Flokki Wilders spáð sigri í Hollandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. mars 2017 12:33 Geert Wilders er leiðtogi popúlistaflokksins Frelsisflokksins sem berst harkalega gegn komu innflytjenda og Evrópusamvinnu. Vísir/afp Á miðvikudaginn fara fram fyrstu þingkosningarnar hjá vestrænni þjóð eftir að Donald Trump náði kjöri sem Bandaríkjaforseti þegar Hollendingar ganga til kosninga. Þjóðernispopúlistanum Geert Wilders hefur vaxið ásmegin en það er frjór jarðvegur fyrir útlendingaandúð í Hollandi. Frelsisflokkur Wilders verður líklega stærsti flokkur landsins að loknum þingkosningunum miðvikudaginn 15. mars að því er fram kemur í Financial Times. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders takist að mynda ríkisstjórn í ljósi umdeildra skoðana sinna. Wilders vill loka landinu fyrir hælisleitendum, loka öllum moskum í Hollandi, banna sölu á kóraninum og síðast en ekki síst vill hann að Holland gangi úr Evrópusambandinu. Wilders er ekki fyrsti þjóðernispopúlistinn sem nær árangri í hollenskum stjórnmálum. Veturinn 2001-2002 steig Pim Fortuyn fram sem ný tegund stjórnmálamanns. Hann boðaði andspyrnu gegn hollensku elítunni og fjölþjóðahyggju og fordæmdi Íslam opinberlega. Nokkra daga fyrir þingkosningarnar 2002 var hann myrtur af aðgerðasinna úr röðum græningja. Flokkur Fortuyns náði samt nægilega miklu fylgi til að komast að ríkisstjórnarborðinu þótt samsteypustjórnin hafi ekki orðið langlíf. Könnun sem birtist í gær sýnir að flokkur Wilders muni vinna 25 af þeim 76 þingsætum sem eru nauðsynleg í fulltrúadeild hollenska þjóðþingsins til þess að mynda samsteypustjórn en í fulltrúadeildinni sitja 150 þingmenn. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders muni fá aðra flokka til að starfa með sér. Financial Times spáir því að Frelsisflokkur Wilders, sem er í raun bara eins manns flokkur, muni vinna flest þingsætin eftir kosningarnar á miðvikudag og byggir spá sína á ítarlegri greiningu á lýðfræðilegum gögnum frá Hollandi auk skoðanakannana. Wilders ríður á öldu þjóðernispopúlisma sem gengur yfir alla álfuna um þessar mundir. Það sem er merkilegt við stuðning við Wilders í Hollandi er að eldra fólk er sá kjósendahópur sem er minnst líklegur til að styðja hann. Stuðningsmenn Frelsisflokks Wilders eru yngra fólk en þjóðernisflokkar í öðrum löndum, eins og Front National í Frakklandi, njóta mikils stuðnings hjá kjósendum sem eru eldri en 65 ára. Sterkasta fylgnin er við menntunarleysi hjá flokki Wilders. Því fyrr sem fólk í Hollandi yfirgaf menntakerfið, þ.e. lauk menntun án gráðu eða án þess að sækja sér framhaldsmenntun, því líklegra er það til að kjósa Frelsisflokkinn. Donald Trump Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Á miðvikudaginn fara fram fyrstu þingkosningarnar hjá vestrænni þjóð eftir að Donald Trump náði kjöri sem Bandaríkjaforseti þegar Hollendingar ganga til kosninga. Þjóðernispopúlistanum Geert Wilders hefur vaxið ásmegin en það er frjór jarðvegur fyrir útlendingaandúð í Hollandi. Frelsisflokkur Wilders verður líklega stærsti flokkur landsins að loknum þingkosningunum miðvikudaginn 15. mars að því er fram kemur í Financial Times. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders takist að mynda ríkisstjórn í ljósi umdeildra skoðana sinna. Wilders vill loka landinu fyrir hælisleitendum, loka öllum moskum í Hollandi, banna sölu á kóraninum og síðast en ekki síst vill hann að Holland gangi úr Evrópusambandinu. Wilders er ekki fyrsti þjóðernispopúlistinn sem nær árangri í hollenskum stjórnmálum. Veturinn 2001-2002 steig Pim Fortuyn fram sem ný tegund stjórnmálamanns. Hann boðaði andspyrnu gegn hollensku elítunni og fjölþjóðahyggju og fordæmdi Íslam opinberlega. Nokkra daga fyrir þingkosningarnar 2002 var hann myrtur af aðgerðasinna úr röðum græningja. Flokkur Fortuyns náði samt nægilega miklu fylgi til að komast að ríkisstjórnarborðinu þótt samsteypustjórnin hafi ekki orðið langlíf. Könnun sem birtist í gær sýnir að flokkur Wilders muni vinna 25 af þeim 76 þingsætum sem eru nauðsynleg í fulltrúadeild hollenska þjóðþingsins til þess að mynda samsteypustjórn en í fulltrúadeildinni sitja 150 þingmenn. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders muni fá aðra flokka til að starfa með sér. Financial Times spáir því að Frelsisflokkur Wilders, sem er í raun bara eins manns flokkur, muni vinna flest þingsætin eftir kosningarnar á miðvikudag og byggir spá sína á ítarlegri greiningu á lýðfræðilegum gögnum frá Hollandi auk skoðanakannana. Wilders ríður á öldu þjóðernispopúlisma sem gengur yfir alla álfuna um þessar mundir. Það sem er merkilegt við stuðning við Wilders í Hollandi er að eldra fólk er sá kjósendahópur sem er minnst líklegur til að styðja hann. Stuðningsmenn Frelsisflokks Wilders eru yngra fólk en þjóðernisflokkar í öðrum löndum, eins og Front National í Frakklandi, njóta mikils stuðnings hjá kjósendum sem eru eldri en 65 ára. Sterkasta fylgnin er við menntunarleysi hjá flokki Wilders. Því fyrr sem fólk í Hollandi yfirgaf menntakerfið, þ.e. lauk menntun án gráðu eða án þess að sækja sér framhaldsmenntun, því líklegra er það til að kjósa Frelsisflokkinn.
Donald Trump Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira