hafa sannarlega slagkraft með samstöðu. Upp á almennilega íslensku er það helvíti skítt ef við þurfum að taka slaginn við forystu ASÍ til að sækja réttmætar kjarabætur – en það er slagur sem við munum taka, komi til þess.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar