Gullpakkinn: ekki fyrir þig! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2017 07:00 Ríkisstjórnin styður „fjölbreytt rekstrarform“ og „valfrelsi“ í heilbrigðiskerfinu. Þetta kann að hljóma spennandi. Hver getur svo sem verið á móti fjölbreytni og valfrelsi fólks? En hvað þýða þessir frasar í raun og veru? Þeir þýða að stjórnvöld hér á landi ætli að stefna í stórauknum mæli að einkarekstri og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Um miðjan janúar fékk Klíníkin leyfi Landlæknis til að framkvæma stærri aðgerðir sem krefjast innlagnar í kjölfarið. Klíníkin er fyrsta einkastofan hér á landi sem fær leyfi til að reka legudeild. Fjölmargar rannsóknir sýna hins vegar að opinber rekstur heilbrigðisþjónustu er besta leiðin til að tryggja öllum aðgang að þjónustunni óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Stjórnvöld halda því áfram þeirri vegferð að búa til tvöfalt kerfi þar sem sumir geta borgað sig fram fyrir röðina og fengið að velja „gullpakkann“ meðan aðrir þurfa að bíða með tilheyrandi þjáningum og samfélagslegum kostnaði. Það er skrýtin forgangsröðun að nota skattfé almennings í arðgreiðslur til gróðadrifinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Hægt væri að forgangsraða þessu sama fé í heilbrigðiskerfið sjálft öllum til hagsbóta, líka þeim fátæku. Forsvarsmaður Klíníkurinnar ber því við í sjónvarpsviðtali að langir biðlistar séu vandamál og hefur Klíníkin boðist til að leysa biðlistavandann með því að óska eftir þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands til að greiða niður aðgerðirnar. Þetta er þekkt tækni einkavæðingarinnar: fjársvelta, ganga úr skugga um að hlutirnir virki ekki svo neyðarástand skapist og hlutirnir eru í kjölfarið leystir með því að fela þá einkaaðilum. Ég hvet heilbrigðisráðherra, Óttar Proppé, til að vinna frekar á biðlistum með því að auka fé til opinbera heilbrigðiskerfisins í stað þess að eyða skattfé almennings í samninga við einkaaðila í gróðastarfsemi. Ég vil að lokum hvetja ráðherra til að leggjast gegn arðgreiðslum úr heilbrigðisþjónustunni. Þar er um að ræða stórt réttlætismál sem varðar okkur öll. Við eigum nefnilega öll heilbrigðiskerfið okkar, að minnsta kosti enn sem komið er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin styður „fjölbreytt rekstrarform“ og „valfrelsi“ í heilbrigðiskerfinu. Þetta kann að hljóma spennandi. Hver getur svo sem verið á móti fjölbreytni og valfrelsi fólks? En hvað þýða þessir frasar í raun og veru? Þeir þýða að stjórnvöld hér á landi ætli að stefna í stórauknum mæli að einkarekstri og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Um miðjan janúar fékk Klíníkin leyfi Landlæknis til að framkvæma stærri aðgerðir sem krefjast innlagnar í kjölfarið. Klíníkin er fyrsta einkastofan hér á landi sem fær leyfi til að reka legudeild. Fjölmargar rannsóknir sýna hins vegar að opinber rekstur heilbrigðisþjónustu er besta leiðin til að tryggja öllum aðgang að þjónustunni óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Stjórnvöld halda því áfram þeirri vegferð að búa til tvöfalt kerfi þar sem sumir geta borgað sig fram fyrir röðina og fengið að velja „gullpakkann“ meðan aðrir þurfa að bíða með tilheyrandi þjáningum og samfélagslegum kostnaði. Það er skrýtin forgangsröðun að nota skattfé almennings í arðgreiðslur til gróðadrifinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Hægt væri að forgangsraða þessu sama fé í heilbrigðiskerfið sjálft öllum til hagsbóta, líka þeim fátæku. Forsvarsmaður Klíníkurinnar ber því við í sjónvarpsviðtali að langir biðlistar séu vandamál og hefur Klíníkin boðist til að leysa biðlistavandann með því að óska eftir þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands til að greiða niður aðgerðirnar. Þetta er þekkt tækni einkavæðingarinnar: fjársvelta, ganga úr skugga um að hlutirnir virki ekki svo neyðarástand skapist og hlutirnir eru í kjölfarið leystir með því að fela þá einkaaðilum. Ég hvet heilbrigðisráðherra, Óttar Proppé, til að vinna frekar á biðlistum með því að auka fé til opinbera heilbrigðiskerfisins í stað þess að eyða skattfé almennings í samninga við einkaaðila í gróðastarfsemi. Ég vil að lokum hvetja ráðherra til að leggjast gegn arðgreiðslum úr heilbrigðisþjónustunni. Þar er um að ræða stórt réttlætismál sem varðar okkur öll. Við eigum nefnilega öll heilbrigðiskerfið okkar, að minnsta kosti enn sem komið er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar