Framlegðin í sjávarútvegi: 600 milljarðar króna á 8 árum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 13. mars 2017 00:00 Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum skrifar í Fréttablaðið og véfengir tölur um góða afkomu í sjávarútvegi og sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu sem ég birti í grein minni áður. Upplýsingarnar sem ég vísaði til er allar að finna í gögnum Hagstofu Íslands og útgefnum skýrslum um hag veiða og vinnslu. Hugtökin framlegð og hreinan hagnað nota ég með sama hætti og Hagstofa Íslands. Framlegðin er tekjur að frádregnum kostnaði við öflun teknanna og Hagstofan kallar framlegðina verga hlutdeild fjármagns (EBITDA). Frá framlegðinni eru síðan dregnar afskriftir og fjármagnskostnaður. Þá stendur eftir hreinn hagnaður. Framkvæmdastjórinn segir um gögn Hagstofunnar að þau séu úrtaksgögn og lætur að því liggja að þeim sé áfátt þegar lýsa eigi afkomu í sjávarútvegi. Hann vegur ómaklega að Hagstofu Íslands. Stofnunin byggir tölur sínar um afkomu í sjávarútvegi ársins 2015 á upplýsingum frá fyrirtækjum sem samtals eru með 88% af allri veltu í sjávarútvegi. Það er því seilst um hurð til lokunnar að véfengja áreiðanleika talna Hagstofu Íslands um afkomu í sjávarútvegi. Það er ekkert ofmælt í grein minni um góða afkomu í sjávarútvegi á síðustu árum eða sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu. Framlegðin hefur verið gríðarlega mikil og einnig hreinn hagnaður. Frá 2008 - 2015 var samanlögð framlegð í sjávarútvegi (EBITDA) á verðlagi í desember 2016 rúmlega 600 milljarðar króna. Mælt sem hlutfall af tekjum var það á bilinu 24,3% - 31%. Mælt í krónum var framlegðin á bilinu 61 - 91 milljarður króna á ári. Til marks um það hve mikið stóð eftir til þess að bæta hag fyrirtækjanna er að eigið fé sjávarútvegsfyrirtækjanna jókst um 300 milljarða króna frá árslokum 2008 til ársloka 2015. Afkoman í uppsjávarveiðum og vinnslu er sveiflukenndari en engu að síður er hún á þessu árabili síst lakari en í sjávarútveginum í heild. Alvarlegasti vandi kvótakerfisins er þjóðfélagslegar afleiðingarnar vegna samþjöppunar og einokunaraðstöðu í höndum tiltölulega fárra einstaklinga. Sjómenn hafa fengið að kenna á því óþvegið og íbúar sjávarbyggðanna hafa mátt líða óvissu, óöryggi og verðrýrnun eigna sinna auk þess að missa vinnuna. Allt vegna þeirrar stöðu að fáeinir eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi deila og drottna í krafti einokunar á kvóta. Í uppsjávarveiðum er svo komið að 8 fyrirtæki ráða meirihluta alls kvóta á uppsjávartegundum. Þessi fyrirtæki ráða yfir 90% alls kvóta í loðnu, Íslands síld og Norður Atlantshafs síldinni, 86% af kvóta í kolmunna og 68% kvótans í makríl. Uppsjávarskipin eru aðeins um 20. Þessi fyrirtæki ráða að auki um þriðjungi af botnfiskkvótanum. Sjávarútvegur einkennist af einokun og samþjöppun auðs og valds í fárra höndum. Gífurleg verðmæti eru gefin á hverju ári þessum sjálfvalda hópi. Sjómenn, íbúar sjávarbyggðanna og þjóðin í heild líður fyrir þetta ástand. Ótímabundin sjálfvirk úthlutun veiðiheimilda er komin á endastöð og ekki undan því komist að byrja upp á nýtt. Verðmætum veiðiheimildum í eigu þjóðarinnar verður best ráðstafað með jafnræði og samkeppni að leiðarljósi sem mun tryggja henni markaðsverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum skrifar í Fréttablaðið og véfengir tölur um góða afkomu í sjávarútvegi og sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu sem ég birti í grein minni áður. Upplýsingarnar sem ég vísaði til er allar að finna í gögnum Hagstofu Íslands og útgefnum skýrslum um hag veiða og vinnslu. Hugtökin framlegð og hreinan hagnað nota ég með sama hætti og Hagstofa Íslands. Framlegðin er tekjur að frádregnum kostnaði við öflun teknanna og Hagstofan kallar framlegðina verga hlutdeild fjármagns (EBITDA). Frá framlegðinni eru síðan dregnar afskriftir og fjármagnskostnaður. Þá stendur eftir hreinn hagnaður. Framkvæmdastjórinn segir um gögn Hagstofunnar að þau séu úrtaksgögn og lætur að því liggja að þeim sé áfátt þegar lýsa eigi afkomu í sjávarútvegi. Hann vegur ómaklega að Hagstofu Íslands. Stofnunin byggir tölur sínar um afkomu í sjávarútvegi ársins 2015 á upplýsingum frá fyrirtækjum sem samtals eru með 88% af allri veltu í sjávarútvegi. Það er því seilst um hurð til lokunnar að véfengja áreiðanleika talna Hagstofu Íslands um afkomu í sjávarútvegi. Það er ekkert ofmælt í grein minni um góða afkomu í sjávarútvegi á síðustu árum eða sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu. Framlegðin hefur verið gríðarlega mikil og einnig hreinn hagnaður. Frá 2008 - 2015 var samanlögð framlegð í sjávarútvegi (EBITDA) á verðlagi í desember 2016 rúmlega 600 milljarðar króna. Mælt sem hlutfall af tekjum var það á bilinu 24,3% - 31%. Mælt í krónum var framlegðin á bilinu 61 - 91 milljarður króna á ári. Til marks um það hve mikið stóð eftir til þess að bæta hag fyrirtækjanna er að eigið fé sjávarútvegsfyrirtækjanna jókst um 300 milljarða króna frá árslokum 2008 til ársloka 2015. Afkoman í uppsjávarveiðum og vinnslu er sveiflukenndari en engu að síður er hún á þessu árabili síst lakari en í sjávarútveginum í heild. Alvarlegasti vandi kvótakerfisins er þjóðfélagslegar afleiðingarnar vegna samþjöppunar og einokunaraðstöðu í höndum tiltölulega fárra einstaklinga. Sjómenn hafa fengið að kenna á því óþvegið og íbúar sjávarbyggðanna hafa mátt líða óvissu, óöryggi og verðrýrnun eigna sinna auk þess að missa vinnuna. Allt vegna þeirrar stöðu að fáeinir eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi deila og drottna í krafti einokunar á kvóta. Í uppsjávarveiðum er svo komið að 8 fyrirtæki ráða meirihluta alls kvóta á uppsjávartegundum. Þessi fyrirtæki ráða yfir 90% alls kvóta í loðnu, Íslands síld og Norður Atlantshafs síldinni, 86% af kvóta í kolmunna og 68% kvótans í makríl. Uppsjávarskipin eru aðeins um 20. Þessi fyrirtæki ráða að auki um þriðjungi af botnfiskkvótanum. Sjávarútvegur einkennist af einokun og samþjöppun auðs og valds í fárra höndum. Gífurleg verðmæti eru gefin á hverju ári þessum sjálfvalda hópi. Sjómenn, íbúar sjávarbyggðanna og þjóðin í heild líður fyrir þetta ástand. Ótímabundin sjálfvirk úthlutun veiðiheimilda er komin á endastöð og ekki undan því komist að byrja upp á nýtt. Verðmætum veiðiheimildum í eigu þjóðarinnar verður best ráðstafað með jafnræði og samkeppni að leiðarljósi sem mun tryggja henni markaðsverð.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun